Loksins fundin lausn á Icesave málinu !!

Nei, það er víst ekki alveg þannig því miður. En ég er orðinn svo langþreyttur á því að lesa stöðugt um að enn einn fundurinn um málið sé kominn af stað eða sé í vændum.

Mitt fólk í Borgarahreyfingunni er að standa sig alveg gríðarlega vel í baráttunni og Þór Saari er algert heljarmenni þarna inni í fjárlaganefnd. Hann er vakinn og sofinn yfir þessu og er búinn að virkilega standa vaktina fyrir íslenska þjóð þarna.

Þá liggur nú fyrir frumvarp sem Lilja Mósesdóttir lagði fram ásamt nokkrum VG liðum, Borgarahreyfingunni og nokkrum þingmönnum Framsóknarflokksins þar sem eru lagðar til breytingar á lögum um samningsveð. Lagabreytingin snýr að því að fjármálastofnanir eigi ekki að geta gengið að í eignir skuldara fram yfir fasteignina sem sett er að veði, þegar að um húsnæðislán er að ræða.

Frábært framtak hjá Lilju og co. og það er frumvarpinu til hróss að fjárglæfrafólkið og fjármagnseigendur skuli strax stiginn fram til þess að gagnrýna hugmyndina. Sjá til dæmis hér: http://www.visir.is/article/20090824/FRETTIR01/626593687

Samtök Kúlulánaþega, nei fyrirgefið. Samtök Fjármálafyrirtækja gagnrýna frumvarpið harðlega og segja meðal annars í umsögn: "Tekið er fram að samtökin telji afturvirk lög veikja traust á réttarskipaninni meðan festa í löggjöf tryggir öryggi í viðskiptum."

Ég er sammála því að almennt séð eru afturvirk lög afar vafasöm og veikja stoðir og traust í samfélaginu. Í dag hinsvegar eru fjármálafyrirtækin búin að einfaldlega rífa þær stoðir í tætlur með framferði sínu og gjörðum eigendanna.

Það verður því að dæmast sem ömurlegur en kaldhæðinn brandari að SFF skuli stíga fram með gagnrýni á að þetta veiki öryggi í viðskiptum. Forsvarsmenn fjármálafyrirtækja ættu einfaldlega að skammast sín, halda sig til hlés, já og borga blessuð kúlulánin sín. Finnst þessu fólki það vera til votts um "örugg viðskipti" að ætla almenningi að borga lánin sín?

Mitt fólk, ásamt Lilju og nokkrum frömmurum, eru að standa sig gríðarlega vel þarna.


mbl.is Funda um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég las þetta frumvarp, enda ekki lengi gert, og líst vel á. En það er eitthvað við að láta lög gilda afturvirkt sem situr ekki alveg rétt í mér. Ef svo ólíklega vildi til að þau kæmust í gegn óbreytt þá yrðu þau líklega dæmd ómerk í hæstarétti innan skamms eða ríkið dæmt til að greiða skaðabætur. Það yrði miklu auðveldara að koma lögunum í gegn án afturvirkni því það myndi ekki baka ríkissjóði skaðabótaskyldu seinna meir enda lögin mjög einföld og sjálfsögð réttarbót.

Ég get heldur ekki séð að það að einhver hafi fengið kúlulán hafi með þetta að gera og finnst svona skot óviðeigandi þar sem það dregur umræðuna niður á óskynsamlegt og "tilfinningaþrungið" plan. Þér ætti að vera ljós að fólk hefur ekki sjálfkrafa rangt fyrir sér þó það sé ekki sammála þér um allt. SFF bendir á augljósan galla í frumvarpinu sem þarf að laga áður en þau verða að lögum. Þó það geti verið sárt fyrir flutningsmenn frumvarpsins þá er það er allt í lagi að frumvarpið verði að lögum án ákvæðis um afturvirkni enda mun ungt fólk í dag og komandi kynslóðir fá að njóta þessarrar réttarbótar þó svo að hann nái ekki að laga vandamál allra.

Takið afturvirknina út úr frumvarpinu, keyrið lögin í gegn og haldið svo áfram að skoða hvað er hægt að gera fyrir hina.

Hetjan (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 08:43

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Talandi um afturvirka löggjöf, ef við verðum einhverntíma í framtíðinni skattlögð til að standa straum af ríkisábyrgð vegna IceSave, þá er það afturvirk skattheimta. Samkvæmt stjórnarskrá má hinsvegar eingöngu leggja á skatt hafi verið lagaheimild fyrir því þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu. Slík heimild vegna innstæðutrygginga var ekki til staðar þegar greiðsluskylda innstæðutryggingasjóðs myndaðist vegna IceSave reikninganna. Það mun því aldrei standast lög að láta íslenska skattgreiðendur taka á sig kostnað vegna ríkisábyrgðarinnar, og þar sem einu tekjur ríkissjóðs eru skattekjur verður þar með aldrei löglega hægt að borga ríkisábyrgðina ef á hana reynir.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2009 kl. 09:38

3 Smámynd: Sævar Finnbogason

Þetta er í raun ekki ólíkt þeim reglum sem gilda um fasteignalán í Bandaríkjunum þar sem fólk getur skilað lyklunum og byrjað uppá nýtt og tapar þá bara því sem það átti í fasteigninni, sem er auðvitað nógu slæmt þó fólk sé ekki að burðast  skaðann næstu áratugi. þetta hefur að vísu ekki daugað til að bankar hafi stundað varkár útlán þar í landi en áhættan er þó ekki eingöngu á lántakandanum.

Sævar Finnbogason, 25.8.2009 kl. 10:23

4 Smámynd: Sævar Finnbogason

En hvort þessi réttarbót er launs á Icesave..... tja?  er ég að misskilja eitthvað?

Sævar Finnbogason, 25.8.2009 kl. 10:24

5 identicon

Frábært blog Baldvin, Samtök Kúlulánþega he he he.

Hvað verður kostnaðurinn fyrir bankana og þjóðfélagið á því að leggja hér allt í rúst með því að knésetja heimilin í skuldasúpu? Hafa kúlulánþegarnir reiknað það út?

Sammála Guðmundi þarna en þetta virðist ekki hafa verið skoðað, að minnsta kosti ekki þegar menn vaða fram völlinn með Icesave skuldaviðurkenningu í fanginu, hit er annað að sennilega verður stjórnarskráin brotin þarna eins og svo oft áður.

Þorvaldur Geirsson (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 10:43

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

sammála þér með Þór og Lilju

til hamingju með formannsembættið

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.8.2009 kl. 10:49

7 Smámynd: Þorvaldur Geirsson

Til viðbótar. Að sjálfsögðu er eðlilegt að bankinn taki á sig ábirgð á útláninu sem mun þá hvetja þá til að stíga varlega til jarðar en það á þá líka að krefja banka til að taka veð í kúlulánum og öðrum miljarða lánum.

Þorvaldur Geirsson, 25.8.2009 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband