BORGARAHREYFINGIN MEÐ 41% FYLGI HJÁ FÉLÖGUM Í HAGSMUNASAMTÖKUM HEIMILANNA!!

Þetta er eitthvað sem allir ættu að velta vel fyrir sér. Borgarahreyfingin mælist allra flokka stærst í könnun Hagsmunasamtaka heimilanna. Þessari könnun er fólk að svara sem er ALVARLEGA BÚIÐ AÐ SKOÐA HVAÐ FLOKKARNIR ÆTLA AÐ GERA FYRIR HEIMILIN.

Ert þú búin/n að skoða það vel? Hvað þú kýst á morgun er á þína ábyrgð, en hvað sem þú gerir KJÓSTU og í guðanna bænum ekki kjósa AF ÞVÍ BARA eða "bara þetta gamla góða".

Taktu gagnrýna upplýsta ákvörðun Smile

Hér má nálgast frekari upplýsingar um Borgarahreyfinguna - og svo að sjálfsögðu víðsvegar um þetta blogg mitt hérna.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

O.K. X-O  

Margrét Sigurðardóttir, 24.4.2009 kl. 20:13

2 identicon

Dream on!

Soffía (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 20:35

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þó ég styðji Borgarahreyfinguna, þá er betra hafa það sem sannara reynist.  Af þeim sem gerðu upp á milli flokkanna sagðist 41% ætla að kjósa Borgarahreyfinguna.  Á móti kemur að 24% sögðust ekki vera búin að gera upp hug sinn og 9% til viðbótar sögðust ýmist ætla að skila auðu eða gáfu ekki upp afstöðu sína.  Það þýðir að 27% af heildinni völdu Borgarahreyfinguna, 11% völdu Framsókn og 11% völdu Samfylking, 8% styðja Vinstri græna, 7% Sjálfstæðisflokkinn, 2% Frjálslynda, en enginn valdi Lýðræðishreyfinguna.  Ef eingöngu er tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu, þá völdu 17% Framsókn, 16% Samfylkinguna, 13% Vinstri græna, 10% Sjálfstæðisflokkinn, 3% Frjálslynda og 0% Lýðræðishreyfinguna.

En við gerðum meira en að kanna hug fólks til flokkanna.  Við skoðuðum líka hug fólks til tillagna flokkanna um lausn á málefnum heimilanna.  Fólk var beðið um að gefa tillögunum einkunn á skalanum 0 - 10.  Í ljós kom að fólki hugnaðist tillögur Borgarahreyfingarinnar best, þá tillögur Framsóknar og tillögur Frjálslyndra urðu þriðjar.  Tillögur annarra komu langt á eftir.

Það er kannski best að taka fram að fólk var fyrst spurt um tillögur flokkarnir og þá vissu þeir sem spurðir voru ekki að á næstu síðu væri spurt um stuðning við flokkana.

Marinó G. Njálsson, 24.4.2009 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband