Það er verulega jákvætt að vita til þess að innan Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs sé starfandi fólk sem fylgir eigin sannfæringu fyrir þjóðarhag, fram yfir flokkslínur. Ögmundur, Guðfríður Lilja og Lilja Mósesdóttir hafa hug og kjark til þess að taka afstöðu til málsins byggða á því hvað þau raunverulega telja best fyrir þjóðina alla, og því ætti að fagna sérstaklega en ekki ráðast að þeim fyrir vikið.
Í fréttum gærdagsins var stöðugt klifað á því að gangi ICESAVE frumvarpið ekki í gegn, sé það væntanlega endir stjórnarsamstarfsins. Aðspurð tekur Jóhanna Sigurðardóttir ekki þar af neinn efa, heldur bætir fremur í ef eitthvað er.
Það er mikið af fullyrðingum í umræðunni og margir stjórnarliðar demba stöðugt yfir okkur, ásamt Indriða H. Þorlákssyni, staðhæfingum um hitt og þetta sem gæti gerst ef ICESAVE málið fari ekki í gegnum þingið. Flestum þeim fullyrðingum er afar ágætlega svarað á bloggi Frosta Sigurjónssonar frá 8. ágúst síðastliðnum, og ég mæli eindregið með því að allir taki sér tíma til þess að lesa færsluna yfir.
Hana á finna hér: http://vidhorf.blog.is/blog/vidhorf/entry/927248/
Stjórnarsamstarf undir Ögmundi komið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
340 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 358727
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Eimitt.. fólki sem sýnir og sannar þá kenningu Sjálfstæðismanna að vinstri menn geti ekki unnið saman og ríkisstjórn þannig samasett endist stutt og illa...
Jón Ingi Cæsarsson, 11.8.2009 kl. 08:05
IceSave snýst um framtíð þjóðarinnar. Hvað sem mönnum kann að finnast um samninginn má afgreiðsla hans á Alþingi ekki breytast í atkvæðagreiðslu um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
Því miður sýnist mér stefna í það og á forsíðu Fréttablaðsins í dag er málið lagt þannig upp.
Haraldur Hansson, 11.8.2009 kl. 09:23
Það eina sem gerist ef þessum nauðasamningi verður hafnað er að þá skapast næði til þess að leysa málefni innstæðutryggingasjóðs lögum samkvæmt og án afskipta ríkisvaldsins. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun en ekki ríkisstofnun og þarf að fá vinnufrið til að geta sinnt skyldum sínum.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.8.2009 kl. 09:26
Það er einkennileg árátta að álíta að þeir sem eru ósammála manni geti ekki haft sannfæringu. Hvers vegna ætti SJS að stefna pólitískri framtíð sinni í voða með því að berjast af hörku fyrir þessu máli? Og hvers vegna ættu menn frekar að trúa einhverjum Frosta Sigurjónssyni, með allri virðingu fyrir honum, en Indriða H. Þorlákssyni? Það hljómar oft á þessum bloggum að menn geti aðeins verið þeirrar skoðunar að greiða þurfi fyrir Icesave af því að þeir hafi einhverra annarlegra hagsmuna að gæta, þótt erfitt sé að benda á þá. Staðreyndin í þessu máli er aftur á móti sú að meirihluti landsmanna vill ekkert með Icesave gera -- vill enga fyrirvara eða nýja samninga, vill einfaldlega ekki borga krónu. Á þingi snúast umræður aftur á móti um allt annað, þ.e. að setja e-a fyrirvara eða ganga til nýrra samninga (þ.e. fella þetta samkomulag en gera nýtt). Þar er ekki verið að ræða um að Icesave komi okkur ekki við -- meira að segja Þór Saari er löngu hættur að halda því fram. Og ef við hugsum um það aðeins frekar, hverju munu nýir samningar skila? Langlíkegast er að þeir muni ekki skila neinu, því að Hollendingar og Bretar töldu sig vera búna að ganga eins langt og þeir komust. En gefum okkur að hægt verði að gera betri samninga, heldur einhver virkilega að þeir muni skila verulegri breytingu? Og hverri þá? Annaðhvort borgum við Icesave eða ekki. Málið hefur einfaldlega snúist upp í pólitískan hráskinnaleik. Það getur vel verið að hluti VG sé sannfærður um að við þurfum ekki að gera Icesave samning og einstaka íhaldsmaður (eins og DO), en yfirgnæfandi meirihluti þingmanna er greinilega ekki þess sinnis. Þeir eru bara að spila á andstöðu almennings (sem virðist vera sammála Ögmundi og Davíð um að við þurfum ekkert á alþjóðasamfélaginu að halda) til að fella stjórnina og komast sjálfir að. Til þess hafa þeir fullt leyfi, en plís ekki kalla það sannfæringu!
Gunnar (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 09:26
Það er bara Samfylkingin sem er að ógna þessu samstarfi með hótun um stjórnarslitum. Ég hef ekki heyrt neinn fulltrúa VG talal fyrir því að slíta samstarfinu hvað sem verður um Icesave. Meira að segja Steingrímur hefur frekar talað á þann veg að hann færi þá frekar frá en að hætta samstarfinu. En ætli það sé ekki íhaldið sem heilli kratanna eins og venjulega.
Héðinn Björnsson, 11.8.2009 kl. 09:49
Þetta er hugsjónafólk, sem maður ber virðingu fyrir en ég hef fulla trú á Ásmundi bónda
Sigurður Þórðarson, 11.8.2009 kl. 09:58
Mikið innilega er ég sammála Gunnari (09:26), bara engu við það að bæta.
Nema að benda á aðra grein sem held líka áhugavert fyrir sem flesta að lesa, þ.m.t. þingmenn Borgarahreyfingarinnar sem vilja sennilega ekki vera peð í pólítík "stóru strákana"
http://bubot.blog.is/blog/bubot/entry/928063/
ASE (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 09:58
Gunnar, það er misskilningur að ekki eigi að borga innstæðueigendum skaðabætur, því innstæðutryggingasjóður er skyldugur til þess að því marki sem það er hægt. Málið snýst ekki um það heldur hver eigi að borga, því innstæðutryggingasjóður er ekki ríkið heldur er hann sjálfseignarstofnun. Það sem liggur fyrir Alþingi er hvort ríkið eigi að skrifa upp á ábyrgð fyrir greiðslunni, sem það má hinsvegar ekki gera skv. tilskipun 94/19/EB. Í mínum huga er sjálfsagt að ríkið geri það sem hægt er til að liðka fyrir uppgjöri tryggingsjóðsins við breska og hollenska innstæðueigendur, en lagalega ber hinsvegar ríkissjóður Íslands enga ábyrgð á þessu máli og getur aldrei orðið aðili að því nema þingmenn fremji það afbrot að samþykkja ríkisábyrgð að kröfu Breta og Hollendinga.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.8.2009 kl. 10:12
Guðmundur, sú leið sem þú ert að tala um er hin sama og segja að við borgum ekki neitt, því að innistæðutryggingasjóðurinn ætti jú einnig að greiða lágmark innistæðna á Íslandi og þá yrði sjálfsagt ekki mikið til skiptana. Mín skoðun er sú að sú túlkun sé út í hött, Bretum, Hollendingum, Norðmönnum, AGS, etc. finnst það út í hött, en látum það vera, ef það er vilji þingsins þá er eins gott að sá vilji komi bara fram og mynduð verði ríkisstjórn þeirra sem þannig þenkja. En vandinn er sá að það er alls ekki stefna stjórnarandstöðunnar heldur vill hún semja upp á nýtt eða setja strangari fyrirvara við samninginn. Það er allt annað en það sem þú segir og flestir þeir bloggarar sem hæst hafa um svik, landráð, gunguskap, etc.
Gunnar (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 12:09
Nú er allt efnahagslíf okkar í frosti og verður það áfram á meðan umheimurinn er ekki sáttur við okkur. Hver vika í þessari bið kostar þjóðfélagið marga miljarða. ICESAVE málið er sennilega stærsti þröskuldurinn í þessu máli. Steingrímur gerð stór mistök að hafa ekki stjórnarandstöðuna með í ráðum við skipan manna í ICESAVE nefndina. Að vísu hefði niðurstaðan sennilega ekkert orðið betri. En lýðskrumararnir í stjórnarandstöðunni hefðu þá allavega ekki látið eins og þeir gera. Nokkrir þingmenn VG hafa látið stjórnast af popúlisma og verið mærðir af íhaldi og framsókn fyrir bragðið. Hvernig skyldi vinstri mönnum líða, sem verða að hetjum hjá íhaldi?
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 12:22
Ég vil fá Sjálfstæðisflokkinn til valda. 1) þeir geta einir samið fyrir íslands hönd. Til þess höfum við Bjarna Benediktsson í forystu. 2) bara þeir geta dregið til baka umsókn um ESB og leyft þjóðinni að kjósa um það 3svar 3) þeir munu fá réttar og eðlilegar niðurstöður úr rannsóknum á hruninu. 4) bara þeir hafa kjark til að reka Evu Joly úr landinu. 5) Ég vil að Davíð Odddson fái uppreisn æru.
Gísli Ingvarsson, 11.8.2009 kl. 14:40
Flottur... Gísli... eimitt.. N1 jakkalakkinn er eimitt sá trausti Ken Barbie sem þarf til að leysa erfið mál... og svo skaðar ekki að hafa Kögunarerfingjan með sér ...
Jón Ingi Cæsarsson, 11.8.2009 kl. 14:52
Hressandi leysa af viti hér sem endranær
Ómar Ingi, 11.8.2009 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.