Stjórnarsamstarfið hangir á bláþræði vegna andspyrnuhreyfingarinnar innan VG

Það er verulega jákvætt að vita til þess að innan Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs sé starfandi fólk sem fylgir eigin sannfæringu fyrir þjóðarhag, fram yfir flokkslínur. Ögmundur, Guðfríður Lilja og Lilja Mósesdóttir hafa hug og kjark til þess að taka afstöðu til málsins byggða á því hvað þau raunverulega telja best fyrir þjóðina alla, og því ætti að fagna sérstaklega en ekki ráðast að þeim fyrir vikið.

Í fréttum gærdagsins var stöðugt klifað á því að gangi ICESAVE frumvarpið ekki í gegn, sé það væntanlega endir stjórnarsamstarfsins. Aðspurð tekur Jóhanna Sigurðardóttir ekki þar af neinn efa, heldur bætir fremur í ef eitthvað er.

Það er mikið af fullyrðingum í umræðunni og margir stjórnarliðar demba stöðugt yfir okkur, ásamt Indriða H. Þorlákssyni, staðhæfingum um hitt og þetta sem gæti gerst ef ICESAVE málið fari ekki í gegnum þingið. Flestum þeim fullyrðingum er afar ágætlega svarað á bloggi Frosta Sigurjónssonar frá 8. ágúst síðastliðnum, og ég mæli eindregið með því að allir taki sér tíma til þess að lesa færsluna yfir.

Hana á finna hér: http://vidhorf.blog.is/blog/vidhorf/entry/927248/ 


mbl.is Stjórnarsamstarf undir Ögmundi komið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eimitt.. fólki sem sýnir og sannar þá kenningu Sjálfstæðismanna að vinstri menn geti ekki unnið saman og ríkisstjórn þannig samasett endist stutt og illa...

Jón Ingi Cæsarsson, 11.8.2009 kl. 08:05

2 Smámynd: Haraldur Hansson

IceSave snýst um framtíð þjóðarinnar. Hvað sem mönnum kann að finnast um samninginn má afgreiðsla hans á Alþingi ekki breytast í atkvæðagreiðslu um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

Því miður sýnist mér stefna í það og á forsíðu Fréttablaðsins í dag er málið lagt þannig upp. 

Haraldur Hansson, 11.8.2009 kl. 09:23

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það eina sem gerist ef þessum nauðasamningi verður hafnað er að þá skapast næði til þess að leysa málefni innstæðutryggingasjóðs lögum samkvæmt og án afskipta ríkisvaldsins. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun en ekki ríkisstofnun og þarf að fá vinnufrið til að geta sinnt skyldum sínum.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.8.2009 kl. 09:26

4 identicon

Það er einkennileg árátta að álíta að þeir sem eru ósammála manni geti ekki haft sannfæringu. Hvers vegna ætti SJS að stefna pólitískri framtíð sinni í voða með því að berjast af hörku fyrir þessu máli? Og hvers vegna ættu menn frekar að trúa einhverjum Frosta Sigurjónssyni, með allri virðingu fyrir honum, en Indriða H. Þorlákssyni? Það hljómar oft á þessum bloggum að menn geti aðeins verið þeirrar skoðunar að greiða þurfi fyrir Icesave af því að þeir hafi einhverra annarlegra hagsmuna að gæta, þótt erfitt sé að benda á þá. Staðreyndin í þessu máli er aftur á móti sú að meirihluti landsmanna vill ekkert með Icesave gera -- vill enga fyrirvara eða nýja samninga, vill einfaldlega ekki borga krónu. Á þingi snúast umræður aftur á móti um allt annað, þ.e. að setja e-a fyrirvara eða ganga til nýrra samninga (þ.e. fella þetta samkomulag en gera nýtt). Þar er ekki verið að ræða um að Icesave komi okkur ekki við -- meira að segja Þór Saari er löngu hættur að halda því fram. Og ef við hugsum um það aðeins frekar, hverju munu nýir samningar skila? Langlíkegast er að þeir muni ekki skila neinu, því að Hollendingar og Bretar töldu sig vera búna að ganga eins langt og þeir komust. En gefum okkur að hægt verði að gera betri samninga, heldur einhver virkilega að þeir muni skila verulegri breytingu? Og hverri þá? Annaðhvort borgum við Icesave eða ekki. Málið hefur einfaldlega snúist upp í pólitískan hráskinnaleik. Það getur vel verið að hluti VG sé sannfærður um að við þurfum ekki að gera Icesave samning og einstaka íhaldsmaður (eins og DO), en yfirgnæfandi meirihluti þingmanna er greinilega ekki þess sinnis. Þeir eru bara að spila á andstöðu almennings (sem virðist vera sammála Ögmundi og Davíð um að við þurfum ekkert á alþjóðasamfélaginu að halda) til að fella stjórnina og komast sjálfir að. Til þess hafa þeir fullt leyfi, en plís ekki kalla það sannfæringu!

Gunnar (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 09:26

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er bara Samfylkingin sem er að ógna þessu samstarfi með hótun um stjórnarslitum. Ég hef ekki heyrt neinn fulltrúa VG talal fyrir því að slíta samstarfinu hvað sem verður um Icesave. Meira að segja Steingrímur hefur frekar talað á þann veg að hann færi þá frekar frá en að hætta samstarfinu. En ætli það sé ekki íhaldið sem heilli kratanna eins og venjulega.

Héðinn Björnsson, 11.8.2009 kl. 09:49

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er hugsjónafólk, sem maður ber virðingu fyrir en ég hef fulla trú á Ásmundi bónda

Sigurður Þórðarson, 11.8.2009 kl. 09:58

7 identicon

Mikið innilega er ég sammála Gunnari (09:26), bara engu við það að bæta. 

Nema að benda á aðra grein sem held líka áhugavert fyrir sem flesta að lesa, þ.m.t. þingmenn Borgarahreyfingarinnar sem vilja sennilega ekki vera peð í pólítík "stóru strákana"

http://bubot.blog.is/blog/bubot/entry/928063/

ASE (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 09:58

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gunnar, það er misskilningur að ekki eigi að borga innstæðueigendum skaðabætur, því innstæðutryggingasjóður er skyldugur til þess að því marki sem það er hægt. Málið snýst ekki um það heldur hver eigi að borga, því innstæðutryggingasjóður er ekki ríkið heldur er hann sjálfseignarstofnun. Það sem liggur fyrir Alþingi er hvort ríkið eigi að skrifa upp á ábyrgð fyrir greiðslunni, sem það má hinsvegar ekki gera skv. tilskipun 94/19/EB. Í mínum huga er sjálfsagt að ríkið geri það sem hægt er til að liðka fyrir uppgjöri tryggingsjóðsins við breska og hollenska innstæðueigendur, en lagalega ber hinsvegar ríkissjóður Íslands enga ábyrgð á þessu máli og getur aldrei orðið aðili að því nema þingmenn fremji það afbrot að samþykkja ríkisábyrgð að kröfu Breta og Hollendinga.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.8.2009 kl. 10:12

9 identicon

Guðmundur, sú leið sem þú ert að tala um er hin sama og segja að við borgum ekki neitt, því að innistæðutryggingasjóðurinn ætti jú einnig að greiða lágmark innistæðna á Íslandi og þá yrði sjálfsagt ekki mikið til skiptana. Mín skoðun er sú að sú túlkun sé út í hött, Bretum, Hollendingum, Norðmönnum, AGS, etc. finnst það út í hött, en látum það vera, ef það er vilji þingsins þá er eins gott að sá vilji komi bara fram og mynduð verði ríkisstjórn þeirra sem þannig þenkja. En vandinn er sá að það er alls ekki stefna stjórnarandstöðunnar heldur vill hún semja upp á nýtt eða setja strangari fyrirvara við samninginn. Það er allt annað en það sem þú segir og flestir þeir bloggarar sem hæst hafa um svik, landráð, gunguskap, etc. 

Gunnar (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 12:09

10 identicon

Nú er allt efnahagslíf okkar í frosti og verður það áfram á meðan umheimurinn er ekki sáttur við okkur. Hver vika í þessari bið kostar þjóðfélagið marga miljarða. ICESAVE málið er sennilega stærsti þröskuldurinn í þessu máli. Steingrímur gerð stór mistök að hafa ekki stjórnarandstöðuna með í ráðum við skipan manna í ICESAVE nefndina. Að vísu hefði niðurstaðan sennilega ekkert orðið betri. En lýðskrumararnir í stjórnarandstöðunni hefðu þá allavega ekki látið eins og þeir gera. Nokkrir þingmenn VG hafa látið stjórnast af popúlisma og verið mærðir af íhaldi og framsókn fyrir bragðið. Hvernig skyldi vinstri mönnum líða, sem verða að hetjum hjá íhaldi? 

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 12:22

11 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég vil fá Sjálfstæðisflokkinn til valda. 1) þeir geta einir samið fyrir íslands hönd. Til þess höfum við Bjarna Benediktsson í forystu. 2) bara þeir geta dregið til baka umsókn um ESB og leyft þjóðinni að kjósa um það 3svar 3) þeir munu fá réttar og eðlilegar niðurstöður úr rannsóknum á hruninu. 4) bara þeir hafa kjark til að reka Evu Joly úr landinu. 5) Ég vil að Davíð Odddson fái uppreisn æru.

Gísli Ingvarsson, 11.8.2009 kl. 14:40

12 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Flottur... Gísli... eimitt.. N1 jakkalakkinn er eimitt sá trausti Ken Barbie sem þarf til að leysa erfið mál... og svo skaðar ekki að hafa Kögunarerfingjan með sér ...

Jón Ingi Cæsarsson, 11.8.2009 kl. 14:52

13 Smámynd: Ómar Ingi

Hressandi leysa af viti hér sem endranær

Ómar Ingi, 11.8.2009 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband