Glatað PR stunt eða siðblinda hjá Bakkavarar bræðrum?

Ég hef ekki mikið um þetta mál að segja svo sem. Ég vona innilega að þeir ríkisstarfsmenn sem munu sjá um rekstur félagsins eftir ríkisvæðinguna, muni hafa þá yfirsýn að félagið geti reist hér verksmiðju sem skapar allt að 750 störf við framleiðslu.

Ég mun hins vegar ekki finna hjá mér sátt í sálinni fyrr en að búið er að gera upptækar allar eigur þessara manna á Íslandi. Þeir eru ekki stærstu gerendurnir mögulega í Kaupþings viðskiptunum, en engu að síður stærstu eigendur og þar með bera þeir mikla ábyrgð á því hvernig hér fór.

Ef þér finnst ég of harður í afstöðu minni vil ég benda á þessa kaldhæðnisfærslu Egils Helgasonar: http://eyjan.is/silfuregils/2009/08/27/thakkarbref/


mbl.is Bakkavör skoðar enn að reisa hér verksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er alin upp í Bakkavörinni, ekki kannast ég við þessa kauða.  Hvaða Bakkavör ætli þeir kenni sig við????  Núna bý ég í 50 metra fjarlægð frá umræddri Bakkavör. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.8.2009 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband