Merkilegt nokk, Norðmenn voru rétt í þessu með fullum stuðningi Sameinuðu Þjóðanna að stakka landhelgina sína um 200 sjómílur. Það jafngildir 235.000 ferkílómetrum sem þeir bættu við lögsöguna sína í einfaldri aðgerð.
En það sem stakk mig í fréttinni er þessi lína hér: "Strandríki eiga kröfu út að 350 sjómílum geti þau sannað með vísindalegum hætti að landgrunnið sé náttúruleg framlenging landsins."
Drekasvæðið norður af Íslandi er nefnilega ekki náttúrulegt framhald af Íslandi, það er landgrunninum okkar, heldur er það náttúruleg framlenging á Jan Mayen þar sem Norðmenn ráða jú ríkjum eins og við vitum.
Það er ekki ætlun mín að valda hérna einhverri geðshræringu en mér finnst samt áhugavert að velta því fyrir mér að eftir allar væntingarnar sem búið er að byggja upp um möguleikana þarna að þá virðist eignarréttur okkar eða nýtingarréttur á svæðinu vera undir samningi við Norðmenn kominn. Ef þeir kjósa að segja upp þeim samningi sem nú er í gildi um nýtingu svæðisins gæti komið til alþjóðlegs úrskurðar um hvar mörkin eiga að liggja. Eða eru kannski núverandi mörk þau einu sanngjörnu?
Ég hef svo sem ekki raunverulegar áhyggjur af milliríkjadeilu um málið í augnablikinu, en er þetta möguleiki miðað við þessar reglur? Maður spyr sig.
Noregur stækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
339 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Bretar hafa sótt um einhliða tilkall til fullra yfirráða yfir efnahagslögsögunnar á Hatton Rockall-svæðinu í greinargerð til landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna, Afstaða Íslands í málefnum svæðisins hefur verið sú að rétt sé að stefna á að Færeyjar,Írar og Ísland nái fyrst samkomulagi sín á milli um skiptingu landgrunns a Hatton-Rockall-svæðinu en skili að því loknu sameiginlegri greinargerð til landgrunnsnefndarinnar um ytri mörk landgrunnsins.
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 00:55
Þetta hefur nákvæmlega ekkert að gera með Drekasvæðið.
Þar að auki er fréttin hálfgert bull; sama hversu menn er snjallir geta þeir seint "stækkað lögsögu... um 200 sjómílur".
Stærð landsvæða og hafsvæða er mæld í flatarmáli en ekki lengdareiningum.
Staðrendin er að landgrunnslögsaga þeirra er að stækka formlega séð um 250 þús ferkm.
http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/article3026934.ece
Ketill Sigurjónsson, 16.4.2009 kl. 02:08
Gott hjá Katli.
Ályktanir þínar, Baldvin Jónsson, eru líka að litlu hafandi, þar sem Íslendingar og Norðmenn hafa þegar gert með sér samkomulag um efnahagslögsöguna kringum Jan Mayen.
En merkilegt er líka að minnast þess, að Norðmenn eignuðust ekki Jan Mayen fyrr en vel var liðið á 20. öld, og að ekkert varð úr skipulagðri íslenzkri sendiför til að leggja eyna undir okkur vegna sviplegrar drukknunar þess vaska Vestfirðings, sem hafði þetta á prjónunum.
Jón Valur Jensson, 16.4.2009 kl. 02:21
Mér er þvert um geð að taka undir með Jóni Val - nema þegar hann hefur rétt fyrir sér! Eitt sinn er allt fyrst.
Bendi Jóni og lesendum á að reyndar sýnist mér Baldvin vera að velta upp því að við ættum að skoða vandlega hvað í þessu útspili Norðmanna felst. Það er nákvæmlega ekkert að því! Hið besta mál - Skoða hefði mátt útspil ríkisbubba (Nobbararnir eru það svo sannarlega) af gríðarlegri smámunasemi og tortryggni miklu fyrr.
Ef eitthvað er gæti sú athugun leitt í ljós á skömmum tíma að við ættum hiklaust að gera nákvæmlega hið sama og ná öllu landgrunni sem mögulegt er skv. alþjóðasamningum undir þjóðina.
Sumsé - Gott hjá þér Baldvin, rétt hjá ykkur Jón Valur og Ketill.
Rúnar Þór Þórarinsson, 16.4.2009 kl. 04:28
Auðvitað áttum við aldrei að gefa eftir tilkall okkar til Jan Meyen, eða Nýjalands eins og Einar Ben kallaði eyjuna, sem er líklega hin rétta Kolbeinsey (þ.e. þangað sem Kolbeinn fór í raun), á korti.
Norðmenn stálu henni undan nefinu á okkur, þeir voru í útþennslupælingum, vildu gera tilkall til Austur - Grænlands í krafti landnáms Eiríks rauða (sem þeir héldu að hefði verið á austurhlutanum), en þurftu að bakka með það af hálfu Dana (voru mögulega í konungsambandi við þá á þessum tíma) en uppgötvuðu þá svolítið sérstakt um Jan Meyen.
Það er að þó allir töldu eyjuna tilheyra Íslandi, og ýmsum bújörðum á norðurlandi fylgdu hlunnindaréttur (hluti af eign jarðanna) á Jan Meyen, enda höfðu Íslendingar löngum notað hana sem útræðisstöð sérílagi fyrir hákarlaveiðar og til söfnunar á rekavið, þá höfðum við aldrei gert formlegt tilkall til hennar, s.s. sett niður fánann þarna eða sett upp skjöld eða reist vita eða nokkuð slíkt.
Hef heyrt af tilvist leyniskjala hjá Norðmönnum sem viðurkenni þetta, enda hafa Norðmenn ekki þorað hingað til að krefjast miðlínu milli Íslands og Jan Meyen (við eigum 200 mílur þangað út) þó þeir krefjist þess við Grænland.
Hef ekki heyrt af þessari sendiför Jón Valur fyrr, hver var þessi maður, hvenær ætlaði hann og í krafti hverra? Var þetta hans einkaframtak og hví tók enginn við merki hans? Hvað ætlaði hann að gera þarna?
Það eru miklir möguleikar á olíu á öllu landgrunni Jan Meyen, sem og aðgangur okkar að tilkalli til norðurpólsins væri þá einhver ef við ættum þessa eyju sem líklega hýsti Kolbeinn í útlegðinni á sínum tíma og mögulega var sú eyja sem íslendingar neituðu að gefa Norðmönnum eftir í kringum umræðuna um að mig minnir kristnitökuna frekar en annars hvors gamla eða nýja sáttmála.
Höskuldur (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 08:33
Reglur um landgrunnsnefndina eru í raun nokkuð skýrar. T.d. er núna í augnablikinu vinna í því sem Norðmenn voru að gera, þ.e. meta hversu langt landgrunnið nær, þ.e. hversu langt það er náttúruleg framlenging landsins og svo sendum við skýrslu um það til landgrunnsnefndar og þá er það í raun bara komið. Þarf bara að sanna að það sé náttúruleg framlenging. Ef þér langar í frekari útskýringu á einhverju af þessu þá get ég skoðað það en held það sé mjög tæpt að Norðmenn fari að gera eitthvað veður úr þessu og segi upp samningi þó ég sé ekki alveg viss með möguleg mörk ef þennan "úrskurð"
En annað í sambandi við þetta olíudæmi að ég skil ekki þessa umfjöllun um það eins og það bjargi okkur. Hagnaði af því myndum við sennilega þurfa að bíða eftir í mörg ár þó þetta myndi ef til vill skapa einhverja vinnu fyrr.
Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 08:44
Áhugaverðar vangaveltur, væri afar gaman Jón Valur að fá frekari fréttir af þessum manni. Hef ekki heyrt þá sögu.
Var hins vegar enga ályktun að draga Jón Valur heldur aðeins að velta því fyrir mér hvort að þetta mikilvæga svæði væri ekki formlega skráð okkur heldur aðeins okkar vegna samnings milli ríkjanna. Því ef svo er er eignarétturinn lítill sem enginn og öll vinnsla á svæðinu væri þá undir því komin að Norðmenn náðarsamlegast hrófli ekki við samningnum.
Persónulega færi ég a.m.k. ekki út í slíkar stórframkvæmdir án þess að ganga frá því tryggilega fyrst að svæðið sé okkar eign.
Var einnig að velta því fyrir mér þegar að ég skrifaði þetta þó að ég hafi reyndar ekki orðað það sérstaklega, eins og þið komið inn á hérna, hvers vegna Jan Mayen hafi einmitt orðið norsk en ekki íslensk. Landfræðilega er það nokkuð merkilegt að Íslendingar hafi ekki tryggt sér hana á sínum tíma.
Endurtek, það væri gaman að fá söguna af þessum manni sem þú nefnir Jón Valur.
Baldvin Jónsson, 16.4.2009 kl. 08:46
Gangi þér vel á fundinum í kvöld. Mér var tjáð að með öllum líkindum yrði þetta tekið upp. Amk þau væru á fullu að reyna redda því. En þvi miður kemst ég ekki kl átta til að vera í klappliðinu!
Kv. Jóhann
Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 12:19
Það virðist engum detta í hug að skoða innihald samnings, sem Ingibjörg Sólrún, þáv. utanríkisráðherra Íslands og kollega hennar, Jonas Gahr-Störe gerðu í september 2008 um "sameiginlega nýtingu Drekasvæðisins". Fróður maður um svona samninga sagði mér, að í raun þýddi sá samningur, að Norðmenn gætu nýtt allt Drekasvæðið, líka það sem tilheyrir Íslandi, nákvæmlega með þeim hætti sem þeim hentaði.
Tortrygginn (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 14:42
Ég svara þér, Baldvin, seinna um Hrólf, hinn vaska Vestfirðing, – ætla raunar að skrifa grein um hann.
Jón Valur Jensson, 16.4.2009 kl. 14:58
Detta hever ingiting at gjera med Drekasvæðið, som er innanfor Islands 200 nautiske mil.
Torgeir (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 16:29
Það er full ástæða fyrir íslendinga til þess að áhyggjur af þessum fréttum skv. áliti norskra ólíusérfræðinga, sem eru slegnir mikilli hamingju yfir þessu skúpi;
http://e24.no/makro-og-politikk/article3029878.ece#AF
Hafa íslensk yfirvöld sofið á verðinum og hefur einhver tjáð sig um þetta í fjölmiðlum?
Jón (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 12:07
Delingi av havbotnen i Smutthavet (Sildarsmugan) vart gjort i lag med Island og Danmark (for Grønland og Færøyane). Eg meiner at koma i hug at Island fengde eit stykke, dei med.
Torgeir (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.