OG ENN MEIRA UM ICESAVE

Hér takast á tvær greinar um málið, báðar með ágætis rökum þó að ég persónulega hallist ennþá frekar að Herdísar greiningu á málinu.

Sjá hér grein Herdísar: http://www.visir.is/article/20090620/SKODANIR/228195908

og hér grein Guðmundar Andra: http://tmm.forlagid.is/?p=1730

 

Bæði hafa þó nokkuð til síns máls, en þó tel ég margar yfirlýsingar hjá Guðmundi Andra ekki standast nánari skoðun.

Hann nefnir til að mynda í þriðja lagi, að við séum ekki saklaus af peningasukki. Það er hárrétt hjá honum, en jafnframt er margbúið að sýna fram á að þáttur almennings í heildarútlánum bankanna 2007 var ekki nema um 3% í neyslulánum.

Þá tiltekur hann síðar í færslunni að vitað sé að við munum fá um 75-95% af ætluðum eignum Landsbankans upp í skuldina. Það er einfaldlega ALRANGT að það sé eitthvað um það vitað. Það er hvorki vitað hverjar raunverulegar endurheimtur eignarinnar verða, né neitt um það hvort að íslenska ríkið eigi einhvern forgang á þær heimtur fram yfir aðra kröfuhafa.

Já, það eru enn að minnsta kosti jafn margar ósvaraðar spurningar sem standa eftir þrátt fyrir ýmis svör. Er réttlætanlegt að semja um slíkar skuldbindingar á forsendum sem við getum mjög ólíklega staðið við, á jafn ótraustum upplýsingum og heimildum og nú liggja fyrir?

Ég segi NEI


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

og þar að auki var þetta ekki skuldbinding hvorki almennings né ríkisins, heldur einkarekins banka, því falla orð Guðmundar um að Íslendingar eigi að standa við skuldbindingar sínar um sjálf sig hvað þetta mál varðar!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 22.6.2009 kl. 00:22

2 Smámynd: Sveinbjörn Eysteinsson

Það eru alltof margir óvissuþættir í þessum samningi til að hægt sé að skoða hann af einhverri alvöru. Eins finnst mér að Landsbankamenn ættu að axla ábyrgð áður en þjóðin er hneppt í þrældóm. Úbs, nú er mig farið að dreyma dagdrauma aftur. Þarf að auka lyfjaskamtinn. En það væri nú samt notalegt ef einhver myndi stíga fram og viðurkenna mistök.

Sveinbjörn Eysteinsson, 22.6.2009 kl. 00:48

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Baldvin, kíktu inn á bloggið hjá mér. þar er smá útreikningur miðað við bestu forsendur mögulegar í Icesave málinu. Þó við fengjum 95% af eignunum þá þyrftum við samt að borga yfir 20 milljarða á ári í 8 ár.

Fannar frá Rifi, 22.6.2009 kl. 10:51

4 identicon

Það hlýtur að vera skylda Ríkisstjórnarinnar í þessu máli að fullreyna að finna ábyrga, hvort sem þeir teljast Útrásarvíkingar, vanhæf fyrri stjórnvöld sem ekki stóðu eftirlitsskilduna eða ESB með óskírum lögum. Og hafa af þeim sem hægt er upp í kröfurnar.

Áður en hún reynir að hengja þennan myllustein um háls þjóðarinnar sem hún á að vera að vinna fyrir.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 11:46

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já Fannar, góð ábending.

Það verður hins vegar líka að teljast afar ólíklegt að við munum fá einhvern forgang á eignir bankans hjá skilanefndinni. Við erum aðeins lítill hluti kröfuhafa.

Baldvin Jónsson, 22.6.2009 kl. 11:55

6 identicon

Vextir af Icesave láninu eru ekki forgangskröfur í þrotabú Landsbankans, svo það er ljóst að ríkið þarf að greiða vextina að fullu.

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 12:23

7 Smámynd: Liberal

Standast skrif GAT ekki nánari skoðun? Þú skrifar þetta eins og það séu einhverjar fréttir?

GAT er leigupenni VG og myndi segja svart vera hvítt og ömmu sína karlmann ef það gæti mögulega þjónað málstað vinstri flokkanna.

Gleymum ekki því að GAT var einn ötulasta penna-naðra Baugsveldisins og skrifaði óteljandi varnargreinar um það ágæta veldi í áraraðir (þó svo hann kannist ekkert við það núna).

a) okkur ber engin skylda til að borga Icesave, það er á hreinu og ekkert um það deilt lagalega (þó svo að júrókratarnir súpi hveljur yfir því að sjá ESB hverfa út í buskann)

b) þeir sem stóðu að þessum samningi eru landráðafólk.

Liberal, 22.6.2009 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband