Við erum svikin um stóra málið - stjórnlagaþing - og í staðinn á að gefa dúsu um persónukjör í sveitarstjórnarkosningum

Þetta er ómaklega af stað farið hjá ríkisstjórn sem lýsir því yfir að lýðræðisumbætur eigi að vera mikilvægur þáttur í stjórnarsamstarfinu.

Að setja af stað stjórnlagaþing sem verður hvorki fugl né fiskur, heldur aðeins "ráðgefandi", eru einfaldlega tilraunir þeirra sem valdið hafa til að friða lýðinn og reyna að losna við málið í þeirri von að margir skilji ekki þessa grundvallar breytingu á stjórnlagaþings hugmyndinni.

Ég fagna öllum hugmyndum um persónukjör - en gef einfaldlega skít í þessa umræðu "nýju" ríkisstjórnarinnar um stjórnlagaþing.

Verði stjórnlagaþing ekki sett af stað sem sjálfstæð stofnun sem ætlað er að endurskoða gagngert stjórnarskránna okkar og leggja svo tillögurnar fyrir þjóðaratkvæði beint en ekki fyrir Alþingi, þá mun ég persónulega beita mér fyrir því að byltingin haldi einfaldlega bara sitt eigið stjórnlagaþing og komi núverandi ríkisstjórn frá hið allra fyrsta.

Tilgangur búsáhaldabyltingarinnar var ekki að koma til valda nýjum valdasjúklingum!


mbl.is Persónukjör á næsta ári?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Tek undir hvert orð í þessari færslu. Skrifaði sjálfur smá um dúsuna og platið í gær. Mér sýnist ekki tímabært að pakka pottum og pönnum alveg strax.

Haraldur Hansson, 13.5.2009 kl. 10:52

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég tek líka undir hvert orð hjá þér sérstaklega það síðasta.  "Tilgangur búsáhaldabyltingarinnar var ekki að koma til valda nýjum valdasjúklingum! " 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.5.2009 kl. 11:29

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er hins vegar ósammála þessari færslu Baldvins, fréttin af því, að stjórnlagaþingið yrði einungis ráðgefandi, er jákvæð að mínu mati – eitt af fáu góðu frá þessari ríkisstjórn. Þetta kemur nánar fram í grein minni Vörumst lýðskrumsrök fyrir losaralegum stjórnlögum í anda geðþóttalýðræðis, og ég mæli líka sérstaklega með innleggi Helga Kristins Sigmundssonar, læknis á Ísafirði, í 4. aths. á vefslóðinni.

Jón Valur Jensson, 13.5.2009 kl. 11:35

4 Smámynd: Daði Ingólfsson

Ég vil minna á að stjórnlagaþing á að vera hafið yfir pólitískt dægurþras. Við erum að tala um að breyta Íslenska stjórnkerfinu í grundvallaratriðum, og það er hreinlega ekkert pláss fyrir pot af neinu tagi. Nú verður ESB málið notað sem söluvara stjórnarandstöðunnar fyrir bitlinga og það er öruggt að ef stjórnlagaþing verður háð pólitísku makki verður það skiptimynt líka. Þetta má einfaldlega ekki gerast, þetta er of mikilvægt fyrir það.

Daði Ingólfsson, 13.5.2009 kl. 14:02

5 identicon

Er ekki aðalatriðið að gera breytingar á stjórnarskránna en ekki aðferðarfræðin??

Jöfnun atkvæðaréttar, eitt kjördæmi eða einmenningskjördæmi, setja í stjórnarskár að fjárlagaramma sé gerður fimm ár fram í tíman, sköttum er ekki hægt að breyta til hækkunar á þessu fimm ára tímabili nema vegna sérstakra aðstæðna og þá þarf 75% þings að samþykkja eða þjóðaratkvæðagreiðslu, stjórnaskrábinda fækkun þingmanna í 49, stjórnarskrábinda hvernig hvenær skal halda þjóðaratkvæðagreiðslu, stjórnarskrábinda fækkun ráðherra þannig að þeir geti aldrei verið fleirri en 10 og fæst 6, setja í stjórnarskrá að lögaðilar megi ekki styrkja stjórnmálaflokka og eða frambjóðendur í kosningum eða prófkjörum hvorki í alþingiskosningu eða sveitastjórnarkosningum, fækkun sveitarfélaga þannig að sveitarfélag skulu hafa minnst 5000 íbúa. og svo framvegis. Þetta eru nú bara helstu punktar sem koma í hugan. 

Guðmundur (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 16:45

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

Setjið fram ykkar lagafrumvarp á þinginu um stjórnlagaþing og við í grasrótinni skulum vinna að stuðningi við það. Áður en komið er lagafrumvarp er erftitt fyrir okkur að pressa þingmennina okkar.

Héðinn Björnsson, 13.5.2009 kl. 17:40

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég tek undir með Grétari

Óskar Þorkelsson, 13.5.2009 kl. 21:56

8 Smámynd: Fannar frá Rifi

eina sem ég les í orðum guðmundar hér í athugasemd nr.6 er miðstýring, boð að ofan og elítu stjórnmál.

Fannar frá Rifi, 14.5.2009 kl. 00:21

9 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sammála. Nú tökum við höndum saman við þingmenn borgarahreyfingarinnr og leggjum fram frumvarp sjálf á þingi.

Arinbjörn Kúld, 16.5.2009 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband