Er traustvekjandi að treysta fólki fyrir stjórnun landsins sem "heldur" að það sé ekki að framselja landann til skuldaþrælkunar ??

Össur Skarphéðinsson hlýtur að hafa verið að grínast. Ömurlegt og illa tímasett grín, en verður að vera grín engu að síður.

Að öðrum kosti er maðurinn stórkostlega vanhæfur til þess að sitja sem ráðherra við stjórn landsins. Algerlega vanhæfur.

Ég fyllist ótta við lestur slíkra frétta.

Ég vil trúa því að Össur sé skynsamari en svo að hann telji að það sé í lagi að ganga frá samningi sem þessum án fullvissu um gildi hans. Að hann telji það í hæsta máta óeðlilegt að ætla bara "að vona" að samningurinn sé sæmilegur og í lagi.

 

slave.jpg

 

Er framtíð okkar í höndum fólks sem bara vonar að
við verðum ekki skuldaþrælar til frambúðar?


mbl.is Fyrirvararnir hljóta að halda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

http://fannarh.blog.is/blog/fannarh/entry/934269/

kíktu á þetta. setti saman alla helstu þætti sem viðkemur Icesave í Excel skjal. niðurstöðurnar þegar allt er reiknað saman eru hræðilegar svo vægt sé til orða tekið. ef 80% fæst fyrir eignir Landsbankans þurfa tekjur ríkisins á næstu 7 árum ekki að aukast nema um 18% umfram útgjaldaaukningu til þess að við getum borgað Icesave. og það er kreppa núna sem þýðir að líkurnar á því eru nánast engar. 

Fannar frá Rifi, 21.8.2009 kl. 18:19

2 identicon

Sæll.

Nei, það er ekki traustvekjandi en þetta er algerlega í stíl við það sem frá Össuri hefur komið undanfarið, allt frá "you ain´t seen nothing yet" bréfinu til Baugs fyrir nokkrum árum til þess að stinga lögfræðiáliti undir stólinn af því að það þjónaði ekki pólitískum markmiðum Sf. Það er því eins og pólitísk markmið Sf og þjóðarinnar fari ekki saman varðandi Icesave.

Össur er langt í frá eini maðurinn sem hefur stjórnað þessu landi sem hefur komist í valdastöðu vegna vilja til valda frekar en hæfileika og getu til að stjórna. Sf virðist liggja svo ofsalega á inn í EB að borga á hvað sem er. Sumir láta eins og engin kreppa sé í EB en það er fjarri öllu lagi.

Þú ert mjög bjartsýnn á mannfólkið ef þú vilt trúa því að Össur sé skynsamari en þetta. Staðreyndin er eigi að síður sú að best er að dæma stjórnmálamenn af verkum þeirra og hvað sjáum við til þessarar ríkisstjórnar? Sumir ráðherrar þar taka 180° beygju í helstu áherslumálum sínum á nokkurra vikna tímabili (til að halda völdum en sumir sem nú eru ráðherrar voru svo barnslega glaðir þegar ljóst var að þeir yrðu ráðherrar að það var fyndið að fylgjast með gleði þeirra), aðrir stinga skýrslum undir stól því innihald þeirra er ekki gott fyrir flokkslínuna. Aðrir ráðherrar sem bera ábyrgð á efnahagi landsins taka aldrei til máls í þinginu þegar línur í efnahagsmálum til næstu 3 ára eru ræddar. Gefur þetta tilefni til bjartsýni?

Ætli Robert Mugabe verði ekki bráðum ráðinn sem ráðgjafi um það hvernig endanlega eigi að draga heila þjóð í svaðið? Það eina jákvæða sem núverandi stjórnvöld hafa gert er að fá Evu Joly í lið með okkur til að fletta ofan af þeim gráðugu og óvönduðu einstaklingum sem hafa komið okkur í þessi vandræði.

Jon (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 18:31

3 identicon

Hvað er málið???...það vita það allir sem vilja vita að Össur er og hefur alltaf verið óhæfur til að vera ráðherra???

itg (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 20:56

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég hef enga trú á því að Össur sé neitt skynsamari en málflutningur hans vitnar um Að öðru leyti tek ég undir með þér í þessum pistli.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.8.2009 kl. 22:26

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Við munum hvað Össur sagði síðastliðið sumar "að bankakerfið væri traust." Hann sagði í fréttunum í gær að hann hefði "skapandi hugsun." Og nú segir hann að hann "haldi" að fyrirvararnir dugi. Það er ekki hægt að reiða sig á fullyrðingar Össurar hvað þá heldur trú hans.

Maður horfir í forundran upp á þennan skrípaleik ríkissjórnarinnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.8.2009 kl. 22:32

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er óhugur í mér, Össur vonar að fyrirvararnir dugi.    Hann (Össur) sér ekkert nema ESB og bitlingana sem hrjóta til hans og vina hans. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.8.2009 kl. 01:22

7 identicon

Félagi Össur er því miður ekki bara vindhanni, hann er kærulaus og stórhættulegur stjórnmálamaður. 

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 09:32

8 identicon

Össur er skrípamynd af stjórnmálamanni,eins og restin af þessari ömurlegu ríkisstjórn,hvenær ætla þau að skríða ofaní holurnar sem þau skriðu uppúr?

magnús steinar (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband