Er ekki kominn tími á að setja þingmönnum skýrar siðareglur í samskiptum við viðskiptalífið?
26.8.2009 | 21:36
Ég nenni ekki að tala um drykkjuna. Mér finnst einfaldlega sjálfsagt að geta ætlast til þess að þeir sem standi í brúnni fyrir samfélagið sem börnin mín eiga að búa í, stundi störf sín allsgáðir.
En mikið finnst mér að það sé kominn tími á að tengsl við viðskiptalífið og svokallaðar "boðsferðir" og bitlingar séu upprætt með öllu.
Það er um það rætt að Sigmundi Erni hafi ekki verið boðið með þingmanni, heldur sem einstaklingi. Hvaða bull er það? Sigmundur Ernir ER þingmaður. Þegar að hann tókst á hendur það hlutverk fylgdi því mikil ábyrgð. Maður hættir ekki að vera þingmaður á einhverjum ákveðnum tíma sólarhringsins.
Auðvitað eiga allir rétt á einkalífi, þingmenn líka. Það verða þó að vera þar á takmarkanir og enginn þarf að láta svo einfeldningslega að ætla að halda því fram að bitlingar til þingmanna hafi ekki að einhverju leyti áhrif á störf þeirra.
Það er alveg sama hvort að um sé að ræða "sérstök lán" eins og þingmanna lánin voru kölluð, eða bara fallega jólagjöf - þingmenn munu muna gjörninginn ef og þegar þeir síðar meir standa frammi fyrir því að þurfa að fjalla um málefni tiltekins viðskiptaaðila.
Fékk sér léttvín með mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
340 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 358723
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Það væri fróðlegt að vita það hverjir eða hvaða þingmenn voru þarna með Sigmundi. Hefur það komið fram?
Jón Kristófer Arnarson, 26.8.2009 kl. 23:31
Það er dálítið furðulegt að aðalatriði málsins virðist vera að fara framhjá fólki.
Hvern fjandann var þingmaðurinn að gera í bitlingaferð með fjármálaöflunum í miðju þessu Icesavemáli.
Það er ógeðfellt að hugs til þess að þetta atferli spegli ábyrgðartilfinningu þingmanna.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.8.2009 kl. 23:45
Það væri spennandi að sjá gestalistann á þessu golfmóti og kvöldverði MP banka. Það þarf að setja þingmönnum og öllum í stjórnsýslunni siðareglur strax!!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.8.2009 kl. 01:29
Nóg væri að þýða þessar siðareglur og taka upp hérna á Íslandi á morgun. Ég fann þetta á síðunni hennar Jennýar Stefaníu. "
CODE OF ETHICS FOR GOVERNMENT SERVICE
Any person in Government service should:
1. Put loyalty to the highest moral principals and to country above loyalty to Government persons, party, or department.
2. Uphold the Constitution, laws, and legal regulations of the United States and of all governments therein and never be a party to their evasion.
3. Give a full day's labor for a full day's pay; giving to the performance of his duties his earnest effort and best thought.
4. Seek to find and employ more efficient and economical ways of getting tasks accomplished.
5. Never discriminate unfairly by the dispensing of special favors or privileges to anyone, whether for remuneration or not; and never accept for himself or his family, favors or benefits under circumstances which might be construed by reasonable persons as influencing the performance of his governmental duties.
6. Make no private promises of any kind binding upon the duties of office, since a Government employee has no private word which can be binding on public duty.
7. Engage in no business with the Government, either directly or indirectly which is inconsistent with the conscientious performance of his governmental duties.
8. Never use any information coming to him confidentially in the performance of governmental duties as a means for making private profit.
9. Expose corruption wherever discovered.
10. Uphold these principles, ever conscious that public office is a public trust.
[Source: U.S. House of Representatives Ethics Committee] "
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.8.2009 kl. 01:32
Fulltrúi bankans sagði að honum hefði verið boðið vegna þess að hann er viðskiptamaður bankans, en ég er nú nokkuð viss um að það hafi nú ekki verið boðið mörgum "venjulegum" viðskiptavinum í golf og matarboð.
Þannig að mjög líklega var honum einmitt boðið vegna þingmennsku hans.
Tóti Sigfriðs, 27.8.2009 kl. 12:55
Erfitt að sjá þetta siðleysi opinbera starfsmanna annað en græðgi þegar að þessu kemur þar sem þeir eru á fínum launum og ættu að hafa efni á að taka þátt í golfmótum og kaupa sér ágætis mat of léttvín.
Menn eiga það til að verða uppfullur að eigin mikilvægi þegar þeir setjast í stóla Alþingis og telja boð sem þessi einfaldlega eðlileg.
Er ekki helsta glíma Alþingismanna sú að hemja sitt eigið egó?
Guðgeir (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.