Þór Saari að standa sig afbragðs vel í Icesave baráttunni

Hér má heyra hans innlegg í umræðuna á Alþingi í morgun:
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090820T123800&horfa=1

Og svo má hér líka lesa um viðbrögð Lilju Mósesdóttur sem var afar ánægð með aðkomu Þórs að málinu augljóslega: http://www.visir.is/article/20090816/FRETTIR01/625128148/1053

Sjálfum langar mig að hrósa mínu fólki sérstaklega fyrir að ná saman lítilli grasrót inni á þingi til þess að vinna sameiginlega að fyrirvörunum. Vonandi að slík vinnubrögð, þvert á flokka, geti orðið frekar að venju heldur en undantekningu.


mbl.is „Tær snilld“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Mjög fínt hjá Þór ...eins og við var að búast.

Fékk samt hnút í hjartað þegar ég heyrði hann tala um "tæra snilld"... allt í lagi að hrósa fólki fyrir vel unninn störf EN.. maður notar ekki þetta orðasamband í sömu setningu og Pétur Blöndal og Tryggva Þór Herbertsson!

En án gríns...verulega fín aðkoma hjá Þór og ég vona svo sannarlega að það verði tryggt að fyrirvararnir komi til með að hafa tilætluð áhrif á samninginn

Heiða B. Heiðars, 20.8.2009 kl. 18:57

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já, tek undir með þér. Fannst ekki renna alveg silkimjúkt a.m.k. um eyrunn á mér þetta hrós   En batnandi mönnum á víst að vera best að lifa.

Pétur er svo sannarlega einn af helstu upphafsmönnum breytinganna á Sparisjóðunum til að mynda, en hann má líka eiga það að hann var einn sá fyrsti innan Sjálfstæðisflokks, sem að gekkst við því að þetta kerfi hefði verið rugl.

Baldvin Jónsson, 20.8.2009 kl. 19:43

3 identicon

Þór Saari, gerði það sem gera þarf áður en hann tilkynnir ykkur að hann hafi gengið til fylgis við sjálfstæðisflokkinn !

JR (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 00:01

4 identicon

Ég tek undir það að finnast ræða Þórs Saari mjög góð á Alþingi í dag. Það er manni augljóst að hann hefur skilað góðu starfi í fjárlaganefnd þegar viðkemur IceSave málinu.

Ætla þó ekki að taka undir þeim leiðum orðum um Pétur Blöndal. Það má saka hann um margt misgott og eflaust eru flestir honum ósammála um marga hluti en óheiðarlegur er hann ekki. Það er af nógu mörgum rotnum eplum í þingflokki sjallana - spara púðrið í raunverulegu skíthælana.

Guðgeir (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 01:55

5 Smámynd: Billi bilaði

Já, þetta er afar góð ræða.

Billi bilaði, 21.8.2009 kl. 12:23

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

JR: Þór heur kannski ekki verið þér að skapi hingað til, veit ekki með það. En ég hef verið afar ánægður með flest hans störf hingað til sem þingmaður Borgarahreyfingarinnar.

Ef Þór einhvern tímann hugsar sér til hreyfings þori ég að fullyrða að Sjálftökuflokkur Íslands yrði þar síðastur í röðinni. Þór spyr þá reglulega að því, þingmenn þeirra, hvernig þeir hafi í sér geð til að yfirleitt mæta til vinnu.

Guðgeir: Pétur sakaði ég ekki um óheiðarleika. Hann trúði staðfast á það sem að hann predikaði, svo sá hann að sér að virðist þegar að það kerfi hrundi.

Baldvin Jónsson, 21.8.2009 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband