Rafbílavæðing - er það möguleg lausn á efnahagsvanda heimsins?


mbl.is ASÍ áréttar kröfur gagnvart ríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Þetta er bæði fróðlegt og spennandi.

Jóhannes Björn skrifaði pistilinn "Hvað gerir Ísland við orkuna?". Hann er í tveimur hlutum, hér og hér. Í lok þess seinni nefnir hann þetta með rafmagnsbílana og tilraunina á Hawaii. Það er einnig margt fleiri fróðlegt í pistlum Jóhannesar. Ég mæli með þeim.

Haraldur Hansson, 7.5.2009 kl. 16:34

2 Smámynd: Ómar Ingi

Þetta er hugmynd Baddi

Ómar Ingi, 7.5.2009 kl. 17:49

3 Smámynd: Már Wolfgang Mixa

Ég mæli með þessari mynd - Who Killed the Electric Car?  Rafmagnsbíll er miklu nærri raunveruleikanum en flestir halda.

http://www.amazon.com/Who-Killed-Electric-Martin-Sheen/dp/B000I5Y8FU/ref=sr_1_1?ie=UTF8&s=dvd&qid=1241742246&sr=8-1

Már Wolfgang Mixa, 8.5.2009 kl. 00:25

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Mögnuð ræða. Eins og fram kom í myndbandinu, þá var Danmörk oft nefnd og er ekki laust við að ég hafi orðið var við mikla umræðu um málið í Danmörku. Einnig eru að fara í gang stórar framkvæmdir í framleiðslu á sólarsellum með uppsetningu á verksmiðjum víða um heim.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 8.5.2009 kl. 12:57

5 Smámynd: Einar Vilhjálmsson

Takk fyrir þetta myndband – Var það ekki John Perkins (EHM) sem niðurlútur brosti breitt þegar hann sá þetta? Hvað sem líður þá er rafmagnsbíllin er kominn til að vera og mun þjóna í auknum mæli tilteknum hluta bílamarkaðar  í framtíðinni en afar mismunandi eftir löndum . Ódýrt rafmagn tryggir ekki hagfeldni rafmagnsbílsins umfram aðra samfélagslega ábyrga valkosti sem knúið geta allar gerðir og tegundir bíla í dag. Hér er metan eldsneytið í afgerandi stöðu fyrir okkur Íslendinga.  Fagna beri því ef smærri rafmagnsbílar reynast hagfelldastir í rekstri heildrænt séð miðað við skilgreinda notkun.  Ef við erum að tala um bíl tvö eða þrjú  hjá hverri fjölskyldu þarf að hafa í huga heildarkostnað við að eiga bíl yfir höfuð. Það er langt í land að rafmagnið nái að uppfylli þarfir bílamarkaðarins í heild. Og mjög stórt spurningamerki þarf að setja við hagfeldnina þegar horft er til þeirrar sýnar sem kynnt er í myndbandinu. Þú kaupir bílinn en við seljum batteríin. Þú hleður bílinn þar sem þú stoppar og dreifikerfi fyrir batterí verður um allt. Þú skiptir um batterí  á tveimur mínútum í öllum veðrum hvar sem er – BINGO. Í þessu módeli  er hin meinta sjálfbærni rafmagnsframleiðslunnar einfaldlega færð yfir í ósjálfbærni um framleiðslu á batteríum-  BINGO-2 og nú brosir John Perkins ( The Ecomomic Hit Man) breitt þar sem hann veit að litíum er afar fágætt frumefni og því þægilegt fyrir fáa að ráða högum og för í heimsþorpinu. Og aðferðin er gamalkunn , heimurinn þarf að bregðast við núna, við höfum engan tíma til að bíða eftir frekari þróun á rafhlöðum ( segir í  kynningunni), við verðum að bregðast við núna, núna. Baurt séð frá litíum þá er framleiðsla á batteríum ein og sér fullnægjandi flókin vara til að tryggja vald hinna fáu í heimsþorpinu langt inn í þessa öld. Það versta fyrir þá fáu sem stjórnað hafa hagkerfum heimsins með einum eða öðrum hætti í gegnum einokun á vöru eins og bensíni  er að þjóðir verði sjálfbærar um framleiðsluna, hvað þá vöru sem gerir meira samfélagslegt gagn.  Stórfelld aukning okkar á notkun á íslensku metani er svo afgerandi okkar besta framþróun í eldsneytismálum  að við verðum að nýta betur þekkingu okkar og tækifæri í þeim efnum.

Einar Vilhjálmsson, 8.5.2009 kl. 13:17

6 Smámynd: Einar Vilhjálmsson

Takk fyrir þetta myndband – Var það ekki John Perkins (EHM) sem niðurlútur brosti breitt þegar hann sá þetta? Hvað sem líður þá er rafmagnsbíllin er kominn til að vera og mun þjóna í auknum mæli tilteknum hluta bílamarkaðar  í framtíðinni en afar mismunandi eftir löndum . Ódýrt rafmagn tryggir ekki hagfeldni rafmagnsbílsins umfram aðra samfélagslega ábyrga valkosti sem knúið geta allar gerðir og tegundir bíla í dag. Hér er metan eldsneytið í afgerandi stöðu fyrir okkur Íslendinga.  Fagna beri því ef smærri rafmagnsbílar reynast hagfelldastir í rekstri heildrænt séð miðað við skilgreinda notkun.  Ef við erum að tala um bíl tvö eða þrjú  hjá hverri fjölskyldu þarf að hafa í huga heildarkostnað við að eiga bíl yfir höfuð. Það er langt í land að rafmagnið nái að uppfylli þarfir bílamarkaðarins í heild. Og mjög stórt spurningamerki þarf að setja við hagfeldnina þegar horft er til þeirrar sýnar sem kynnt er í myndbandinu. Þú kaupir bílinn en við seljum batteríin. Þú hleður bílinn þar sem þú stoppar og dreifikerfi fyrir batterí verður um allt. Þú skiptir um batterí  á tveimur mínútum í öllum veðrum hvar sem er – BINGO. Í þessu módeli  er hin meinta sjálfbærni rafmagnsframleiðslunnar einfaldlega færð yfir í ósjálfbærni um framleiðslu á batteríum-  BINGO-2 og nú brosir John Perkins ( Ecomomic Hit Man) breitt þar sem hann veit að litíum er afar fágætt frumefni og því þægilegt fyrir fáa að ráða högum og för í heimsþorpinu. Og aðferðin er gamalkunn , heimurinn þarf að bregðast við núna, við höfum engan tíma til að bíða eftir frekari þróun á rafhlöðum ( segir í  kynningunni), við verðum að bregðast við núna, núna. Baurt séð frá litíum þá er framleiðsla á batteríum ein og sér fullnægjandi flókin vara til að tryggja vald hinna fáu í heimsþorpinu langt inn í þessa öld. Það versta fyrir þá fáu sem stjórnað hafa hagkerfum heimsins með einum eða öðrum hætti í gegnum einokun á vöru eins og bensíni  er að þjóðir verði sjálfbærar um framleiðsluna, hvað þá vöru sem gerir meira samfélagslegt gagn.  Stórfelld aukning okkar á notkun á íslensku metani er svo afgerandi okkar besta framþróun í eldsneytismálum  að við verðum að nýta betur þekkingu okkar og tækifæri í þeim efnum.

Einar Vilhjálmsson, 8.5.2009 kl. 13:18

7 Smámynd: Hinrik Þór Svavarsson

Já !!!

Hinrik Þór Svavarsson, 8.5.2009 kl. 16:37

8 Smámynd: Hinrik Þór Svavarsson

by the way .. TED á að vera skylduáhorf í öllum skólum í heiminum .. 4 tímar af TED í viku í námskrá!!!

Hinrik Þór Svavarsson, 8.5.2009 kl. 16:38

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Takk fyrir athugasemdirnar.

Einar: Góðir punktar. Persónulega finnst mér hugmyndin vera það sem stendur upp úr þessari kynningu. Ekki endilega hvaða rafgeymar eru notaðir eða hver framleiðir þá.

Það er næsta víst að ef metanknúnir bílar verða ekki fjöldaframleiddir, verða þeir seint eða aldrei samkeppnishæfir á markaði sem er ekki stærri en markaðurinn okkar. Það er því eftir miklu að sælast fyrir okkur ef fram kæmi lína sem þessi, sem hefur það að markmiði að framleiða bíla sem eru mjög samkeppnishæfir í verði OG umhverfisvænir.

Hugmyndin sem ég hreifst af þarna var ekki hugmyndin um markaðssetningu tiltekinna rafgeyma, heldur hitt, að við gætum komið upp svokölluðum orku leiðum hér á landi. Bæði þá verið með skiptistaði á hringveginum með reglulegu millibili og eins verið með skiptistaði og/eða hleðslustaði víða um höfuðborgarsvæðið og í öðrum þéttbýliskjörnum.

Þetta eru hugmyndir sem er mjög vert að skoða, ekki síst í því ljósi að nú bráðvantar hugmyndir til langframa á Íslandi sem eru hagkvæmari en kerfið sem við keyrum í dag.

Baldvin Jónsson, 8.5.2009 kl. 19:43

10 identicon

Það yrði stórkostlegt gæfuspor fyrir íslensku þjóðina ef hægt væri að draga verulega úr notkun á olíu og bensíni. Þetta mun gerast á heimsvísu yfir næstu 20 ár, það er hugarfarsbreyting að eiga sér stað, mun gerast hægt að sjálfsögðu, en mun gerast.

Lítið land með hugmyndaríkt og framtakssamt fólk gæti auðveldlega verið í fararbroddi fyrir svona þróun, og hvaða land er betur til þess fallið en Ísland.

Það ætti að veita mikilli orku í að koma þessu á koppinn.

Snorri Sturluson

Brooklyn, NY

Snorri Sturluson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 22:16

11 identicon

Takk - tækifæri okkar í metaninu eru mun hagfeldara en ykkur grunar. Vísa til blogga minna síðustu vikna. Varðandi bílan sem ganga fyrir metani þá er allt búið að opnast í þeim málum þótt um umboðin hafi ekki öll séð sér fært að sinna þessum markaði öll. Ég fæ þó frekari upplýsingar fljótlega og mun blogga þær. Sjá það sem borist hefur frá Heklu og Öskju - skoðið verðsamanburðinn í bæklingnum á kaupverði og rekstri . http://einarvill.blog.is/album/Metanbilar2009/image/840177/

Einar Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband