Hagsmunasamtök heimilanna enn einu sinni að vekja gleði mína

Fyrir utan augljósa ánægju mína með flest störf þingmannanna minna fjögurra á Alþingi, held ég að engir hópar hafi staðið sig með jafnmikilli prýði undanfarna mánuði og bæði Hagsmunasamtök heimilanna og Indefence hópurinn.

Þessir tveir hópar, sem eru samsettir einungis af sjálfboðaliðum, eru búnir að leggja á sig óhemju mikið til þess að halda þjóðinni upplýstri um málin og til þess að leggja fram tillögur að lausnum.

Það er í raun skömm að því hversu fáir taka þátt í þessu óeigingjarna starfa. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til þess að skrá sig í Hagsmunasamtökin og taka þátt.


mbl.is Ræða stöðu heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Já, InDefence virðist vera hópur skipaður einvala liði, einstaklega hæfum, vel yfir meðal greind, og með rétta menntun auk þess að vera með siðferðið í lagi.

HH er að undirbúa eina af fáu raunverulegu aðgerðunum sem gætu einhverju skilað heimilinum í landinu, þar er mikið lagt í ítarlegan undirbúning enda er athæfið lagalega flókið og erfitt í framkvæmd.

Baldvin Björgvinsson, 21.8.2009 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband