EITT AF ALLT OF MÖRGUM DÆMUM AF ALGERLEGA ÖMURLEGUM VINNUBRÖGÐUM FASTEIGNASALA

Vissulega er það þannig að allir eiga að bera ábyrgð á eigin gjörðum. Það er hins vegar svo í samskiptum neytenda við fagmenn, að fagmennirnir bera þar mjög ríkar skyldur og ábyrgð.

Allt of algengt er að fólki hafi verið att til þess að kaupa án þess að fyrir lægi sala á fyrri eign. Slíkar sögur hef ég heyrt af miklum fjölda fasteignasala. Þar settu þeir líf fólks í algerlega ömurlega stöðu milli steins og sleggu, fyrir skyndigróða upp á hundrað þúsund kalla í sölulaun.

Allur almenningur ætti að varast slíkar ráðleggingar gríðarlega og fá þær staðfestar skriflega!


mbl.is Fjölskylda á hringekjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dúa

Common sense is not that common

Þú færð ekki svona skriflegt enda hvernig ætti það að vera? Að fasteignasalinn skrifi upp á plagg um að hann taki ábyrgð á að eign seljist. Því miður er fólk þarna að taka áhættu sem kemur kreppu ekkert við.

Dúa, 25.6.2009 kl. 22:24

2 identicon

Þetta er engum að kenna nema þessum fíflum sem þetta gerðu. Ekki fasteignasalanum eða bankanum. Bara þeim sjálfum

óli (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 22:30

3 identicon

Þetta er ekkert grjótkast úr glerhúsi er það?

Séra Jón (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 22:32

4 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Það er enginn vafi í mínum huga að þetta fólk tók ekki skynsamlegar ákvarðanir. Hvort það væri góðæri eða kreppa það skiptir ekki máli. Aftur á móti þá þoli ég ekki þennan Óla sem er sjálfsagt séra jón líka sem skilur eftir komment á allar færslur tengdar þessari frétt.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 26.6.2009 kl. 01:36

5 identicon

Þetta samfélag leyfði bönkunum að lána öllum og líka þeim sem gátu ekki borgað. "Fáðu bara lánað veð hjá vinum og fjölskyldu" sögðu bankarnir. Í siðmenntuðum löndum geta einstaklingar ekki fengið meiri lán en þeir eru sannanlega borgunarmenn fyrir.

RH (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 08:53

6 Smámynd: Hörður Halldórsson

Það borgar sig að nota eigin skynsemi  mín reynsla af fasteignasölum er slæm, öll ráðgjöf var röng þegar ég setti íbúðina mína í sölu 2006 sagði sölufulltrúinn að  lækkun væri framundan en annað kom á daginn 2007-2008 fyrir hrun.Seldi ég íbúðina því of ódýrt því ég trúði þeim. Ég get engum nema sjálfum mér kennt.Það borgar sig að versla við trausta fasteignasala en það var allt of mikið af fúskurum í gróðærinu.

Hörður Halldórsson, 26.6.2009 kl. 09:04

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hörður, að sjálfsögðu verður að nota eigin skynsemi. En hvernig veistu hvenær þú ert að versla við "trausta fasteignasala" eins og þú nefnir? Þeir segjast allir vera afar traustir. Eftir að hafa starfað sjálfur í þeim geiranum í rúm 3 ár get ég fullyrt að hafa heyrt slæmar sögur af öllum þessum stóru og "traustu". Allir gera einhver mistök einhversstaðar.

Dúa, það er einmitt málið. Ef fasteignasalinn telur sig geta veitt slíkar ráðleggingar með fullyrðingum um sölu eignar, verður hann að sjálfsögðu að þora að skrifa upp á það líka. Annars er fullyrðingin blekking og fólk verður að vara sig stórlega á slíkum vinnubrögðum.

Séra Jón eða bara Jón: Ég starfaði við sölu fasteigna í rúm 3 ár. 2004 og 2005 var óhætt að ráðleggja fólki svona hluti. Sala eigna þá var mjög hröð og fasteignir stöldruðu stutt við á sölu. Man þó ekki hvort að ég hafi gert það sjálfur, mér fannst það alltaf mjög furðulegt að ráðleggja svona. En ég get alveg hafa dottið í þann pytt einhversstaðar á tímabilinu. Biðst hér með velvirðingar ef svo hefur verið. Veit þó sem betur fer ekki um einn einasta aðila sem að hefur lent í vandræðum vegna minna ráðlegginga á þessum tíma.
Hins vegar horfa hlutirnir allt allt öðruvísi við frá og með 2007. Það var vitað frá því um vorið 2007 að það væri að fara að skapast offramboð á markaði. Allar fullyrðingar um örugga og hraða sölu frá og með þeim tíma voru því afar ófaglegar og mikið ábyrgðarleysi.

Sólveig: Hjartanlega sammála þér, afar óskynsamleg ákvörðun. En fólk á samt, skv. neytendakaupalögum, að mega treysta fagmanninum fyrir sér.

Baldvin Jónsson, 26.6.2009 kl. 11:11

8 Smámynd: Skeggi Skaftason

Eru fasteignasalar ekki bara eins og barþjónar? Þeir selja þér það sem þú vilt kaupa og þýðir lítið að varpa ábyrgðina á þá, þó þú drepist á djamminu og ælir í leigubílnum.

Í þessu tiltekna tilfelli sé ég ekki fyrir mér að fasteignasali hafi bent þeim á að kaupa þriðju eignina, húsið á Öldugötu.

Er þó ekki fasteignasalinn fyrst og fremst að svíkja þá sem seldu húsið á Öldugötu, og borguðu honum háa þóknun fyrir?

Skeggi Skaftason, 26.6.2009 kl. 16:54

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Barþjónar, Skeggi, þurfa ekki að standast kröfur um fjárhagslegt hæfi persónulega eða að gangast undir að vera ábyrgir gjörða sinna sem löggiltir.

Baldvin Jónsson, 26.6.2009 kl. 17:58

10 Smámynd: Dúa

Baldvin þú veist það sjálfur ef þú hefur verið í þessum bransa að meirihlutinn eru sölumenn en ekki löggiltir. Sölumenn knúðir áfram af prósentum. Líka að ekki nokkur maður sem starfar við sölu eða ráðgjöf myndi nokkurn tíma skrifa upp á slíkt plagg sem þyrfti þá að vera skotheld persónuleg ábyrgð viðkomandi ráðgjafa. Auðvitað virkar það ekki.

Dúa, 26.6.2009 kl. 21:02

11 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já Dúa, þess vegna er einmitt enn mikilvægara að tryggja að menn séu ekki að bulla svona staðhæfingar sem þeir geta síðan ekki staðið við með neinu móti.

Baldvin Jónsson, 26.6.2009 kl. 22:10

12 Smámynd: Dúa

Sumt er bara ekki hægt að tryggja svona. Hvernig ætti að standa að því? Ábyrgðin liggur að lokum hjá þeim sem þiggur ráðgjöf.

Hvað t.d. með lögmenn sem taka að sér mál og segja skjólstæðingi sínum að þetta sé pottþétt unnið mál? Svo tapast málið. Á lögmaðurinn þá að borga skjólstæðingnum bætur?

Við fáum ráð og jafnvel loforð frá hinum ýmsu sérfræðingum í lífinu. Ábyrgðin er samt alltaf á endanum okkar. Við verðum að vega og meta sjálf.

Það ætti að vera hverjum manni fullljóst að sölumenn eða ráðgjafar geta ekki séð fyrir framtíðina og lofa oft upp í ermina á sér.

Dúa, 27.6.2009 kl. 00:03

13 Smámynd: Baldvin Jónsson

Dúa, það er engu að síður þannig, þó að ég skilji afar vel hvað þú ert að fara með þessu, að þegar að fagmaður brýtur á leikmanni, þá á leikmaðurinn mjög ríkan rétt og getur sótt hann fyrir dómstólum.

Það er aldrei hægt að koma í veg fyrir slæma ráðgjöf að fullu, en það er án vafa hægt að draga úr fjölda tilfella með kennslu í "góðum siðum"

Baldvin Jónsson, 27.6.2009 kl. 02:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband