Hnökrarnir eru túlkun flokksbundinna einstaklinga í kjörstjórnum - Borgarahreyfingin skilaði öllu réttu samkvæmt laganna hljóðan
15.4.2009 | 13:10
Við búum viði svo merkilega mikinn lýðræðishalla á Íslandi að það er farið að nálgast það að hljóta að eiga heima í heimildarmynd um Lýbíu.
Þegar að ný framboð skila inn sínum listum samkvæmt kosningalögum þá tekur þar á móti þeim svo kölluð kjörnefnd sem er ætlað það hlutverk að fara yfir að allt sé samkvæmt lögunum. Kjörnefnd þessi er skipuð AF ÞINGFLOKKUM Á ALÞINGI og þó ætlað að gæta jafnræðis milli allra framboða. Það að kjörnefnd skuli skipuð af fjórflokknum er svo gríðarlegur lýðræðishalli að ÖSE nefndin sem stödd er hér á landi til þess að fylgjast hér með kosningunum (sem oft er gert í þriðja heims löndum) átti bara ekki orð til að lýsa undrun sinni á ástandinu.
Borgarahreyfingin sem sagt skilaði inn öllum skjölum sem til var ætlast í gær og vorum við að vonum afar hamingjusöm með árangurinn. Hnökrarnir sem vísað er til voru þeir að körnefndir SV og RS kjördæma vildu meina að á listum með staðfestingar undirskriftum frambjóðenda yrði að koma fram í hvaða kjördæmi nákvæmlega þeir væru að bjóða fram. Þetta kemur hvergi fram í lögunum og reyndar vorum við líka áður en skilað var inn, búin að fá á því staðfestingu frá Hjalti Zóphóníassyni skrifstofustjóra að þess væri ekki þörf, enda kæmi ekkert fram um það í lögunum.
Kjörstjórnin ber fyrir sig að þetta sé hefðin. Ég hef ekkert bindandi séð um hefð í lagatúlkun að réttarvenjum undanskildum. Þá þarf hins vegar að hafa fallið dómur í máli til þess að hefðin skapist.
Hér erum við einfaldlega að eiga við varðhunda flokksræðisins - ekki lýðræðisins.
Mikið er ég þakklátur fyrir að brátt munum við fá að takast á hendur það verkefni að breyta þessu kerfi, þessari flokksbundnu stjórnsýslu hér á landi, til betri vegar.
Hér verður að fá að ríkja jafnræði til handa ÖLLUM þegnum þessa lands!
Borgarahreyfingin - þjóðin SJÁLF á þing (Takk Hlédís fyrir flotta viðbót við slagorðið )
Einhverjir hnökrar á framboðslistum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
340 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 358727
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
"Kjörnefnd þessi er skipuð AF ÞINGFLOKKUM Á ALÞINGI og þó ætlað að gæta jafnræðis milli allra framboða. Það að kjörnefnd skuli skipuð af fjórflokknum er svo gríðarlegur lýðræðishalli..."
Þessi setning er dálítið einkennandi fyrir málflutning Borgarahreyfingarinnar. Orðið "fjórflokkur er nú blótsyrði sem hægt er að nota hægri vinstri. Það eitt að segja þetta orð verður til þess öll mál eru vafasöm.
Það háttaleg að kjörnefndir eru skipaðar af öllum þingflokkum á að koma í veg fyrir lýðræðishalla. Þannig koma þær í veg fyrir að hallað sé einn flokk framar öðrum. Þetta er það lýðræðislegasta í stöðunni. Varla viltu að dómsmálaráðherra á hverjum tíma skipi í þessar nefndir fólk sem hann telur vera það hæfasta?
Er líka möguleiki á að þú leggir fram einhverjar sannanir fyrir þessari staðhæfingu þinni? "...ÖSE nefndin sem stödd er hér á landi til þess að fylgjast hér með kosningunum (sem oft er gert í þriðja heims löndum) átti bara ekki orð til að lýsa undrun sinni á ástandinu."
Jón Sigurður, 15.4.2009 kl. 13:49
Kemur enn einn VG-arinn að væla yfir notkun hugtaksins "Fjórflokkur"! (égbóka þig frá VG, engir aðrir kvarta yfir þessu).
Jón; Baldvin þarf ekki að sanna sína upplifun. Hann er að segja frá hvernig hann upplifði viðbrögð.
Getur þú sannað að afstaða VG hafi verið öðruvísi innan kjörnefndarinnar en afstaða fulltrúa hinna?
Friðrik Þór Guðmundsson, 15.4.2009 kl. 14:07
Eina vandamál mitt við notkun ykkar á orðinu "fjórflokkur" er að segja það orð virðist firra ykkur ábyrgð á að benda á einhver önnur atriði.
Baldvin segir beinum orðum að fólk á vegum ÖSE hafi verið undrandi á þessu vinnubrögðum eins og það sé opinber skoðun stofnunarinnar. Ef þetta var hans persónulega upplifun af viðbrögðum þá eru þau varla tæk til að nota í þessu samhengi. Sá hann einhver hrista hausinn eða heyrðu hann fulltrúa ÖSE segja að þetta væru undarleg vinnubrögð?
Auðvitað get ég ekki sannað neitt um afstöðu eins né neins flokks í kjörnefndum, enda gaf ég aldrei í skyn að ég vissi neitt um það. Baldvin sagðist hins vegar vita hvernig ÖSE lítur á þetta mál.
Er til of mikils mælst að hann útskýri hvernig hann komst að þeirri niðurstöðu? Hann er nú einu sinni frambjóðandi til Alþingis.
Jón Sigurður, 15.4.2009 kl. 14:27
Jón Sigurður, ég get ekki lagt fram sannanir þess efnis að fulltrúi ÖSE hafi verið nánast orðlaus, ekki nema að sá fulltrúi gefi það út sérstaklega.
Þór Saari hringdi fyrir okkar hönd í fulltrúa ÖSE þegar að lá fyrir vafasamt mat kjörnefndar á undirskriftalistum frambjóðenda. Í þeirra samtali kom fram hjá Þór að svona væri skipað í kjörnefndina og brást þá fulltrúi ÖSE svona við því. Þér er í sjálfsvald sett hvernig þú kýst að túlka það, en greinilegt var af viðbrögðunum að honum fannst þetta afar óeðlilegt.
Ég biðst hins vegar velvirðinga á því að hafa vísað hér í nefndina alla, það var að sjálfsögðu ekki rétt. Þetta var aðeins einn fulltrúi nefndarinnar sem gaf okkur þetta álit sitt. Nefndin sem heild mun hins vegar taka málið fyrir ásamt öllum öðrum athugasemdum sem þeim nú berast í stríðum straumum að mér skilst, og mikið af þeim frá P lista.
Baldvin Jónsson, 15.4.2009 kl. 14:56
Baldvin, takk fyrir þetta. Það að Þór Saari hafi hringt í ÖSE er einmitt það sem ég var að fiska eftir. Þ.e. að vita hvaðan þetta kom enda vakti það forvitni mína.
Ég er ekki að reyna að vera hælbítur ykkar og kannast ekki við að vera með væl, eins og Friðik virðist halda, heldur frekar að fá ykkur til að skerpa málflutninginn. Með því að stilla málum sífellt upp með tveimur pólum, "fjórflokknum" sem er vondur og þið sem eruð góð, þá verður málflutningur ykkar að mínu mati einfeldningslegur og Ástþórslegur. Sem er væntantanlega það síðasta sem þið viljið.
Jón Sigurður, 15.4.2009 kl. 15:08
Það er fagnaðarefni að fulltrúar ÖSE verði viðstaddir þessar kosningar. Það viðhorf, að það sé sérstakur álitshnekkir fyrir lönd að þangað mæti erlendir kosningaeftirlitsmenn, er stórskaðlegt. (Mér finnst reyndar frekar óviðurkvæmilegt að síðueigandi noti hugtakið "þriðja heims lönd" að því er virðist í niðrandi merkingu.)
Einmitt til að uppræta þetta sjónarmið hefur ÖSE tekið upp þá stefnu að bjóða fram eftirlitsmenn við framkvæmd kosninga í öllum aðildarríkjum sínum - líka þar sem framkvæmd lýðræðisins er talin standa nokkuð föstum fótum. Þetta er skynsamlegt, enda tryggja menn ekki eftir á í þessum efnum.
Mér finnst hins vegar áhugavert að heyra að fulltrúar ÖSE "hafi ekki átt orð" yfir að kjörstjórn væri kjörin af þinginu. Þetta eru talsverð tíðindi og ég myndi gjarnan vilja fá frekari upplýsingar um þetta mál. Hvaðan eru þessar upplýsingar? Hafa þær birst í fjölmiðlum? Eru þær úr einkasamtölum? Og hvers vegna hefur ÖSE þá ekki gert athugasemd við þessa tilhögun mála í skýrslum sínum um kosningaframkvæmd á Íslandi áður?
Ég treysti mér ekki til að fullyrða um það hvernig kjörstjórnir eru almennt skipaðar í aðildarlöndum ÖSE, en lausleg leit á Google bendir nú til að þær séu í flestum tilvikum skipaðar af þinginu. Varla myndum við vilja að þær væru skipaðar af framkvæmdavaldinu - eða hvað?
Bíð spenntur eftir frekari upplýsingum um hvernig ÖSE telur rétt að kjörstjórnir séu valdar og hvernig íslenska fyrirkomulagið sker sig frá því sem gerist í löndunum í kringum okkur.
Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 15:24
Bestu þakkir bara Jón, það er alltaf gott að hafa hlutina skýra.
Baldvin Jónsson, 15.4.2009 kl. 15:36
Já Stefán, við hin bíðum spennt sömuleiðis. Verður okkur öllum án vafa góð hugleiðing að lesa niðurstöðu þeirra, hver sem hún verður.
Baldvin Jónsson, 15.4.2009 kl. 15:38
Sæll Baldvin.
Endar þetta ekki með því að frambjóðendur verða að skrifa aftur undir samþykki sitt, í þessum tveim kjördæmum? Hvaða tíma fáið þið til að leiðrétta þetta og er hann nægur? Leyfðu okkur endilega að fylgjast með málinu.
Addý (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:36
Hæ Addý, málinu var reddað snarlega. Við vildum bara engu að síður láta ÖSE fylgjast með framvindunni.
Á allt að vera klappað og klárt núna skilst mér.
Takk Kreppukall, þetta snýst ekki um að halda friðinn heldur að halda okkur öllum vakandi
Baldvin Jónsson, 15.4.2009 kl. 17:34
http://www.icelandicfury.se/video.php myndband
http://www.icelandicfury.se/free/09Track.zip frítt niðurhal
Sjóveikur, 15.4.2009 kl. 21:49
Takk fyrir þetta..ánægjulegt að allt fór vel
Ég var á fundi þegar ég fékk sms um að málinu hefði verið bjargað og var mikið fegin. Þó við séum ekki í sama flokki, þá sýnist mér nú að málefnalega sé ekki langt á milli okkar
Addý (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 22:12
„Hvar er linkurinn á Lýðræðishreyfinguna?“
Ástþór Magnússon frambjóðandi fyrir Lýðræðishreyfinguna í komandi alþingiskosningum var í viðtali hjá Frey Eyjólfssyni í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag. Þar fór hann mikinn og sakaði Rúv um að vera ritskoðaður fjölmiðill. Meðal annars spurði hann útvarpsmanninn hversvegna ekki væri linkur á framboð Lýðræðishreyfingarinnar á kosningavef Ríkisútvarpsins.
„Hversvegna er ekki linkur á Lýðræðishreyfinguna á kosningavef Ríkisútvarpsins? Við erum búnir að kæra ykkur til lögregla útaf þessu og vekja athygli á þessu margoft. Við höfum sent mörg erindi til útvarpsstjóra og fréttastofu vegna þessa. Afhverju er þetta ekki lagað?," spurði Ástþór sem var nokkuð æstur.
Ástþór sagðist hafa þurft að setja á svið leiksýningar til þess að komast að hjá Ríkisútvarpinu.
„Ég hef þurft að koma með bíl og risastórt uppsagnarbréf til þess að komast að í Kastljósi. Afhverju hef ég verið útilokaður? Afhverju má ég ekki koma í Silfur Egils? Afhverju fæ ég bara að koma í pakkaða kassa þar sem eru fyrirfram ákveðnar spurningar?,"
Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér.''
Þessa frétt fann ég á Vísir.is hér fyrir ofan, dagsetta 15. apr. 2009 22:32 Þetta er frábært viðtal við baráttumanninn Ástþór Magnússon
Það er greinilegt að lýðræðið á undir högg að sækja víðar en hjá kjörstjórnum þetta virðist líka eiga við ruv.is þar sem er ríkisfyrirtæki þar virðast vera öfl sem leggja sig sig í líma við að skilja sum ný framboð út undan þó ekki Borgararhreyfingunna Er það ekki íslenskt??
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
Veit en ekki hvern ég ætla að kjósa.
Áfram með lýðræðið handa öllum í þjóðfélaginu!!
B.N. (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 23:27
Án þess að það komi málinu við hvaða flokk ég hyggst styðja í komandi kosningum, þá vil ég taka undir orð Baldvins um að lýðræðishallinn er ótrúlegur hér á landi. Bara það, að núverandi þingflokkum skuli detta í hug að úthluta skattpeningum okkur til sín í hlutfalli við fjölda þingmanna hvers flokks er ótrúlega hrokafullt. Hvaða snillingi datt þetta í hug? Eina réttlætið er að framboð til þings fái úr sameiginlegum sjóðum í samræmi við fjölda lista sem boðnir eru fram. Um leið og einn flokkur fær hlutfallslega meira úr sameiginlegum sjóðum í krafti stærðar sinnar, þá er verið að segja að stuðla eigi að því að hann haldi áfram stöðu sinni sem stærsta stjórnmálaaflið. Þetta er svo vitlaust að ég efast um að annað en algjör bananalýðveldi viðhafi svona fyrirkomulag og síðan einræðisríki.
Annað er að fjölmiðlar geti ákveðið að eitt stjórnmálaafl eigi að fá minni athygli og umfjöllun vegna þess að forsvarsmaður þess láti illa af stjórn. Ég mun ekki kjósa Ástþór, en hann og hans hreyfing á sama rétt á að koma sinni skoðun ókeypis á framfæri í fjölmiðlum og allar aðrar stjórnmálahreyfingar. Þetta snýst ekki um hvort fjölmiðlamönnum líki eða ekki við einstaklinginn. Þetta snýst um að það er lýðræðisleg kvöð á fjölmiðla að gæta jafnréttis. Sérstaklega á þetta við fjölmiðla sem eru í ríkiseign. Það er t.d. í besta falli barnalegt, að ritstjóri vefs RÚV hafi ákveðið að ekki ætti að vera tengill inn á vefsvæði Lýðræðishreyfingarinnar. Hver ákvað þessa vitleysu?
Varðandi skipan kjörstjórna, þá er mun nær að hæstiréttur tilnefni menn í kjörstjórnir vegna þingkosninga og forsetinn sjái síðan um að skipa menn, en að flokkarnir skipi sína gæðinga eða varðhunda í þessar stöður. Ég hef tekið eftir því að menn túlka þessa ákvæði, sem Baldvin er að vísa til, misjafnlega. Sumir vilja fá upplýsingar um kjördæmið inn í undirritaða yfirlýsingu, meðan öðrum er sama. Sumir vilja fá lista raðaða í númeraröð, meðan öðrum er sama.
Ég verð að viðurkenna að stundum misbjóða ráðandi afla hér á landi réttlætiskennd minni. Í dag kom upp slíkt atvik. Það er viðbjóður, að menn ætli að nota ímynduð formsatriði til að koma í veg fyrir samkeppni. Það er alveg sami viðbjóður og þjóðin varð vitni að í síðustu viku, þegar stærstu flokkarnir viðurkenndu að hafa tekið við allt að 30 milljón kr. framlögum frá einum aðila. Réttlætiskennd minni er stórlega misboðið!
Marinó G. Njálsson, 15.4.2009 kl. 23:56
Ég tek að sjálfsögðu heilshugar undir með þér Marinó.
Hef einmitt vakið athygli á þessum fjárveitingum flokkanna víða, fjárveitingum sem mismuna gríðarlega og eru einhvers konar endurspeglun af kappleik. Sá sem fær flest sæti fær mestan pening?!? Stórfurðuleg hugmynd og algerlega gegn lýðræðinu.
En eftir að hafa farið núna tvisvar sinnum í gegnum þetta ferli að stofna nýtt framboð og bjóða fram í öllum kjördæmum finnst mér sæta furðu að bara svona einfaldir hlutir eins og stöðluð form skuli ekki vera til, nýjum framboðum og öðrum til hagræðingar.
Baldvin Jónsson, 16.4.2009 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.