MUNDU AUTT ER DAUTT - BORGARAHREYFINGUNNI SPÁÐ 12% RAUNFYLGI

Eftir að hafa verið á ferðinni á meðal fólks flest alla daga undanfarnar 2 vikur heyrist mér að fólk almennt spái okkur 8-15% fylgi þegar talið verður upp úr kössunum. Flestir hafa haft á því orð sérstaklega að fylgi okkar myndi án vafa taka stökk um leið og fólki væri orðið ljóst að fylgið okkar væri komið tryggilega yfir 5% mörkin.

Ert þú búin/n að ákveða hvort þú ætlar að kjósa gamla "trausta" DBS, eða ætlarðu að prófa eitthvað nýtt?

Autt er Dautt - sértu ekki sáttur við eitthvað á listum framboðanna geturðu strokað út þá sem þér líkar ekki við. Ef þú ætlar að kjósa turnana yfir okkur áfram bið ég þig samt að skoða það vandlega að strika út það fólk sem bar augljósa ábyrgð á hruninu sem hér varð.

Hér eru leiðbeiningar fyrir þá sem ekki eru með þetta á hreinu: 

 


mbl.is Samfylkingin enn stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hitti Jakobínu og Sturlu í Hólagarði , hefði viljað sjá þau vinna með ykkur .Verð því að velja á milli F og O  ,tveggja góðra kosta. ....Sá á kvölina..........

hordurhalldorsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 20:51

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er athyglisvert það sem kom fram í umræðuþættinum í kvöld, að Borgarahreyfingin telur opinbera starfsmenn vera það lata, að með því að herða á þeim megi spara miljarða.

Það er ágætt að fólk haldi þessu viðhorfi BH til haga þegar gengið verður að kjörkössum á morgun.

hilmar jónsson, 24.4.2009 kl. 22:36

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það var áfall að fulltrúi ykkar á Stöð2 í kvöld sagði Borgarahreyfinguna ekki styðja ESB-aðildar-viðræður heldur aðeins viðræður við ESB. Það merkir í raun að þið viljið ekki að við komumst að hvað fengist út úr aðildarviðræðum hvaðþá að það sé eitthvað til að leggja fyrir þjóðina. - Ég hafði mælt með ykkur á blogginu mínu sem valkost þeirra sem vildu ESB-aðildarviðræður strax ásamt Samfylkingunni en þurfti að breyta því.

Helgi Jóhann Hauksson, 24.4.2009 kl. 22:54

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

PS
Það er ekki hægt að fá aðildarviðræður nema sækja um aðild og það er ekki hægt að komast hvað samningur gæti fært okkur nema að ganga af fullum þunga til aðildarviðræðna, til að bera svo þann samning sem útúr því kæmi undir þjóðina sem bestu fáanlegu niðurstöðu.

Helgi Jóhann Hauksson, 24.4.2009 kl. 23:21

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Helgi Jóhann, þér hefur eitthvað misheyrst. Fulltrúi Borgarahreyfingarinnar sagði skýrum orðum að við værum hlynnt því að fara í aðildarviðræður. Hins vegar sagði hann einnig að við vildum ekki fara inn í Evrópusambandið með byssusting í bakinu. Hlustaðu aftur á það sem Ragnar sagði og breyttu svo blogginu þínu til fyrra horfs.

Sigurður Hrellir, 24.4.2009 kl. 23:28

6 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ekki er ætlast til útstrikana á kjörseðlum og er slíkt lýðskrum sem ætti alls ekki að hvetja til. Mikilvægt er að allir mæti á kjörstað á morgun og kjósi eftir sinni bestu samvisku þann flokk sem höfðar best til þeirra.

Borgarahreyfingunni er spáð um 6% atkvæða af Gallup og er sú niðurstaða mikill sigur fyrir Borgarahreyfinguna. Ég óska ykkur góðs gengis á morgun.

Hilmar Gunnlaugsson, 24.4.2009 kl. 23:30

7 Smámynd: Sigurður Hrellir

Borgarahreyfingin er hlutlaus í afstöðu til Evrópusambandsins. Hins vegar teljum við að aðildarviðræður (í framhaldi af aðildarumsókn) sé eina vitræna leiðin til að leggja kosti og galla á borð fyrir þjóðina sem tekur endanlega ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sigurður Hrellir, 24.4.2009 kl. 23:52

8 identicon

Hvern þekkir þú eigninlega á mogganum, það er bara ALLTAF linkur í bloggið þitt þar. Spurning um að setja FME í málið, biðja þá um að ransaka það eins og Gulli Gaur gerði.

Gangi ykkur vel og ég vill svo minna á að komistu á þíng þá geri ég fastlega ráð fyrir styrkjum til ransóknar og kvikmyndagerðar.

jg (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 23:57

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hilmar, hafðu endilega í huga orð Þórs Saarí á morgun eins og þú vísar til hér að ofan. Ertu að segja að þú trúir því ekki að í opinberri stjórnsýslu sé á milli fólk sem er ekki að skila fullum afköstum í vinnunni?

Það sem Þór var hins vegar að vísa til fyrst og fremst til þess að setja hlutina í samhengi, er sú staðreynd að stjórnsýslan hefur þanist út á undanförnum árum um 52% og kostar nú um 220 milljarða á ári. Það einfaldlega er bara allt allt of mikið í rúmlega 300 þúsund manna samfélagi.

Gott dæmi er að skoða hvernig stofnanir hafa orðið til innan í öðrum stofnunum einungis til óhagræðingar eins og gerðist til dæmis í tilfelli Tryggingastofnunar ríkisins þar sem nú er orðin til stofnun innan hennar sem heitir Sjúkratryggingastofnun. Þar er sama staff og var áður að gera það sama, en nú hefur bæst við til viðbótar alveg ný tölvudeild og nokkrir nýjir yfirmenn sem þiggja allir topp laun og eru algerlega óþarfir.

Ertu ósammála þessu Hilmar?

Baldvin Jónsson, 25.4.2009 kl. 02:12

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það á ekki að fara eftir spám þegar fólk kýs, heldur eftir vel mótaðri og huXaðri sannfæringu um að maður sé að gera rétt. Maður veit síðan eftir að atkvæðinu hefur verið rennt inn um raufina, hvort að viðkomandi verknaður var réttur eða rangur, annað hvort finnur maður fyrir stolti eða skömm.

Hrannar Baldursson, 25.4.2009 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband