Lagalegt gildi Fyrirvara við ríkisábyrgðinni í Icesave málinu einfaldlega VERÐUR að liggja skýrt fyrir áður en kosið er um ríkisábyrgðina

Verð að nýta þetta tækifæri til þess að hrósa þingmönnum þeim sem unnið hafa saman, þvert á flokkslínur, til þess að fyrirvararnir sem fyrir liggja mættu verða að veruleika. Þingmenn Borgarahreyfingarinnar spiluðu þar stórt hlutverk í því að koma á grasrótarstarfi með hópi fólks, inni á Alþingi, og þar með í því að skapa þessa fyrirvara sem vonandi geta verið þjóðinni öryggisventill við samningnum.

Verð þó líka að koma því hér á framfæri, að það er mín skoðun að þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, megi alls ekki skrifa upp á samþykki ríkisábyrgðinnar án þess að fyrir liggi staðfesting á því að þessi fyrirvarar hafi raunverulegt lagalegt gildi. Ef um er að ræða eftirvara, eins og Loftur Altice hefur til dæmis bent á hér í bloggheimum, hafa vararnir nákvæmlega ekkert gildi á samninginn og því á endanum aðeins fölsk öryggistilfinning til handa þjóðinni.

Lagalegt gildi fyrirvaranna á samninginn sem fyrir liggur verður að vera skýrt. Hvet ykkur öll þingmenn góðir, til þess að tryggja að lagalegt gildi þessa verði gaumgæft og rannsakað.

 

Finn mig einnig knúinn til þess að setja hér inn viðtal við Michael Hudson sem að mér barst í gegnum Facebook síðuna:

 Takið eftir að þessi YouTube tengill er aðeins númer 1 af 5. Hina 4 hlutana má finna með því að smella hér á YouTube tengilinn í myndbandinu.


mbl.is Viðbrögð Breta og Hollendinga rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála þér, það má aldrei samþykkja IceSlave þessir fyrirvarar skipta Bretana og Hollendingana engu máli.  Það þarf fyrst að fá öruggt mat á því að fyrirvararnir séu löglegir. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.8.2009 kl. 00:31

2 identicon

Já ég er algjörlega sammála það verður að liggja fyrir að fyrirvararnir verði teknir gildir fyrir þeim dómstólum sem um þá munu fjalla, aðeins þannig er hægt að samþykkja þessa fyrirfara annars gengur ekki að samþykkja þennan samning!

Svo má líka segja sem svo. First við erum komin með málið á þennan punkt, því ekki að endursemja frekar en að taka sénsin á því að þetta muni halda fyrir dómstólum?

Þorvaldur Geirsson (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband