"Ópersónulega" lögreglan ræðs til inngöngu hjá hústökufólki að Vatnsstíg

Lögreglumenn í allt of mikið af fötum að flytja búslóð við Vatnsstíg fyrir BjörgólfanaÉg hef sagt það áður og ég endurtek það hér, mér líka afar illa þessir óeirða búningar lögreglunnar. Þeir hreinlega hrópa á neikvæða athygli og nánast biðja reitt fólk að skeyta skapi sínu á þeim.

Þegar að mótmælin í janúar voru við það að breytast í borgarastyrjöld að þá fæddist hugmyndin um appelsínu byltinguna. Það er að segja við sem vildum standa fyrir rétti okkar til að mótmæla á friðsamlegan hátt, merktum okkur sérstaklega með appelsínugulum borðum eða fatnaði.

Þetta tókst svo vel að lögreglan gat pakkað niður bardagagallanum sínum og stigið fram aftur sem persónur. Þar liggur einmitt lykillinn. Um leið og búið er að pakka lögreglumönnum í þessar múnderingar sem afmá algjörlega þeirra eigin persónuleika verður svo auðvelt fyrir þá sem eru orðnir nógu reiðir að skeyta skapi sínu á þeim. Í þessum afar ópersónulega búningi eru þeir nefnilega ekki lengur manneskjur, heldur hlutur. Bardagahlutur.

Hvernig væri að horfast í augu við það bara að á Íslandi erum við öll skyld og saman í blíðu og stríðu. Þessi kreppa, þetta kerfishrun er að bitna til jafns á okkur öllum. Verðum bara manneskjur við hvort annað.

Ég mótmæli því harðlega að orka löggæslunnar sé að fara í þessa hluti á meðan að verstu glæpamenn sem landið hefur alið ganga enn lausir og eru ekki svo lítið sem kallaðir til yfirheyrslu einu sinni.


mbl.is Komnir upp á aðra hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Góður pistill, Baldvin!

Hér er tillaga um viðbót við slagorð Borgarahreyfingarinnar: "Þjóðin SJÁLF á þing!"

Hlédís, 15.4.2009 kl. 11:45

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Vel orðað Hlédís - vel þess virði að taka upp

Baldvin Jónsson, 15.4.2009 kl. 12:53

3 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Lögruglan er til að verja valdhafanna og þjófanna er þykjast eiga góssið sem þeir hafa rænt. Þetta er sama lögruglan og appelsínugula fasistahreyfingin varði í janúar og kallast nú smáborgarahreyfingin. Afhverju var smáborgarahreyfingin ekki fyrir utan Vatnsstíg að vernda og verja lögruglusvínin? Smáborgarahreyfingin sem stendur fyrir ríkisvætt ofbeldi valdhafanna. Eign er ekki til, aðeins þjófagóss, heimilið er heilagt.

Þið þessir appelsínuínigulu eruð verri en svínin sem þið verjið, ofbeldishreyfing.

Þorri Almennings Forni Loftski, 15.4.2009 kl. 16:36

4 Smámynd: Hlédís

Hvaða Þorr-ruglu hefurðu fengið þarna inn með með lörr-ruglu-píp, ágæti Baldvin?

Hlédís, 15.4.2009 kl. 18:32

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Það eru aldrei allir sammála Hlédís, það er bara þannig.

Baldvin Jónsson, 15.4.2009 kl. 18:53

6 Smámynd: Hlédís

Ég ætlast ekki til þess, Baldvin, enda væri það leiðinlegt. Var meira að skoða stílinn og stafsetninguna ,)

Hlédís, 15.4.2009 kl. 19:00

7 identicon

Vilt þú vera tilbúin að fara inn í hús þar sem fólk hefur samkað að sér grjóti og þvagi og saur í fötu til að grýta þig með í þínum venjulegu fötum.... finnst þér ekki eðlilegt að vera með hlífar til að tryggja öryggi lögreglumanna þessa lands. Heldur þú að lögreglan hafi ekki lent í ýmsu af höndum þessa fólks án þess að vera klætt í þessa óeirðagalla, s.s. að hrækt sé á þau, sparkað, matarkyns hent o.sv.fr. ER EINHVER tilbúin að mæta í vinnuna og þurfa að standa í því án þess að vera "rétt" klæddur. Allavega frábið ég mér saur- og málningarbaði þá daga sem ég mæti í vinnuna, hvað með ykkur???

Margrét (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 00:23

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Saur í fötu er viðbjóður og væntanlega færðu engan til að stíga hér fram og lýsa því yfir að hann vilji ólmur fá slíkt yfir sig. Hins vegar spurning hvort að góður regngalli væri þá ekki bara betri vörn með góðri lokun fyrir andlitið?

Baldvin Jónsson, 17.4.2009 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband