Hvort vilt þú velferðarþjónustu í grunnskólum eða Tónleikahöll??
25.6.2009 | 01:41
Það á að skera niður í háskólum um 1,7 milljarða. Það á að skera niður í framhaldsskólum um 1 milljarð. Í grunnskólum og leiksskólum um um það bil 800 milljónir.
Á sama tíma á að borga samtals um 35 milljarða fyrir tónleikastað við sjávarsíðuna.
Er eitthvað vit í þessu liði??
Alþýðuhöllin við höfnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
340 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 358723
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Þetta fólk er veruleikafirrt. Ótrúlegt að sjá svona bruðl. Ég er fylgjandi því að grunnþjónustan verði ekki skert.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.6.2009 kl. 01:44
Það verður nú reyndar að benda á að útgjöldin sem þú nefnir eru árleg útgjöld sem þú stillir upp við hliðina á heildarkostnaði við tónlistarhús sem dreifist yfir áratugi.
Eðlilegri spurning er hvort vilt þú halda uppi siðmenningu í landinu með skólastarfi, tónleikaaðstöðu og öðru sem til þarf eða láta AGS gera á þér hagfræðitilraunir og borga Icesave?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 01:55
Já Hans, ég veit. Greiðslan á ári er ekki "nema" u.þ.b. 800 milljónir.
En í upphafi skal endinn skoða.
VG liðar eru nú alfarið komnir undir hæg AGS greinilega, allt sem gefið var út fyrir kosningar er nú að hverfa. Nú á meira að segja að ráðast gegn öryrkjum landsins, 30.000 talsins, til þess að spara skitna 2 milljarða þar.
Baldvin Jónsson, 25.6.2009 kl. 02:01
sammála þessu Baldvin, það er nóg af góðum tónleikahúsum hérna.
sandkassi (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 03:08
þarf ekki bara að bæta tónmenntakennslu grunnskólanna?
Brjánn Guðjónsson, 25.6.2009 kl. 03:17
Dollar starx! Burt með Senghen! Óreiðumennina í steininn! Seðlabankakerfi ES hreinsi sinn eigin skít. Seðlabankar ES gáfu Íslensku landráðamönnum [Í ljósi stöðu heimilanna í dag] starfsleyfi og opinberir aðilar í Bretlandi mæltu með þeim. Kemur Íslenskum almenningi ekki við. Það getur ekki hver sem er opnað útibúi í Seðlabankalandi. Frjálst flæði er allt annað.
Við þurfum bara skera niður fjámálakerfið, verðbréfabrask, eignarhaldsfélög og kauphöll m.a. Viðskipta og Evrópu tengt nám.
Júlíus Björnsson, 25.6.2009 kl. 04:35
AGS vinnur eftir þeirri furðukenningu að ef pappírshagkerfið fer í klessu þá þurfi að vinna sama tjón á raunverulegri verðmætasköpun til þess að ná jafnvægi. Hingað til hafa þessar kenningar ekki skilað miklum árangri þegar þeim hefur verið beitt í við efnahagslegar lækningar en þeir virðast sannfærðir um að nú hljóti að vera komið að því.
Ef Icesave verður fellt eru góðar líkur á því að AGS pakki saman hrossameðulunum sínum og einbeiti sér að tilraunum á Lettum, Ungverjum og fleiri þjóðum.
Það þýðir vissulega að við munum búa við gjaldeyrishöft lengur en ella en það þýðir líka að vextir munu lækka og við munum fá fleiri krónur í umferð og getum framleitt vörur og þjónustu fyrir hvort annað, m.a læknisþjónustu, skólakennslu, tónlistarhús o.s.frv.
Við fellum Icesave og kremjum tvær pöddur með sama högginu.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 07:54
Hæ. Þetta er líka ráðstefnuhús með áður lokaða möguleika til eflingu ferðamannaiðnaðar og þá er næsta víst að framkvæmdastopp hefði áhrif á atvinnuleysi svo við getum kallað þetta ágæta fjárfestingu.
Það eru ekki miklar lausnir í því að leggja af allar framkvæmdir og þurrka út atvinnulífið
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 10:39
Gylfi, það er enginn að tala um að "leggja af allar framkvæmdir".
Sjálfur starfa ég í ferðaþjónustu. Ráðstefnuhald hefur verið með besta móti á Íslandi og afar litlar líkur á einhverri aukningu í þeim geiranum vegna þessa húss. Nordica Hilton og margir fleiri staðir, hafa verið að standa sig afar vel við að sinna þeim markaði.
Baldvin Jónsson, 25.6.2009 kl. 12:03
Hva, ætlarðu að segja mér að ráðstefnuhúsið sé í sama klassa og önnur hótel og ætlarðu svo líka að segja mér að svona viðbót hafi ekki áhrif á hugsanlega eftirspurn og sölumöguleika
Þetta er ekki alveg að ganga upp hjá þér
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 12:12
Ég er ekki að segja að mögulegt ráðstefnuhús sé í sama klassa nei. Ég sagði að ég hefði litla trú á því að svona hús myndi auka hingað eftirspurnina vegna ráðstefnuhalds. Við erum með nú þegar mjög mikið af flottum ráðstefnum hér árlega. Held að það sé voða "2007" að halda að marmarahöll dragi miklu meira að en þegar er.
Ráðstefnuhald og hvataferðir fyrirtækja verða í fremur lágmarki í Evrópu næsta árið væntanlega, vegna bágs efnahagsástands.
Það getur vel verið að húsið hefði einhver áhrif á eftirspurn, mögulega. En er grunnþjónustu samfélagsins fórnandi fyrir það?
Átt þú börn í grunnskóla Gylfi? Hefurðu þurft að nota þar þjónustu aðra en beina kennslu?
Ég hef reyndar ekki þurft að hafa börnin mín lengur í skóla en sem kennslu nemur, en skilst að núna séu allar líkur á því að svokölluð frístundaheimili verði ekki rekin nema í mýflugu mynd á komandi skólaári. Það þýðir meðal annars að mikill fjöldi foreldra þarf að fara að hætta í vinnu um tvö á daginn til þess að komast heim í tæka tíð að taka á móti börnunum sínum.
Hvað kostar það samfélagið að allur þessi fjöldi fólks, sem enn er með vinnu, þurfi að hætta að skapa verðmæti eftir rúmlega hálfnaðan vinnudaginn?
Baldvin Jónsson, 25.6.2009 kl. 12:20
Ef þú einskismetur ráðstefnuhús gagnvart ferðamannaiðnaðinum þá máttu alveg fara að huga að því að vera meira markaðsþenkjandi finnst mér.
Staðreyndin er einfaldlega sú að það er verið að auka framboðið og hækka hið mögulega þak á ráðstefnustærð og það eru mikil markaðstíðindi út af fyrir sig.
Hvað fjölskylduáhuggjur þínar varðar þá segi ég einungis að peningarnir vaxa ekki á trjánum og þá verður að skapa með framkvæmdum sem t.d. halda aftur af atvinnuleysi um leið. Ferðamannaiðnaðurinn er einn af þessum sprotum sem eiga möguleika á stökkbreytingum til betri vegar og ráðstefnuhúsið er liður í því að stækka atvinnugreinina í heild sinni.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 15:42
Gylfi,
Ég ber fulla virðingu fyrir þínum sjónarmiðum en vandamálið er bara eftirfarandi;
Ef ég man rétt þá var fyrirhugaður kostnaður við Tónlistarhús á einhverjum tímapunkti 2008 í kring um 25 milljarðar.
Rekstraráætlun gerði síðan ráð fyrir því að einhver hluti af þessu myndi hreinlega greiðast niður með rekstri hússins.ok.
Við fall krónunnar hækkuðu þessir 25 milljarðar upp í 35 milljarða. Þar með eru heilir 10 milljarðar sem enginn veit hvaðan eiga að koma, nema þá út úr velferðarkerfinu.
Nú, þetta væri kannski réttlætanlegt (upp að einhverju marki) og ég segi KANNSKI, ef að þarna væru á ferðinni atvinnuskapandi framkvæmdir og í svo miklum mæli, að þessir 10 milljarðar myndu skila sér með einum eða öðrum hætti út í hagkerfið.
Svo er ekki.
sandkassi (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 16:11
Baldvin veistu hvað það er verið að skera mikið niður? 150 milljarða. Við erum að borga 87 milljarða í vaxtagjöld í dag (ríkisjóður). Til að koma ríkisjóði á beinubrautina þá þarf flatan niðurskurð upp á 32,5%.
Valið stendur á milli IMF og Icesave (ESB) eða velferðarkerfi og menntun til handa þjóðinni.
Fannar frá Rifi, 25.6.2009 kl. 22:19
Fannar kann að reikna.
Júlíus Björnsson, 25.6.2009 kl. 22:50
Já Fannar, þetta er hrikalegt ástand.
En af því að við erum farnir að reikna, í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega á tímabilinu frá 1995-2007, óx hlutur ríkisins í fjárlögum um hátt í 60% og kostar stjórnsýslan nú um 220 Milljarða á ári.
Hvað heldurðu að skýri það að hið opinbera óx svona gríðarlega í stjórnartíð flokksins þíns, og það á sama tíma og verið var að einkavæða allt sem hægt var?
Baldvin Jónsson, 25.6.2009 kl. 23:21
Af því að það var ekki vilji, þor né dugur hjá mönnum til þess að koma í veg fyrir framúr keyrslu stofnanna á fjárlögum. Bara eitt stykki aukafjárlög og hækka síðan fjárlög fyrir næsta ár. Þú mannst nú hvernig fór þegar menn dyrfðust til þess að leggja niður ríkistofnun. Allt ætlaði að verða vitlaust. Hér á landi hefur bara ekki verið áhugi til þess að halda útgjöldum ríkisins lágum, nema hjá mjög litlum hóp sem oftast eru kallaðir frjálshyggjumenn. of margir eru tilbúnir að segja bara já og forðast átök og allt neikvætt tal í fjölmiðlum.
samdráttur í ríkisútgjöldum verður núna til þess að auka á atvinnuleysi í landinu. menn fara úr því að vinna hjá ríkinu yfir í að fá bætur frá ríkinu.
en upphæðin er svo há núna að engin leið er til þess að lækka hana nema með því að taka verulega af stærstu útgjaldarliðunum. Heilbrygðis og félagsmálum.
Fannar frá Rifi, 25.6.2009 kl. 23:42
Já, langaði bara að nefna þetta vegna þeirra augljósu skekkju sem þarna varð.
Án þess þó að vilja bera blak af þessu, þá verð ég nú að viðurkenna að án vafa hefur mikið af þessum kostnaði orðið til vegna EES. Allskyns lobbýismi og nefndir sem var til í framhaldinu. Heill haugur af nýjum stöðugildum í stjórnsýslunni.
Baldvin Jónsson, 26.6.2009 kl. 00:05
Heyr Baldvin! Heill haugur og milljarðar
Júlíus Björnsson, 26.6.2009 kl. 00:18
getur rétt ímyndað þér hvað verður ef við göngum í ESB.
200 til 300 manna lið í vinnu í Brussel. milljón á kjaft að meðaltali. húsnæði og skrifstofur og rekstur á þeim. ferðalög og tíðarflugferðir ráðamanna og annarra út á fundi. kostnaðurinn mun hlaupa á milljarða á mánuði. ég myndi varlega giska á 1 til 2 milljarða í kostnað á mánuði sem gæti svo vaxið gríðarlega.
Fannar frá Rifi, 26.6.2009 kl. 00:43
Þarna er hluti skýringar fyrir ágrindinni sem Jóhanna sagði þau hafa fyllst af þann 17. júní. Allir þekkja afleiðingarnar fyrir heimilin bætti hún við.
Júlíus Björnsson, 26.6.2009 kl. 00:55
voru það ekki annars 15 milljarðar sem fara upp í 25, allavega eru 10 milljarðarnir réttir
Ég man ekki nokkurn skapaðan hlut strákar, bið ykkur að afsaka.
En 10 milljarðar er mjög stór hluti af niðurskurði fyrir þetta ár 2009. Ef menn hættu þessu bruðli, þá væri hægt að ná fínum árangri á mun sársaukaminni hátt.
Það má skapa atvinnu þeim sem eiga að fá atvinnu út úr þessum framkvæmdum, fyrir brot af þessu fé og koma síðan út með hagnaði. Nú er svo komið að það verður að gera þá kröfu á rekstur. Hann verður annað hvort að vera þjóðhagslega nauðsynlegur, eða skila hagnaði með einhverju móti.
Þetta verkefni fellur undir hvoruga skilgreininguna.
sandkassi (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 01:25
Valmöguleikum fækkar við allan þenna niðurskurð í grunnþjónustu en það er ekki endilega þar með sagt að þeir fáu sem eftir standa þurfa að vera slæmir.
Kolbrún Baldursdóttir, 26.6.2009 kl. 11:20
Kolbrún, niðurskurður er augljóslega nauðsynlegur og ég er sammála því að á endanum getur jafnvel eitthvað af nauðsynlegum breytingum orðið til batnaðar. Skólar til dæmis munu sameinast væntanlega, og þó að ferlið geti verið sársaukafullt í upphafi, eru allar líkur á því að á endanum standi mun sterkari og öflugri skóli. Sérstaklega tel ég það eiga við á háskólastiginu.
En hvaða valmöguleika hefur það fólk sem hingað til hefur þurft að treysta frístundaheimilum skólanna fyrir börnunum sínum þar til vinnudegi lýkur?
Baldvin Jónsson, 26.6.2009 kl. 11:47
Kjörin hjá Íslendingum verða að vera svipuð og í Albaníu til að EU:ES slektið hafi áhyggjur af Íslandi. Gott að hafa þetta í huga þegar reynt verður að losna við samninginum um að sleppa Íslensku/alþjóðlegu glæpamönnum, talvið IMF og borga Islave stendur uppúr. Bretar er aðalkröfuhafarnir. Einu sinni þræll alltaf þræll. Samningar milli Íslendinga og Breta innbyrðis geta einungis farið á einn veg ef leystir stjórnmálalega [óheiðarlega á skjön við lög og reglur], Bretar fara með hnossið frá borði. Ísland fær framlengingu.
Norðurlöndin verða berjast fyrir sinn eigin virðingu öll saman innan við 8% atkvæða. Samstaða skiptir ekki máli. Suðurhlutinn hefur hærra að eðlisfari.
Þau Seðlabanka lénsvæði sem gefa sig út fyrir að vera aumingja góð eða toppa velferðakerfi annarra, eiga það á hættu að fólkið leiti þangað þá fjölgar höfðatölu sem mun aðal mælikvarði á tekjur Miðstýringarinnar af svæðinu.
Þjóðverjar og Frakkar sem heild eru ekki til að leika sér að. Samstaða stærstu Nýlenduveldanna innan ES:EU er augljós.
Í upphafi skyldi endinn skoða.
Smá kratíska.
Fordæmis gildi þess að ey-nýlenda sem lifir á hráefnisútflutningi hafi of háar tekjur í hefðbundnu samhengi er óhugsandi eins og að efast um innstæðutryggingarkerfi ES:EU. ES samkvæmt stjórnskipunarlögum losar slíkar utantekningar við slík hráefni, á mestu hugsanlegum verðum fyrir fullvinnslu meginlandsins [99% atkvæðanna]. Forðar frá einangrun við gamla alþjóðsamfélagið og veitir eyjaskeggjum úrval lávörufullvinnslu ES:EU.
Stærsta Bananaplantekra Evrópu er á Íslandi. Kanarí bananar eru mjög góðir eins og tómatarnir: tegundinni sem Íslendingar eru löngu orðnir vanir.
Við erum hálffulla leið inn í gamla Samfélagið og ekki hægt að slíta það úr Íslenskri samfélagsumræðu. Með innlimunar reikning hangandi í loftinu.
10 litlir Íslendingar .....
Júlíus Björnsson, 26.6.2009 kl. 14:24
Velferð grunnskóla
Fríða Eyland, 26.6.2009 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.