HVET ALLA SEM MÖGULEGA GETA TIL ÞESS AÐ FLYTJA VIÐSKIPTI SÍN FRÁ KAUPÞING - FÁI ÞEIR LÖGBANNSBEIÐNINA SAMÞYKKTA

Þetta er ömurleg tilraun fjárglæframanna til þess að fela "blóði" drifna slóð sína. Þjóðin á rétt á því að þessar upplýsingar berist sem víðast, upplýsingar sem sýna okkur svart á hvítu hvert viðskiptasiðferði þessara manna er.

Ert þú tilbúin/n til þess að taka á þig verulega aukna skattbyrði til þess að standa undir skuldum þessa fólks?

Endilega dreifið þessum hlekk sem víðast. Við verðum að halda upplýsingunum lifandi, svona ef ske kynni að dómskerfið stórgallaða hér heima falli í þá gryfju að samþykkja lögbannið.

http://www.wikileaks.com/wiki/Financial_collapse:_Confidential_exposure_analysis_of_205_companies_each_owing_above_EUR45M_to_Icelandic_bank_Kaupthing,_26_Sep_2008

 

 


mbl.is Kaupþing fer fram á lögbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta eru drullusokkar, samvaldir Baldvin um það þarf ekki að deila. Og það getum við séð að það er engin von til að neitt komi frá þessum skilanefnda-lögfræðingahjörðum nema stuðningur við skepnuskapinn, enda hangir hjörðin öll einhvernveginn saman í skítnum og þar bakka allir hvern annan upp.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 1.8.2009 kl. 18:43

2 identicon

Sæll Baldvin.

Hjartanlega sammála þér.

Nú fóru menn yfir strikið ! 1.544.milljarðar á 10 aðila.

þetta er brjálæði, brjálæðinganna, það er á tæru (GLÆRU).

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 18:44

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Nú þegar eru þúsundir netverja búnir að vista hjá sér þessi gögn, þar á meðal ég svo að fá lögbann á síðuna er hlægileg tilraun hjá þeim til reyna að hylja svikamylluna og allt í nafni bankaleyndar. Ég er búinn að dreifa þessum tengli víða og held því áfram.

Sævar Einarsson, 1.8.2009 kl. 18:47

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

lögbannið er orðið staðreynd.

Óskar Þorkelsson, 1.8.2009 kl. 19:11

5 identicon

Flytja viðskiptin sín frá KÞ, gott og vel. En hvert?

Vonandi verður sambærilegum gögnum lekið frá Glitni og LB, en hver er svo bjartsýnn og einfaldur að halda eitt augnablik að þeir séu eitthvað skárri en KÞ?

Spyr því aftur, hvert á almenningur að flytja viðskiptin sín?

sr (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 19:13

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það fyndna við .þetta lögbann er að það nær einungis til ríkisútvarpsins.. allir aðrir geta fjallað um það !!  how stupid is that ?

Óskar Þorkelsson, 1.8.2009 kl. 19:17

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hef engin viðskipti við Kaupþing en beilaði dóttur mína úr viðskiptum við þá með því að borga upp það sem hún skuldaði þeim fyrir tveim árum síðan. Sagði þá við útibússtjórann að ég vildi ekki að börnin mín skiptu við glæpafyrirtæki.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.8.2009 kl. 19:22

8 identicon

Löngu búinn. Þetta hefði verið dropinn sem fyllti mælinn hjá mér, ef auglýsingarnar með John Cleese hefðu ekki verið nóg. Þær voru reyndar einskonar löngutöng framan í þjóðina, á sínum tíma. Hverskonar banki gerir út á lúkkið? Glæpafyrirtæki, eins og Jakobína nefnir það.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 19:43

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sr: Það er sparisjóður norður í landi til dæmis sem tók ekki þátt í rányrkjunni, bara svona til að nefna dæmi.

Já Óskar, bráðmerkilegt að setja lögbann á eina fréttastofu.

Baldvin Jónsson, 1.8.2009 kl. 20:40

10 identicon

Ég er búinn að vera í viðskiptum við Kaupþing síðustu 2 ár,EN NÚNA ER MÉR OFBOÐIÐ,ég er búinn að millifæra allt mitt í annan banka,og á þriðjudaginn fer ég í þennan heilvítis óþverra banka og segi upp öllu mínu skila debitkortinu,kreditkortinu og segi upp greiðsluþjónustunni og öllum mínum viðskiptum við þennan banka,það bullsíður á mér ég er brjálaður mér dauðlangar mest að fara og kveikja í þessum siðspilta banka,ég skora á alla sem eru í viðskiptum við kaupþing að færa sig um banka,við getum ekki látið bjóða okkur þetta lengur.

Guðbjörn Friðbjörnsson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 21:46

11 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nú er kominn tími áhlaupa, nú er ekki annað að gera en að gera áhlaup á bankann og taka allt út sem hægt er að taka út og snúa baki í þessa banka Lansbúnaðarútvegs eða hvað þeir heita og snúa okkur að sparisjóðunum.

Við erum bara svo vanaföst að þetta verður ekki gert.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 1.8.2009 kl. 21:55

12 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hef bara aldrei verið þar í viðskiptum og heldur ekki við innlánsdeild í Kaupfélaginu íminni heimabyggð. Ykkur finnst kanski skrítið að hafa þá tvo aðila í sömu setningunni, en málið er að þarna er og var mjög sterk tenging á milli. Hún er trúlega ekki eins augljós nú og fyrir nokkrum árum, en samt örugglega til ennþá. Allt þetta er svo innmúrað hjá Framsókn.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.8.2009 kl. 21:58

13 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Ég er löngu hættur viðskiptum við þennan banka. Ég fór burt með mín viðskipti þegar þeir afskrifuðu ábyrgðir yfirmanna af kúlulánum í vetur.

Baldvin Björgvinsson, 1.8.2009 kl. 22:25

14 identicon

Já úr Kaupþingi og í sparisjóð. Er að reyna að gera upp við mig hvaða banki er með minnsta ruglið.

Einhverjar hugmyndir?

og gleymið ekki að likna

http://wikileaks.org/wiki/Financial_collapse:_Confidential_exposure_analysis_of_205_companies_each_owing_above_%E2%82%AC45M_to_Icelandic_bank_Kaupthing%2C_26_Sep_2008

Jón (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 23:23

15 Smámynd: Sigurjón

Sælir.

Ég tók mig til nú snemma í vor og flutti mína peninga í burtu úr KÞ og stofnaði sparibók hjá s24.  Þar eru beztu vextirnir og að ég held minnsta hættan á að eigendur stundi svona svínarí eins og viðgekkst í Kappaflingfling.

Góðar stundir.

Sigurjón, 1.8.2009 kl. 23:43

16 identicon

Var þvingaður í þennann fjárans banka eftir að SPRON gaf upp öndina.  Býð spenntur eftir þriðjudeginum til að geta lokað öllum mínum viðskiptum við Kaupþing...

Sigurður Ásgeirsson (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 23:46

17 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Til fróðleiks fyrir þá sem vilja koma á framfæri mótmælum með beinum hætti þá eru hérna upplýsingar um viðkomandi tengiliði:

Koma svo... setja póstþjónana þeirra á hliðina! (ekki gleyma viðhenginu)

Guðmundur Ásgeirsson, 2.8.2009 kl. 00:26

18 identicon

hvert á að flytja viðskiptin, hvaða banki er góður, var flutt úr spron í kaupþing, er þetta ekki allt eins, ef á að gera áhlaup á kaupþing hvað þá?

lendir þáekki bara meira á ríkinu?

valgerður andrésdóttir (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 01:20

19 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

http://tinyurl.com/kmltur    Hérna er styttri útgáfa að bankahruns hlekknum.  Ég vona að umræddur hlekkur virki :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.8.2009 kl. 02:46

20 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Var að skoða hann Jóna Kolbrún,hann virkar. Það er víst ekki hægt að öskra hérna,en þá bara eitthvað sem rímar t.d. blöskra.

Helga Kristjánsdóttir, 2.8.2009 kl. 03:26

21 Smámynd: Pétur Hans R Sigurðsson

Davið reindi einu sinni, og hvað gerðist?

Eigendurnir settu fjölmiðlana sína í málið.

Þjóðin hló og ekkert gerðist

Að öðru leiti er ég sammála þér Baldvin

Pétur Hans R Sigurðsson, 2.8.2009 kl. 09:40

22 Smámynd: Billi bilaði

Ég fór um leið og Davíð - eina skiptið sem ég hef stutt hann.

Billi bilaði, 2.8.2009 kl. 09:44

23 Smámynd: AK-72

Mæli ekki með að fara yfir í Landsbankann. Hef góðan grun um að þegar það byrjar almennilega að opnast lekinn þar, þá verði það mun verra en hjá Kaupþingi.

AK-72, 2.8.2009 kl. 10:49

25 Smámynd: Sævar Einarsson

Sævar Einarsson, 3.8.2009 kl. 05:10

26 Smámynd: Ómar Ingi

Enginn þingmanna mætti

Enginn fjögurra þingmanna Borgarahreyfingarinnar mættu á almennan félagsfund sem boðað hafði verið til í Hafnarhúsinu í kvöld. Til fundarins var boðað með skömmum fyrirvara til þess að ræða þá stöðu sem upp er komin í þingflokki hreyfingarinnar.

Ómar Ingi, 6.8.2009 kl. 22:52

27 Smámynd: Sigurjón

Hmmm... furðulegt.

Sigurjón, 7.8.2009 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband