Enn eitt RISA BANKARÁNIÐ í uppsiglingu

Já nú munu eflaust stíga fram einstaklingar og saka mig um hræðsluáróður. Það virðist algengt orðið hjá ráðþrota fólki um allt samfélagið. Fólki sem kaus og vill verja þá ákvörðun sína (hver sem hún var) í fulla hnefana.

En nú stefnir í enn eitt bankaránið segi ég. Nú hefur verið tilkynnt, samkvæmt forsíðufrétt Morgunblaðsins einhvern tímann í síðustu viku um skilanefndirnar, að nýju bankarnir muni taka yfir eignasöfn gömlu bankanna á bókfærðu virðu þeirra. Á skráðu gengi sem er væntanlega gríðarlega yfirskráð og má ætla að raunvirði krafna erlendra kröfuhafa sé ekki nema vel innan við 50% af skráðu virði þeirra.

Hér á sem sagt að hlífa erlendum kröfuhöfum við tapinu og rukka íslenskan almenning í staðinn. Glæsilegt?

Mér er spurn hvort að þetta sé enn einn rándýr aðgöngumiðinn að ESB borðinu?


mbl.is Steingrímur í beinni á CNBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Baldvin ekki mála skrattann á vegginn   Þetta er bara partur af sölu okkar auðlinda til erlendra aðila, og bara byrjunin. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.7.2009 kl. 02:03

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Rétt Baldvin og bókstaflega með ólíkindum að hlýða á menn við það að púkka upp á fjármálaumhverfi þjóðarinnar eins og það var fyrir hrun, og þjóðin á að borga.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.7.2009 kl. 02:14

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

spurning hvort er betra að reyna að selja bankana „á almennum markaði“ fyrir cash, líklega á undirverði, eða að þeir sem eigi kröfur í líkin fái að hirða þau.

óþarfi að vera með samsæriskenningar. tel þetta ekki verri lausn og líklega skárri. viljum við kannski selja bankana aftur á útsölu og fá ekki einu sinni greitt fyrir?

Brjánn Guðjónsson, 21.7.2009 kl. 02:42

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já þetta er ÓGEÐSLEGT.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.7.2009 kl. 03:11

5 identicon

Góðan daginn,

Ég er ekki sátt við að enn sé í skilanefnd - einstaklingur sem fékk 416 millur í kúlulán hjá Kaupþing - sem búið er að fella niður....... þetta finnst mér vera hagsmunaárekstur.......

ella (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 08:21

6 identicon

Gangið þér heill til skógar!  Í alvöru?

Glitnir tekur lán í útlöndum og þegar Glitnir getur ekki borgað....  Er ekki augljóst að lánveitandin gangi að veðum sínum eða bankanum sjálfum?

Hvernig er þetta bankarán?  Er þetta ekki ofur-eðlilegt? Prófaðu að snúa dæminu við.  Hugsaðu sem svo:  Hvernig myndu Íslendingar bregðast við ef að þeir væru í hinum sporunum?  Hvað með hluthafa erlendu bankanna?  Eru þeir ómerkilegri en íslenskir hluthafar?

 Það er komið nóg af tortryggni og heimsendaspám.  Þú ættir að hafa það í huga næst þegar þú þrykkir á hnappaborðið.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 10:01

7 identicon

Sammála þér Teitur. Það er hreint með ólíkindum hvernig misvitrir bloggarar eru oft fljótir að túlka hina ýmsu hluti um bankahrunið (og ávallt neikvætt). Það er eins og menn séu búnir að gleyma að þetta var nú einn og sami bankinn og kröfuhafar eiga í raun bankann hvort sem er.

Fyrir mér er þetta en ein jákvæða fréttin um t.d. Kaupþing og Glitni. Nú er það komið í ljós að ríkið þarf ekki að leggja neitt til vegna innlána Kaupþings og Glitnir í gegnum Kaupthing Edge og Save&Save. Með þessari frétt skýrist það svo að ríkið þarf ekki að hlaupa undir bagga og dæla inn miklu eigið fé í rekstur þessara banka. Sagan er því miður önnur með Landsbankann í báðum tilfellum. Þar er stóri skaðinn í þjóðfélaginu.

Það er sorglegra fyrir Baldvin sjálfan að hann situr í stjórn stjórnmálaflokks sem situr á Alþingi og þekkingin ekki meiri en þessi.

GUÐ BLESSI ÍSLAND

Ólafur Jónsson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 10:48

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Guð blessi Teit og Ólaf og þökk sé þeim fyrir  þeirra framlag mun verða framlag þrælsins. 

Nema að þeir séu í sama liði endurskoðendurnir sem nú sitja í skilanefndunum sem eru sömu endurskoðendurnir og kvittuðu upp á heilbrygði "gömlu bankanna" á sínum tíma og þáðu þar kúlulánin.

Magnús Sigurðsson, 21.7.2009 kl. 12:11

9 Smámynd: Arnar Guðmundsson

GLÆBAMENN 1

Arnar Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 20:31

10 Smámynd: Baldvin Jónsson

Takk fyrir innlitið, sérstaklega þið hrokabelgirnir Teitur og Ólafur. Alltaf gaman að sjá hressilegar yfirlýsingar um manns eigið ágæti.

Fyrir mér er þetta að stefna í enn eitt bankarán, sama hvernig þið kjósið að túlka það.

Teitur þú nefnir erlendar lántökur Glitnis máli þínu til stuðnings. Snúum dæminu við um stund.

Þú ert erlendur banki og lánar til á almennan mælikvarða frekar litlu fyrirtæki á lítilli eyju einhversstaðar í heiminum. Fyrirtækið fer á hausinn og ljóst er að það getur ekki staðið við skuldbindingar sínar. ALLIR kröfuhafar gera sér þar með grein fyrir því að þeir munu væntanlega ekki fá allar sínar kröfur greiddar, það er einfaldlega eðli málsins þegar um þrot er að ræða.

Skilanefndum ber þá að finna út hvert er raunverulegt virði eigna og gera kröfuhöfum tilboð um endurgreiðslu á einhverju hlufalli skuldanna í samræmi við ætlað virði eignanna.

Nú horfir hins vegar allt öðruvísi við og á því byggi ég túlkun mína og sakna þess að þið skuluð ekki skilja þann hluta.

Það horfir nefnilega þannig við að skilanefndirnar lofa erlendum kröfuhöfum því að þeir muni EKKI tapa á því að hafa lánað rekstri sem fór í þrot. Þeir eru að stilla málinu þannig upp að íslenska þjóðin ætli bara að taka á sig mismuninn.

Hvernig stendur á því að þið eruð svo sáttir við það?

Baldvin Jónsson, 21.7.2009 kl. 20:47

11 identicon

"Það horfir nefnilega þannig við að skilanefndirnar lofa erlendum kröfuhöfum því að þeir muni EKKI tapa á því að hafa lánað rekstri sem fór í þrot."

Nei.

 "Þeir eru að stilla málinu þannig upp að íslenska þjóðin ætli bara að taka á sig mismuninn."

Nei.

Hvernig er hægt að misskilja þetta svona??

Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 18:06

12 Smámynd: Baldvin Jónsson

Áttu einhver rök fyrir máli þínu Björn Friðgeir eða "finnst" þér þetta bara?

Hvernig er hægt að skilja það öðruvísi að þjóðinni er ætlað að taka á sig skuldbindingar gömlu bankanna á bókfærðu virði?

Baldvin Jónsson, 22.7.2009 kl. 19:30

13 identicon

svo við tölum bara um KÞ og Glitni/Íslandsbanka, þá tekur þjóðin ekkert á sig ef plön ganga eftir, enda mun þá ríkið fá endurgreitt allt framlag til Íslandsbanka og 87% af framlagi til KÞ, óháð mati (eftir því sem ég sé, möguleiki þó að þetta sé þannig að eigið fé sé endurmetið þegar kröfuhafar kaupa það til baka af ríkinu, veit það ekki, býst ekki við því og er viss um að þú ert ekki að vísa til þess)

Hvað Landsbanka varðar virðist sem ríkið þurfi að taka hann yfir.

Það er síðan ekki mat á virði krafna kröfuhafa sem skipta máli þegar verið er að meta inn í nýju bankana, heldur mat á eignum og skuldum sem teknar eru yfir. Hvað varðar ÍSB og KÞ þá skiptir þetta mat engu máli fyrir ríkið, það verða kröfuhafar sem þurfa að greiða inn í nýju bankana eigið fé og því í þeirra hag að það sé metið sem réttast.

Hvað Landsbankann varðar gætir þú verið að meina að erlendar skuldir íslenskra viðskiptavina sem nýi bankinn tekur yfir (og eru því eignir hans) séu stórlega ofmetnar þar sem afskrifa þurfi stóran hluta þeirra. Það er vissulega möguleiki. Hvað gengið varðar (geri ráð fyrir þú sért að meina gjaldmiðlagengi) má alveg eins færa rök fyrir því að krónan sé of sterkt skráð (myndi veikjast verulega ef höft væru afnumin) eins og að hún sé of veikt skráð (myndi styrkjast verulega ef allir útflytjendur breyttu gjaldeyri í krónur). Ég tek ekki afstöðu til þess hér.

Þú segir sjálfur "Skilanefndum ber þá að finna út hvert er raunverulegt virði eigna og gera kröfuhöfum tilboð um endurgreiðslu á einhverju hlufalli skuldanna í samræmi við ætlað virði eignanna." Það er nákvæmlega það sem er verið að gera, bókfært virði er ætlað virði.

Bókfært verð í þessu öllu er ekki bókfært verð eins og það var 4. október, heldur byggt á matinu sem klárað var í vor og ætti að vera (en er það ekkert endilega) sem næst raunverulegu mati. 'Bókfært verð' er ekki samheiti fyrir rangt verð.

Eftir stendur að greinin er illa skrifuð upphrópun án rökstuðnings og þær setningar tvær úr kommentinu þínu sem ég tók út og sagði 'nei' við, stendur. Kröfuhafar allra bankana munu tapa stórfé og eru ekki að fá einhverjar gjafir frá íslenska ríkinu. Það er hins vegar ljóst að ekki kemur til út frá þessu það sem velt var uppi sem möguleika að með því að ríkið keypti nýju bankana þá gæti ríkið síðan afskrifað skuldir einstaklinga eftir því sem væri pólitískt (og hugsanlega samfélagslega) hentugt. Það þarf að leysa þann vanda á annan hátt.

Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband