Það var víst aðeins TJALDBORG sem stóð til að slá um heimilin - á sama tíma eyða stjórnmálaflokkarnir áætluðum kostnaði stjórnlagaþings í eigin rekstur

Mér finnst Björn Þorri Viktorsson komast afar vel að orði þegar að hann vísar til þess að það hafi í besta falli verið slegin Tjaldborg um heimilin í þessari frétt á Vísi. Það er ekki hægt að kalla eitthvað lausn sem veruleika firrt Alþingi heldur að muni aðeins verða sótt í af 100-200 fjölskyldum á Íslandi. Á sama tíma fáum við af því fréttir að 30% heimila séu komin í greiðsluerfiðleika eða stefni þangað óðfluga og séu þegar með skráðar skuldir hærri eignum.

"Skjaldborg um heimilin" er fyrir flestum sem ég tala við farið að hljóma eins og blótsyrði.

Stjórnlagaþinginu var rænt af okkur á sama tíma og Gutti forseti Alþingis slær sér á brjóst fyrir fjölda frumvarpa sem samþykkt voru á ný afstöðu þingi. Ég reyndar tek undir með honum og gleðst yfir aukningu á þingmanna frumvörpum, það er jákvætt skref frá ráðherraræðinu sem hér ríkir, en jafnframt bendi á að þau málefni sem mestu máli skipta í dag fyrir þjóðina fengu ekki afgreiðslu þessa þings.

Skjaldborgin reyndist í besta falli Tjaldborg

Persónukjörið fengum við ekki

Stjórnlagaþing fáum við ekki

Bráðaaðgerðir fyrir brennandi fjárhag heimilanna fengum við ekki, en á sama tíma var gríðarlegum fjármunum, okkar fjármunum, eytt í að "bjarga" bönkunum.

Einn fyrirslátturinn sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur notað gegn stjórnlagaþinginu er að það muni kosta peninga að halda það og hafa þeir nefnt tölur allt að 1,5 milljörðum. Miðað við fjárframlögin sem flokkarnir skammta sér núna árlega af OKKAR peningum til EIGIN reksturs, virðist þeim nú ekki mjög annt um að spara fyrir okkar hönd.

Hörður kemur líka ágætlega inn á þetta í pistli á sínu bloggi: http://hordur.eyjan.is/2009/04/niurlging-og-hroki.html

Hvað ætlar þú persónulega að gera?  Kjósa það sama yfir okkur áfram?

Borgarahreyfingin er raunverulegur og raunhæfur valkostur. Við viljum lýðræði í stað flokksræðis!

Es. Óska Gunnari Svavarssyni velfarnaðar á nýjum vettvangi.


mbl.is Takk fyrir, búið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Það er greinilegt að ef hægt er að kjósa eitthvað, er það O.  Annað kemur ekki til greina...

Ekki að það sé neitt sérstaklega merkilegt.  Bara að hinir flokkarnir sjúga svo gjörsamlega geitur að það hálfa væri nóg!

Sigurjón, 18.4.2009 kl. 03:01

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Borgaraflokkurinn ætti að auglýsa: Ert þú óákveðin í hvaða framboð þú munt kjósa? Samkvæmt síðustu könnun Capacent eru tugþúsundir kjósenda mjög óákveðnir hvern á að kjósa í næstu kosningum. Gamlir og nýjir Sjálfstæðismenn hafa snúið baki við mikilmennskubrjálæði íhaldsins, Samfylkingarmenn eru ruglaðir á ákvörðunarfælni flokksins og stefnuleysi í orðum og gerðum, stuðningsmenn Vinstri Græna upplifa ofstæki og alltof mikla vinstri sveiflu sem einkennist af forsjáhyggju og vantraustyfirlýsingu á lýðræðishugsun. Fólk er ruglað í rýminu. Framsóknarflokkurinn vantar eldmóð og kraft.

Leyfðu Borgarahreyfingunni að njóta vafans og leyfðu nýrri hugsun og nýjum eldmóð að einkenna nýtt þing. Kjóstu Borgarahreyfinguna.

Bara svona smá hugmynd til ykkar í Borgarhreyfingunni. 

Haraldur Haraldsson, 18.4.2009 kl. 04:48

3 identicon

Þetta er einhver lélegasta ríkisstjórn sem við höfum haft,,,,ekkert gert,,bara talað,,,ég vona bara að fólk kjósi þetta ekki yfir sig í kosningunum sem eru framyndan..

Siggi Leifs (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 06:40

4 identicon

Ég hefði vel getað hugsað mér að gefa mitt atkvæði til Borgarahreyfingarinnar hefði ekki til komið fáránlegar ýfirlýsingar frá frambjóðendum hennar. Mál málanna hjá þeim er að greiða fyrir hælisleitendum.  (gólk sem enga hefur pappíranna og er oft eftirlýst í heimalandi fyrir glæpi) Við eigum að taka á móti þessu fólki og sjá því fyrir farboða.  Engin skýring er gefin á því hvaðan við eigum að fá fé til þess. þegar spurt er hvaðan þá er bara svarað með því að maður ´sé illa innrættur, og hvort ég vildi láta fara svona með mig eða mína.  Mér finnst Baldvin, að þú verðir að ræða við þessa frambjóðendur og biðja þá að gera grein fyrir fjáröflun í það minnsta ef ekki annað, í þessari "samkenndarsýki" sinni.  Þá er líka frítt fram að kjósa Borgarafylkinguna.  Annars engann lista.

Jóhanna Þórkatla (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 08:13

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Takk fyrir innlitið. Ég er eðlilega alveg sammála þér Sigurjón, við erum ekkert merkileg - bara venjulegt fólk. En reyndar finnst mér það vera einn af stóru kostunum við okkur. Venjulegt fólk laust við sérhagsmuni.

Góð hugmynd Haraldur, við erum einmitt búin að vera að herja svolítið á þessa óákveðnu og þá sem ætla að skila auðu. Að skila auðu er einfaldlega að henda frá sér þeim lágmarksréttindum sem við búum við í þessa lýðræðis litla landi í dag.

Jóhanna Þorkatla, ég veit satt best að segja ekki hvaða lausnir eru bestar fyrir hælisleitendur en uppruna þeirra er almennt auðvelt að rekja og þá hægt að sjá hvort að þeir eru raunverulega glæpamenn eða bara andstæðingar til dæmis Talíbana o.s.frv.
Ég er væntanlega mitt á milli í þessari umræðu. Mér finnst að eigi að skoða tilvik hvers og eins og ekki að hleypa sjálfvirkt öllum hér inn sem hælis leita, en almennt held ég að það sé samfélagi bara hollt að til dæmis auka hér fjölbreytnina í mannlífinu.
Ég hitti í gær nokkra fulltrúa þessa hóps hælisleitanda sem nú er staddur hér á landi þegar að þeir gengu á milli kosningaskrifstofa framboðanna í gær, og viðurkenni hér með fúslega að eftir að hafa talað við þau í ekki nema örfáar mínútur var ég farinn að dauðskammast mín fyrir móttökurnar og ofbeldið sem við, Íslendingar, beitum svona gesti. Í sveitinni hefði svona alger skortur á gestrisni einfaldlega verið kallað svíðingsháttur og lydduskapur.
Fólkið er búið að vera geymt núna í +/- 11 mánuði við þröngar aðstæður í Njarðvík. Þau eru þar geymd vegna þess að það er svo stutt þaðan á flugvöllinn til að "losna við þau" og svo langt þaðan til Reykjavíkur þar sem er öll þjónusta sem þau þurfa að sækja og fá því ekki. Þeim eru skaffaðar 2500 krónur á viku til framfærslu og dugar sú fjárhæð ekki til að komast fram og til baka til Reykjavíkur svo dæmi sé tekið. Fólkið er beitt þrýstingi til að skrifa síðan upp á alls kyns pappíra SEM ERU Á ÍSLENSKU og hafa enga hugmynd um hvað þau eru að skrifa undir. Það er gríðarlega gróft brot á mannréttindum og værir þú þvinguð af fagmanni til að skrifa undir samning, sem þú skilur ekki, að þá ættirðu rík réttindi á Íslandi í gegnum neytendalögin sem dæmi.

Ég hef ekki svarið við því hverja eigi að samþykkja sem leita hér hælis og hverja ekki, en tel að þurfi að vera til staðar rík ástæða til þess að veita þeim EKKI hæli á Íslandi.

Við lýsum því yfir í tíma og ótíma að við viljum vera þjóð meðal þjóða, að við virðum að sjálfsögðu lágmarks mannréttindi samkvæmt mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en þegar til kemur virðist það bara innihaldslaust gaspur ef um er að ræða einhverja aðra en Íslendinga eða noður Evrópu búa.

Við eigum að skammast okkar fyrir að búa svo um þetta fólk að það sjái fremur lausn í því að drepa sig en að búa við ofbeldið sem við bjóðum upp á. Skammast okkar.

Eðlilega ertu spurð að því hvort að þú vildir láta fara svona með þig og þína Jóhanna Þórkatla, á ekki sama yfir alla að ganga?

Baldvin Jónsson, 18.4.2009 kl. 10:51

6 identicon

Jæja, gott að þú ert hreinskilinn. Met það mikils.  Og það gerir það verkum að ég sit heima á kjördag.  Og það gera margir aðrir sem ætluðu að kjósa Borgarahreyfinguna.  Margt af því fólki sem hefur búið við hlið "þessara hælisleitenda", og þekkir þeirra heimtufrekju og yfirgang.  Ekki fyrst, heldur þegar þeir nálgast 1-200 þá koma beiiðnir um Sharia-lögin og moskur  o.fl.

Verði ykkur að góðu............

Johanna þórkatla (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 11:21

7 identicon

Jæja, gott að þú ert hreinskilinn. Met það mikils.  Og það gerir það verkum að ég sit heima á kjördag.  Og það gera margir aðrir sem ætluðu að kjósa Borgarahreyfinguna.  Margt af því fólki sem hefur búið við hlið "þessara hælisleitenda", og þekkir þeirra heimtufrekju og yfirgang.  Ekki fyrst, heldur þegar þeir nálgast 1-200 þá koma beiðnir um Sharia-lögin og moskur  o.fl.  Kæru kjósendur þið sjáið stefnuna hjá Borgarahreyfingunni.  Aldrei  X-O-listann

Verði ykkur að góðu............

Johanna þórkatla (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 11:24

8 Smámynd: Neddi

"Ekki fyrst, heldur þegar þeir nálgast 1-200 þá koma beiðnir um Sharia-lögin og moskur  o.fl."segir Jóhanna Þórkatla.

Hún gerir sér greinilega ekki grein fyrir því að árið 2008 voru 402 skráðir i Félag Múslima á Íslandi og það án þess að hér væru háværar kröfur um Sharia lög.

Neddi, 18.4.2009 kl. 13:09

9 Smámynd: Sævar Einarsson

Við skulum ekki alveg missa okkur í kjánagang Jóhanna Þórkatla, þú ert að mínu mati að gera upp þína skoðun á aðra. Ákveðir þú að sitja heima þá þakkar X-D þér kærlega að þitt að atkvæði lenti hjá þeim. Og til að útskýra það nánar hvers vegna þitt atkvæði lenti hjá X-D er ekki flókið að útskýra, X-D er öfgatrúarsamfélag með sinn ofurkrissa og alveg sama hvað sá ofurkrissi gerir við sína þræla þá kyssa þeir á honum/henni tærnar og færa honum gjafir(atkvæði) og þetta er hið fasta kjörfylgi X-D alveg sama hvað á dynur, hann gengur að þessum atkvæðum vísum, flokkurinn er áskrifandi af þeim OG ef þú skilar auðum seðli þá gildir það því að þú kjósir X-D vegna þess að þeim mun fleiri auðir eða ógildir seðlar styrkja hið fasta kjörfylgi X-D. Vonandi hef ég náð áð útskýra þetta á sem besta hátt, góðar stundir.

Sævar Einarsson, 18.4.2009 kl. 13:34

10 identicon

Margir íslendingar erlendis , sem vildu kjósa, urðu að aka með X-D bíl á kjörstað, því engin af hinum flokkunum buðu upp á þessa þjónustu. Ég veit um marga andstæðinga  D- listans sem fóru ekki á kjörstað .

Hvar voruð þið? Þar fuku nokkur atkvæði ! Það er ekki ofsögum sagt að mörg þingmannsefnin hugsa skamt.

V. J. (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 14:00

11 identicon

Ég get ekki tekið undir það Baldvin að Borgarahreyfingin sé raunverulegur kostur.  Það eina sem stendur í stefnuskrá ykkar er að þið viljið breyta hvernig landinu er stjórnað og svo þegar þangað sé komið að leggja hreyfinguna niður.

Hverjar eru ykkar töfralausnir sem gera ykkur að raunhæfum kosti.   Hvað ætlið þið að gera í sjávarútvegsmálum, hvað ætlið þið að gera í heilbrigðismálum, hvað viljið þið gera í menntamálum ? atvinnumálum, iðnaði, landbúnaði, írþótta og tómstundastarfi svo fátt eitt sé nefnt ???

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 14:56

12 Smámynd: Sigurjón

Fyrir mér er þetta einfalt: Ég get ekki hugsað mér að kjósa gömlu flokkana aftur og því er bara einn kostur eftir.  Ég hef skoðað stefnuskrána og er sammála langflestu sem þar kemur fram.

Heilbrigðis-, mennta-, atvinnumál og svo framvegis eru útfærzluatriði.  Borgarahreyfingin er með almennar aðgerðir varðandi stjórnsýzlu og lýðræði hér á landi á sinni stefnuskrá.  Það liggur á að breyta því; ekki hinum málunum.  Það er hægt að fara í þau eftir að búið er að bjarga heimilunum og lýðræðinu...

Sigurjón, 18.4.2009 kl. 15:59

13 identicon

Sigurjón, samkvæmt stefnuskrá þeirra þá ætla þeir að leggja upp laupana þegar þessu takmarki þeirra er náð.  Það yrði ekkert eftir nema gömlu flokkarnir...

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 17:09

14 Smámynd: Sigurjón

Það er líka bara allt í lagi!  Þegar búið er að lagfæra lýðræðið hér og koma í veg fyrir haxmunagæzlu þingmanna og ráðherra, þá verður allt í lagi að kjósa gömlu flokkana, enda geta þeir ekki teflt fram fólki sem er hluti af þessu spillta pakki sem sat hér áður.  Er þetta eitthvað torskilið Arnar?  Kemstu virkilega ekki út úr þeim kassa að allir sem bjóða fram á þing þurfi nauðsynlega að ríghalda í völdin?

Opnaðu augun maður og hugsaðu!

Sigurjón, 18.4.2009 kl. 17:15

15 identicon

Sigurjón, afþví að ég er ekki sömu skoðunar og þú er ég þá eitthvað hugsunarlaus og fastur í einhverjum kassa ?  Það er soldill vottur af fassisma í því að allir sem eru ekki sömu skoðunar séu bara fastir í einhverjum kassa.

Ég er einfaldlega bara þeirrar skoðunar að borgarahreyfigin er ekki nógu skýr kostur fyrir fólk, þar sem að ég kýs aðgerðirnar og það sem flokkarnir ætla að gera.  Hvernig þeir ætla að fara að því að gera hlutina er aukaatriði.

Og miðað við stjórnarskrá borgarahreyfingarinnar ætla þeir að beita sér fyrir því að fyrirkomulagið á stjórnkerfinu verði öðru vísi.   ÞAÐ er hlutur sem má bíða betri tíma.  Það mikilvægastaí dag er að fara í aðgerðir til að endurreisa atvinnulífið,koma heimilunum til hjálpar og að framselja ekki ESB auðlindirnar okkar á silfurfati sem virðist vera það sem samfylkinginn keppist eftir!

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 17:50

16 Smámynd: Sigurjón

Fasismi hefur ekkert með þetta að gera.  Af því að þú viðraðir þá skoðun þína hér ofar að Borgarahreyfingin sé ekki ,,raunverulegur valkostur", bara vegna þess að þeir hafa ekki útlistað nákvæmlega hvað þeir ætla að gera í téðum málum, finnst mér þú fastur í kassanum sem erfitt er að hugsa út fyrir.

Ég er svo með öllu ósammála því að breytingin á stjórnkerfinu megi bíða.  Það er forgangsatriði til að hitt sé í lagi.  Borgarahreyfingin, skv. stefuskrá þeirra, telur reyndar upp aðgerðir til að endurreisa atvinnulífið (fella til baka verðbólguna til janúar 2008) og þar með lækka greiðslubyrði heimilanna, auk þess sem mjög skýrt stendur í stefnuskránni að auðlindir verði ekki framseldar til útlanda.

Þú virðist ekki hafa lesið stefnuskrána, en þykist vera þess umkominn að halda því fram að flokkurinn sé ekki raunverulegur valkostur!

Fasistinn hefur talað...

Sigurjón, 18.4.2009 kl. 18:33

17 Smámynd: Baldvin Jónsson

Arnar Geir, þar sem að ég veit að þú ert maður sem vilt styðjast við sannleikann í lífinu að þá hvet ég þig til þess að lesa betur stefnuskránna okkar. Það er einfaldlega ósatt að þar komi ekkert annað fram en að við viljum breyta því hvernig landinu er stjórnað.

Stefnumálin okkar taka á bráðaaðgerðum í fjárhag heimilanna, rannsókn og uppgjör við fortíðina sem um sakamál sé að ræða, verulegar umbætur á lýðræðinu og hreinsun á pólitískum ráðningum og tengingum í stjórnsýslunni. Svona til að draga þetta saman í sem einföldustu máli. Endilega lestu betur yfir og tökum svo rökræðuna.

Það sem ég er einna stoltastur af við okkur í Borgarahreyfingunni er einmitt sú staðreynd að við lýsum því yfir formlega að við ætlum ekki að taka þátt í lygunum sem að kosningaloforðin eru. Það er enginn flokkur að fara að "skapa hér" fleiri þúsund störf. Hlutverk ríkisins í mínum huga gagnvart atvinnumálum ætti fyrst og síðast að vera að skapa hér jafnræðisgrundvöll þar sem að allir búa við sama borð. Skapa hér aðstæður þar sem að markaðurinn getur sjálfur skapað tækifærin.

En ég endurtek, endilega lestu gagnrýnið aftur stefnuskránna okkar, sérstaklega fyrsta hlutann um fjárhag heimilanna, og segðu mér svo hvað þér finnst vanta þar frekar?

Eða viltu frekar að við ljúgum að þér eins og hinir til að "friða" óttann í blekkingum?

Baldvin Jónsson, 18.4.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband