Álfeheiður Ingadóttir staðfestir taktleysi VG enn frekar
30.6.2009 | 20:50
Já, það er sko undarleg tík þessi pólitík.
Ég er búinn að vera á fjöllum undanfarna daga og er reyndar enn, en núna í netsambandi um stund. Byrjaði strax af slæmum vana að skoða allar helstu fréttir undanfarið og fann strax fyrir óþægindum og óhamingju, því miður. Búið að vera dásamlegt að vera nánast fréttalaus undanfarna daga og flestir ættu að hugsa til þess að taka sér reglulega gott frí frá fréttaamstri. Þetta virðast mest vera vondar fréttir enn sem komið er, það er að segja sem komið er frá hruni.
En hvað um það. Hér er enn ein frétt um umræður um Icesave á Alþingi þar sem að drullað er yfir lýðræðið og hreint alveg ótrúlegt hvað það virðist gjarnan koma úr herbúðum VG, sem einmitt voru með lýðræði sem kosningamál fyrir nýliðnar kosningar. Augljóslega lítið að marka þær yfirlýsingar.
Í þetta skiptið er það Álfheiður Ingadóttir sem stígur fram og tilkynnir okkur að Icesave sé ekki stóra málið í dag og að þjóðin hafi kosið umIcesave, ásamt öðrum málum í apríl. Ég spyr, hversu firrt er slík yfirlýsing?
Hér eru niðurstöður kosninga í apríl síðastliðnum:
Landið allt
Þingmenn | |||||
B | Framsóknarflokkur | 27699 | 14,80% | 9 | |
D | Sjálfstæðisflokkur | 44369 | 23,70% | 16 | |
F | Frjálslyndi flokkurinn | 4148 | 2,22% | 0 | |
O | Borgarahreyfingin | 13519 | 7,22% | 4 | |
P | Lýðræðishreyfingin | 1107 | 0,59% | 0 | |
S | Samfylkingin | 55758 | 29,79% | 20 | |
V | Vinstrihreyfingin - grænt framboð | 40580 | 21,68% | 14 |
Þeir sem voru yfirlýst ósammála því að greiða Icesave án sönnunar þess að okkur bæri svo að lögum voru B, O og V listar. P listi svaraði því til að þjóðin ætti að kjósa beint um það, sem og önnur þingmál.
B, O og V eru samtals 43,7% atkvæða. Að auki er augljóst af umræðunni að fjöldi D kjósenda eru einnig á móti því að borga bara möglunarlaust
Þetta fyrir mér er bara einfaldlega of tæpt til þess að þjóðin eigi ekki að taka sérstaklega atkvæðagreiðslu um málið. Þetta er RISA mál og mun meira undir en aðeins fjárhagslegir hagsmunir.
En burtséð frá því hvað þjóðin kaus um í apríl, hvað varð um sannfæringu VG? Hvaða skilaboð er verið að senda þeim kjósendum VG sem kusu í góðri trú framboð sem boðaði lýðræðisumbætur, afnám stjórnunar AGS á ríkismálum á Íslandi og andstöðu gegn ESB?
Er nema von að fólk eigi erfitt almennt með að treysta gömlum refum í pólitík?
Þjóðin kaus um Icesave í apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Álfheiður Ingadóttir er ......................
Það má ekki segja slíka hluti á prenti.
Ómar Ingi, 30.6.2009 kl. 21:13
Ef ég man rétt hrundi óreiðu fólkið frá D yfrir í S. Frá S fór svo lið fyrir í O og V til að stand vörð um heimilin, ekki íþyngja þeim með Alþjóðlegu braskerfi og yfirtöku skulda einkaframtaksins.
Hlutafélagaformið er mjög gott því að ef skuldhalinn verður of langur þá minnkar hagnaður þeirra hluthafa sem eiga ekki að vera lándrottnar. Sem setja þá félagið í þrot og gírugu feit lánadrottnaafætan missir hluta af hagnaði síðustu ára.
Hinsvegar skyldu menn ekki halda að alvöru fjárfestar eða hlutahafar séu að leggja heimili sín að veði. Engin ástæða að vorkenna þeim. Maður kemur í manns stað. Nýtt skuldminna fyrirtæki getur svo ráðið aftur til sín góða starfsmenn. Í þeim sem borgar sig að skipta upp í sjálfstæðar einingar fjölgar yfirbyggingarstörfum. Kostnaður sem fer í vellaunuð störf innlands er betri en sá er fer í stolið fé á Tortula. Hagræðing er ágætt í fangelsum. Kostnaður getur verið mjög af hinu góða og atvinnuskapandi.
Mér finnst voða skrýtið ef endurreisa á allt ferlíkið þótt það hafi ekki skilað okkur neinu nema skuldum síðustu áratugina.
Júlíus Björnsson, 30.6.2009 kl. 22:14
Mikið skelfilega er ég sammála þér Baddi !
Hvað hefur orðið af Þór , lætur hann ekki heyra í sér um "góðverkin" sem hanns menn hamast við að vinna í þingsölum ?
Í mínum huga er það kristaltært hvað við eigum að gera varðandi Iceslave - við borgum ekki skuldir óráðamanna , við eigum að rétta bretunum fingurinn , og vera stoltir af því , þeir eru búnir að hamast við það að sýna okkur hann í það minnst í hundrað ár (þorskastríðin). Ég viðurkenni þó að það er öllu verra að gera slíkt hið sama við Hollendinga og Þjóðverja , en það verður þó að hafa það , enda ber okkur ekki að greiða þetta siðferðislega frekar en þá sjálfa .
Hvað viðkemur því ef Evrópa sameinast um að setja á okkur viðskiptabann ; voru bretarnir smeykir um viðskiptabann , er þeir fóru í hvert landhelgisstríðið á fætur öðru , við okkur ?
Svo er bæði til Asía og Kanada , en líklegt þykir mér , að ef að af viðskiptabanni yrði í Evrópu , þá tækju kanarnir undir slíkt bull .
Nei það eru engin fordæmi , mér vitanlega fyrir svona Iceslave kjaftæði og þess heldur eigum við ekki að greiða þennann ósóma .
Með búsáhaldakveðju .
1
Hörður B Hjartarson, 30.6.2009 kl. 22:28
80% innflutningur frá dýrustu og nískustu álfu heims EU. Samanber söguna um fátæku ekkjuna. Kosningaþátttöku "aboriginal" þjóðverja í Evrovision.
Þetta hljómar eins og einokun. 80%
Júlíus Björnsson, 30.6.2009 kl. 22:37
http://fannarh.blog.is/blog/fannarh/ <- þessi finnst mér hitta naglann á höfuðið.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.6.2009 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.