Enn eitt RISA BANKARÁNIÐ í uppsiglingu
21.7.2009 | 01:52
Já nú munu eflaust stíga fram einstaklingar og saka mig um hræðsluáróður. Það virðist algengt orðið hjá ráðþrota fólki um allt samfélagið. Fólki sem kaus og vill verja þá ákvörðun sína (hver sem hún var) í fulla hnefana.
En nú stefnir í enn eitt bankaránið segi ég. Nú hefur verið tilkynnt, samkvæmt forsíðufrétt Morgunblaðsins einhvern tímann í síðustu viku um skilanefndirnar, að nýju bankarnir muni taka yfir eignasöfn gömlu bankanna á bókfærðu virðu þeirra. Á skráðu gengi sem er væntanlega gríðarlega yfirskráð og má ætla að raunvirði krafna erlendra kröfuhafa sé ekki nema vel innan við 50% af skráðu virði þeirra.
Hér á sem sagt að hlífa erlendum kröfuhöfum við tapinu og rukka íslenskan almenning í staðinn. Glæsilegt?
Mér er spurn hvort að þetta sé enn einn rándýr aðgöngumiðinn að ESB borðinu?
Steingrímur í beinni á CNBC | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
340 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 358723
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Baldvin ekki mála skrattann á vegginn Þetta er bara partur af sölu okkar auðlinda til erlendra aðila, og bara byrjunin.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.7.2009 kl. 02:03
Rétt Baldvin og bókstaflega með ólíkindum að hlýða á menn við það að púkka upp á fjármálaumhverfi þjóðarinnar eins og það var fyrir hrun, og þjóðin á að borga.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 21.7.2009 kl. 02:14
spurning hvort er betra að reyna að selja bankana „á almennum markaði“ fyrir cash, líklega á undirverði, eða að þeir sem eigi kröfur í líkin fái að hirða þau.
óþarfi að vera með samsæriskenningar. tel þetta ekki verri lausn og líklega skárri. viljum við kannski selja bankana aftur á útsölu og fá ekki einu sinni greitt fyrir?
Brjánn Guðjónsson, 21.7.2009 kl. 02:42
Já þetta er ÓGEÐSLEGT.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.7.2009 kl. 03:11
Góðan daginn,
Ég er ekki sátt við að enn sé í skilanefnd - einstaklingur sem fékk 416 millur í kúlulán hjá Kaupþing - sem búið er að fella niður....... þetta finnst mér vera hagsmunaárekstur.......
ella (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 08:21
Gangið þér heill til skógar! Í alvöru?
Glitnir tekur lán í útlöndum og þegar Glitnir getur ekki borgað.... Er ekki augljóst að lánveitandin gangi að veðum sínum eða bankanum sjálfum?
Hvernig er þetta bankarán? Er þetta ekki ofur-eðlilegt? Prófaðu að snúa dæminu við. Hugsaðu sem svo: Hvernig myndu Íslendingar bregðast við ef að þeir væru í hinum sporunum? Hvað með hluthafa erlendu bankanna? Eru þeir ómerkilegri en íslenskir hluthafar?
Það er komið nóg af tortryggni og heimsendaspám. Þú ættir að hafa það í huga næst þegar þú þrykkir á hnappaborðið.
Teitur Atlason (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 10:01
Sammála þér Teitur. Það er hreint með ólíkindum hvernig misvitrir bloggarar eru oft fljótir að túlka hina ýmsu hluti um bankahrunið (og ávallt neikvætt). Það er eins og menn séu búnir að gleyma að þetta var nú einn og sami bankinn og kröfuhafar eiga í raun bankann hvort sem er.
Fyrir mér er þetta en ein jákvæða fréttin um t.d. Kaupþing og Glitni. Nú er það komið í ljós að ríkið þarf ekki að leggja neitt til vegna innlána Kaupþings og Glitnir í gegnum Kaupthing Edge og Save&Save. Með þessari frétt skýrist það svo að ríkið þarf ekki að hlaupa undir bagga og dæla inn miklu eigið fé í rekstur þessara banka. Sagan er því miður önnur með Landsbankann í báðum tilfellum. Þar er stóri skaðinn í þjóðfélaginu.
Það er sorglegra fyrir Baldvin sjálfan að hann situr í stjórn stjórnmálaflokks sem situr á Alþingi og þekkingin ekki meiri en þessi.
GUÐ BLESSI ÍSLAND
Ólafur Jónsson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 10:48
Guð blessi Teit og Ólaf og þökk sé þeim fyrir þeirra framlag mun verða framlag þrælsins.
Nema að þeir séu í sama liði endurskoðendurnir sem nú sitja í skilanefndunum sem eru sömu endurskoðendurnir og kvittuðu upp á heilbrygði "gömlu bankanna" á sínum tíma og þáðu þar kúlulánin.
Magnús Sigurðsson, 21.7.2009 kl. 12:11
GLÆBAMENN 1
Arnar Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 20:31
Takk fyrir innlitið, sérstaklega þið hrokabelgirnir Teitur og Ólafur. Alltaf gaman að sjá hressilegar yfirlýsingar um manns eigið ágæti.
Fyrir mér er þetta að stefna í enn eitt bankarán, sama hvernig þið kjósið að túlka það.
Teitur þú nefnir erlendar lántökur Glitnis máli þínu til stuðnings. Snúum dæminu við um stund.
Þú ert erlendur banki og lánar til á almennan mælikvarða frekar litlu fyrirtæki á lítilli eyju einhversstaðar í heiminum. Fyrirtækið fer á hausinn og ljóst er að það getur ekki staðið við skuldbindingar sínar. ALLIR kröfuhafar gera sér þar með grein fyrir því að þeir munu væntanlega ekki fá allar sínar kröfur greiddar, það er einfaldlega eðli málsins þegar um þrot er að ræða.
Skilanefndum ber þá að finna út hvert er raunverulegt virði eigna og gera kröfuhöfum tilboð um endurgreiðslu á einhverju hlufalli skuldanna í samræmi við ætlað virði eignanna.
Nú horfir hins vegar allt öðruvísi við og á því byggi ég túlkun mína og sakna þess að þið skuluð ekki skilja þann hluta.
Það horfir nefnilega þannig við að skilanefndirnar lofa erlendum kröfuhöfum því að þeir muni EKKI tapa á því að hafa lánað rekstri sem fór í þrot. Þeir eru að stilla málinu þannig upp að íslenska þjóðin ætli bara að taka á sig mismuninn.
Hvernig stendur á því að þið eruð svo sáttir við það?
Baldvin Jónsson, 21.7.2009 kl. 20:47
"Það horfir nefnilega þannig við að skilanefndirnar lofa erlendum kröfuhöfum því að þeir muni EKKI tapa á því að hafa lánað rekstri sem fór í þrot."
Nei.
"Þeir eru að stilla málinu þannig upp að íslenska þjóðin ætli bara að taka á sig mismuninn."
Nei.
Hvernig er hægt að misskilja þetta svona??
Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 18:06
Áttu einhver rök fyrir máli þínu Björn Friðgeir eða "finnst" þér þetta bara?
Hvernig er hægt að skilja það öðruvísi að þjóðinni er ætlað að taka á sig skuldbindingar gömlu bankanna á bókfærðu virði?
Baldvin Jónsson, 22.7.2009 kl. 19:30
svo við tölum bara um KÞ og Glitni/Íslandsbanka, þá tekur þjóðin ekkert á sig ef plön ganga eftir, enda mun þá ríkið fá endurgreitt allt framlag til Íslandsbanka og 87% af framlagi til KÞ, óháð mati (eftir því sem ég sé, möguleiki þó að þetta sé þannig að eigið fé sé endurmetið þegar kröfuhafar kaupa það til baka af ríkinu, veit það ekki, býst ekki við því og er viss um að þú ert ekki að vísa til þess)
Hvað Landsbanka varðar virðist sem ríkið þurfi að taka hann yfir.
Það er síðan ekki mat á virði krafna kröfuhafa sem skipta máli þegar verið er að meta inn í nýju bankana, heldur mat á eignum og skuldum sem teknar eru yfir. Hvað varðar ÍSB og KÞ þá skiptir þetta mat engu máli fyrir ríkið, það verða kröfuhafar sem þurfa að greiða inn í nýju bankana eigið fé og því í þeirra hag að það sé metið sem réttast.
Hvað Landsbankann varðar gætir þú verið að meina að erlendar skuldir íslenskra viðskiptavina sem nýi bankinn tekur yfir (og eru því eignir hans) séu stórlega ofmetnar þar sem afskrifa þurfi stóran hluta þeirra. Það er vissulega möguleiki. Hvað gengið varðar (geri ráð fyrir þú sért að meina gjaldmiðlagengi) má alveg eins færa rök fyrir því að krónan sé of sterkt skráð (myndi veikjast verulega ef höft væru afnumin) eins og að hún sé of veikt skráð (myndi styrkjast verulega ef allir útflytjendur breyttu gjaldeyri í krónur). Ég tek ekki afstöðu til þess hér.
Þú segir sjálfur "Skilanefndum ber þá að finna út hvert er raunverulegt virði eigna og gera kröfuhöfum tilboð um endurgreiðslu á einhverju hlufalli skuldanna í samræmi við ætlað virði eignanna." Það er nákvæmlega það sem er verið að gera, bókfært virði er ætlað virði.
Bókfært verð í þessu öllu er ekki bókfært verð eins og það var 4. október, heldur byggt á matinu sem klárað var í vor og ætti að vera (en er það ekkert endilega) sem næst raunverulegu mati. 'Bókfært verð' er ekki samheiti fyrir rangt verð.
Eftir stendur að greinin er illa skrifuð upphrópun án rökstuðnings og þær setningar tvær úr kommentinu þínu sem ég tók út og sagði 'nei' við, stendur. Kröfuhafar allra bankana munu tapa stórfé og eru ekki að fá einhverjar gjafir frá íslenska ríkinu. Það er hins vegar ljóst að ekki kemur til út frá þessu það sem velt var uppi sem möguleika að með því að ríkið keypti nýju bankana þá gæti ríkið síðan afskrifað skuldir einstaklinga eftir því sem væri pólitískt (og hugsanlega samfélagslega) hentugt. Það þarf að leysa þann vanda á annan hátt.
Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.