Júlíus Vífill stórmóðgar Ólaf F. Magnússon

Ég get ekki að því gert að velta fyrir mér hvort að þetta hafi verið svona "Freud'ian slip" eins og það er oft kallað þegar að einhver óvart segir upphátt þar sem að hann hefði betur aðeins geymt sem hugsun.

Gæti verið að Júlíus Vífill hafi óvart bara sagt upphátt það sem hin voru að hugsa?

Ég veit það ekki og hef ekki þekkingu til þess að taka afstöðu til veikinda eða heilbrigðis Ólafs F. en ég velti því þó óneitanlega fyrir mér hvort verið geti að það séu alltaf allir á móti honum og hann sá eini sem er í lagi, eða hvort að það sé kannski öfugt?


mbl.is Segir af sér sem varamaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Eitt er nú alveg á hreinu Baldvin, að Ólafur F Magnússon er eini borgarfulltrúinn sem gengur heill til skóar í skipulagsmálum borgarinnar.

Sturla Snorrason, 6.5.2009 kl. 23:58

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég veit að mörgum stendur stuggur af Ólafi því hann tekur á spillingunni óhikað sama hver á í hlut.

sjáðu þetta  

Var það ekki hann sem upplýsti um kaffiboð og ferðalög Óskars Bergssonar og styrk Eyktar við hann?

Sigurður Þórðarson, 7.5.2009 kl. 00:02

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég veit ekkert hvað Júlíus eða aðrir borgarfulltrúar sögðu, en eru ekki mestar líkur á að þetta sé bara "úlfur úlfur" eina ferðina enn hjá Ólafi F?

Fannar frá Rifi, 7.5.2009 kl. 00:19

4 Smámynd: Ómar Ingi

Ég hef nú séð þennan mann á öldurhúsum borgarinnar og hann mætti nú að hafa vit á því að vera heima hjá sér í sínum veikindum en ekki troða þeim uppá aðra og hvað þá littlar stúlkur , án efa ágætis náungi en á mikið bágt þessa dagana.

Efa ekki að Júlli hefur hreinlega meint vel og ætti Óli bara að taka ráðum hans og þakka pent fyrir.

Vonum að hann komi sterkur til baka.

Ómar Ingi, 7.5.2009 kl. 01:15

5 identicon

Æ, common....Ómar Ingi, þetta eru óþarfa upplýsingar sem kunna að valda öðrum en Ólafi hugarangri.

Ég er nýbúin að eiga gott spjall við þennan ágæta vin minn og ég get fullyrt það við ykkur að Ólafur er kominn heill til baka. Ég hef því enga ástæðu til að halda að sögð orð séu vegna einhverra veikinda.

Ekki hef ég heldur hugmynd um hvað Júlíus Vífill sagði og ætla því ekkert að tjá mig um "fréttina". 

Addý (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 02:15

6 Smámynd: Skaz

Baldvin ég held að málið sé alveg jafn slæmt með Júlíus hvort sem að þetta var Freudískt mismæli eða ekki. Fordómar eru fordómar, hugsaðir eða talaðir skiptir ekki máli. Og það að gefa í skyn að maður sem virðist alveg vera tilbúinn að vinna vinnuna sína þó svo að hann eigi við sjúkdóm að stríða, eigi bara heima á sjúkrahúsi er ekki neitt góðmannslegt. Þetta er eins og að segja við sykursjúkann að hann eigi bara að halda sig heima hjá sér. En við vitum nú öll að sykursjúkir eru nú alveg fullfærir um að vinna.

Kannast nefnilega persónulega við svona trúða eins og Júlíus, þetta var örugglega tilraun hans til að vera fyndinn en um leið að vísa tillögu eða gagnrýni burt á forsendum sem tengdust geðheilsu manns og heilsufari. Segirðu virkilega við t.d. krabbameinssjúkann mann að það sé ekkert mark á honum að taka sökum krabbameinsins?

Finnst þetta atvik ef satt er meira lýsa vanþekkingu og hreinni heimsku Júlíusar ásamt því hversu mikil frekja og dóni maðurinn er...

Skaz, 7.5.2009 kl. 06:44

7 identicon

"ég velti því þó óneitanlega fyrir mér hvort verið geti að það séu alltaf allir á móti honum og hann sá eini sem er í lagi, eða hvort að það sé kannski öfugt?"

Baldvin, hvað ertu í raun að segja ?

Sigrún Unnsteinsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 09:40

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sæl Sigrún. Ég er þarna að velta því fyrir mér, vegna ítrekaðra yfirlýsinga Ólafs F. um að hinir og þessir séu algerlega vanhæfir og illgjarnir gagnvart honum, hvort að það sé möguleiki að það sé ekki raunveruleikinn, heldur að raunveruleikinn sé sá að Ólafur F. sé bara að upplifa þetta sjálfur.

Ég er ekki að velta þessu fyrir mér vegna einhverra skoðana á Ólafi F., mér datt þetta einfaldlega í hug vegna þess að svona er það í mínu lífi. Þegar að ég er farinn að sjá eitthvað að öllum í kringum mig er vandamálið yfirleitt ég sjálfur, en ekki allir hinir.

Baldvin Jónsson, 7.5.2009 kl. 11:37

9 identicon

Fyrir mér eru þessi tilsvör Júlíusar ómerk og er það með ólíkindum að maður sem þessi skuli sýna svona framkomu. Ég veit ekki til hvers ég eyddi árum í vinna að geðheilbrigðismálum á sínum tíma fyrst að aðili eins og Júlíus sýnir síðan af sér fordóma sem þessa. 

Þetta virðist koma ítrekað upp gagnvart Ólafi F. Í Borgarstjórn og þykir mér það miður.

sandkassi (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 11:40

10 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég held við séum almennt frekar of viðkvæm fyrir geðsjúkdómu, sem er erfitt í landi með landlægt maníu og þunglyndisvandamál sem eðlilega afleiðingu dimmra langra vetra.....ég held við ættum að létta þetta aðeins, Óli mætti gera meira grín af þessu og eyða þessu sjálfur ver frjáls, segja gúgú í viðtölum og djóka smá....það er fínast fjör að vera klikk...trúið mér ég hef reynt. En er að sjálfsögðu rosa heilbrigður í dag.

Einhver Ágúst, 9.5.2009 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband