Markaðurinn hafnar gríðar hárri skráningu Actavis - engir kaupendur finnast

Þetta kemur mér ekki á óvart og ég hef áður bloggað um þetta mál hérna vegna þess einmitt að mér þótti afar forvitnilegt að fylgjast með þessu ferli. Þetta afar svo gráa svæði sem að fagfjárfestar á Íslandi bjuggu til hérna, þegar að þeir fóru að skrá viðskiptavildina upp hjá fyrirtækjum í hvert sinn sem þeir voru sjálfir að kaupa og selja sér, vinum og vandamönnum, fannst mér alla tíð alveg stórfurðulegt og á mörkum þess að geta verið löglegt.

Eftir því sem mér var tjáð síðastliðið haust að þá var viðskiptavild Actavis þá þegar skráð orðið hærri en eigið fé fyrirtækisins. Hvernig getur viðskiptavild félags verið meira virði en fjármagnið sem félagið á?

Ég er afar sáttur við það að nú virðist sem alþjóðlegi markaðurinn samþykki ekki þetta afar háa skráða gengi Actavis. Það er ekki að hlakka í mér yfir óförum þeirra, alls ekki. Ég gleðst vegna þess að þetta tel ég góða staðfestingu á því að þetta sé óeðlileg skráning sem hér hefur verið stunduð og að með þessu muni þetta nú breytast.

Við erum öll að vakna, förum nú að venja okkur á að segja bara satt.

Mundu - X við O er að kjósa breytingar.  Borgarahreyfingin - Þjóðin sjálf á þing


mbl.is Sala á Actavis lögð til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt Baldvin. Verðgildi Actavis var aldrei það sem reynt var að gefa upp og telja fólki trú um. Fyrst vildi Björgólfur Thor víst 8 malljarða evra. Núna er vermiðinn 5 og ekkert gengur. Núna þegar verhugmyndir koma frá fyrirtækjum eins og Teva (nr. 1 í generica framleiðslu) og sanofi aventis, fara menn að fá rétta hugmynd um gengi Actavis. Mín tilgáta er að ca. 3.5 milljarða evra fáist fyrir Actavis, í hæsta lagi.

En hvað verður þá um starfsemina í Hafnarfirði?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband