Er ekki kominn tími á að setja þingmönnum skýrar siðareglur í samskiptum við viðskiptalífið?

Ég nenni ekki að tala um drykkjuna. Mér finnst einfaldlega sjálfsagt að geta ætlast til þess að þeir sem standi í brúnni fyrir samfélagið sem börnin mín eiga að búa í, stundi störf sín allsgáðir.

En mikið finnst mér að það sé kominn tími á að tengsl við viðskiptalífið og svokallaðar "boðsferðir" og bitlingar séu upprætt með öllu.

Það er um það rætt að Sigmundi Erni hafi ekki verið boðið með þingmanni, heldur sem einstaklingi. Hvaða bull er það? Sigmundur Ernir ER þingmaður. Þegar að hann tókst á hendur það hlutverk fylgdi því mikil ábyrgð. Maður hættir ekki að vera þingmaður á einhverjum ákveðnum tíma sólarhringsins.

Auðvitað eiga allir rétt á einkalífi, þingmenn líka. Það verða þó að vera þar á takmarkanir og enginn þarf að láta svo einfeldningslega að ætla að halda því fram að bitlingar til þingmanna hafi ekki að einhverju leyti áhrif á störf þeirra.

Það er alveg sama hvort að um sé að ræða "sérstök lán" eins og þingmanna lánin voru kölluð, eða bara fallega jólagjöf - þingmenn munu muna gjörninginn ef og þegar þeir síðar meir standa frammi fyrir því að þurfa að fjalla um málefni tiltekins viðskiptaaðila.


mbl.is Fékk sér léttvín með mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Það væri fróðlegt að vita það hverjir eða hvaða þingmenn voru þarna með Sigmundi.  Hefur það komið fram?

Jón Kristófer Arnarson, 26.8.2009 kl. 23:31

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er dálítið furðulegt að aðalatriði málsins virðist vera að fara framhjá fólki.

Hvern fjandann var þingmaðurinn að gera í bitlingaferð með fjármálaöflunum í miðju þessu Icesavemáli.

Það er ógeðfellt að hugs til þess að þetta atferli spegli ábyrgðartilfinningu þingmanna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.8.2009 kl. 23:45

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það væri spennandi að sjá gestalistann á þessu golfmóti og kvöldverði MP banka.  Það þarf að setja þingmönnum og öllum í stjórnsýslunni siðareglur strax!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.8.2009 kl. 01:29

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nóg væri að þýða þessar siðareglur og taka upp hérna á Íslandi á morgun.  Ég fann þetta á síðunni hennar Jennýar Stefaníu.   "

CODE OF ETHICS FOR GOVERNMENT SERVICE 

Any person in Government service should: 

1. Put loyalty to the highest moral principals and to country above loyalty to Government persons, party, or department.

2. Uphold the Constitution, laws, and legal regulations of the United States and of all governments therein and never be a party to their evasion.

3. Give a full day's labor for a full day's pay; giving to the performance of his duties his earnest effort and best thought.

4. Seek to find and employ more efficient and economical ways of getting tasks accomplished.

5. Never discriminate unfairly by the dispensing of special favors or privileges to anyone, whether for remuneration or not; and never accept for himself or his family, favors or benefits under circumstances which might be construed by reasonable persons as influencing the performance of his governmental duties.

6. Make no private promises of any kind binding upon the duties of office, since a Government employee has no private word which can be binding on public duty.

7. Engage in no business with the Government, either directly or indirectly which is inconsistent with the conscientious performance of his governmental duties.

8. Never use any information coming to him confidentially in the performance of governmental duties as a means for making private profit.

9. Expose corruption wherever discovered.

10. Uphold these principles, ever conscious that public office is a public trust.

[Source: U.S. House of Representatives Ethics Committee] " 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.8.2009 kl. 01:32

5 Smámynd: Tóti Sigfriðs

Fulltrúi bankans sagði að honum hefði verið boðið vegna þess að hann er viðskiptamaður bankans, en ég er nú nokkuð viss um að það hafi nú ekki verið boðið mörgum "venjulegum" viðskiptavinum í golf og matarboð.

Þannig að mjög líklega var honum einmitt boðið vegna þingmennsku hans.

Tóti Sigfriðs, 27.8.2009 kl. 12:55

6 identicon

Erfitt að sjá þetta siðleysi opinbera starfsmanna annað en græðgi þegar að þessu kemur þar sem þeir eru á fínum launum og ættu að hafa efni á að taka þátt í golfmótum og kaupa sér ágætis mat of léttvín.

Menn eiga það til að verða uppfullur að eigin mikilvægi þegar þeir setjast í stóla Alþingis og telja boð sem þessi einfaldlega eðlileg.

Er ekki helsta glíma Alþingismanna sú að hemja sitt eigið egó?

Guðgeir (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband