Frábær knattspyrnuleikur - mesta veisla sem ég hef séð frá úrslitaleiknum 2005

Eðlilega er ég ekkert of ánægður með það að mínir menn komast ekki áfram, en það er ekki annað hægt að segja en að þeir hafi barist fyrir allan peninginn í kvöld. Þeir börðust hreinlega eins og ljós í öllum stöðum og það sama má segja um Chelsea að stærstum hluta fyrir utan væludúkkuna hann Drogba sem ég hef bara nánast andúð á. Hann er einn þessara manna sem hafa ræktað með sér gríðarlega hæfileika í því að fleygja sér niður og væla eins og 16 ungabörn yfir nákvæmlega engu en hefur á sama tíma þvílíka yfirburði yfir flesta leikmenn í líkamsburðum. Ótrúlega dökkur blettur á annars frábærum leik.

En ef einhvern tímann hefur mátt gagnrýna Benitez fyrir undarlega knattspyrnustjórn að þá var það í kvöld. Hann tók tvær skiptingar í seinni hálfleik sem algerlega gáfu Chelsea leikstjórnina að mínu mati.

Fyrst tekur hann Mascherano út af í skiptingu og tekur þar með kjölfestuna úr miðjunni hjá Liverpool og svo skömmu síðar skiptir hann út af Torres sem þá var búinn að vera að gefa færi á sér um hreinlega allan völlinn. Þessar tvær skiptingar að mínu mati voru afar vitlausar og hleyptu Chelsea allt of mikið inn í leikinn.

En enn og aftur, algjör veisla þessi leikur og þörf hvíld frá pólitísku karpi. Var á leiðinni á borgarafund RÚV á Nasa þegar að ég sá að staðan var orðin 0-2 fyrir Liverpool og ég bara hreinlega varð að fresta pólitíkinni aðeins og horfa á restina af leiknum fyrst. Sé ekki eftir mínútu af þeim tíma.


mbl.is Fjögur mörk ekki nóg til að vinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta heldur eiginlega ekki vatni hjá þér drengur. Torres fer útaf á 80. mínútu og Ngog kemur inn með ferskan blæ og þeir skora á 81. og 82. mínútu. Common.. vinna heimavinnuna sína.

Kveðja,

Kalli kokkur

Kalli kokkur (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 23:57

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hef þá trú að við hefðum verið enn sterkari með Torres og Mascherano inni á líka. Hefði viljað sjá aðra menn hvílda í þeirra stað.

Baldvin Jónsson, 15.4.2009 kl. 00:00

3 Smámynd: Ragnar Martens

já enn þessir 2 þá sérstaklega Torres voru mjög þreittir. Svo gat Torres bara ekkert í leiknum, hann var lélagasti leikmaður LFC í kveld.

Reyndar dregur hann athygli varnarmanna að sér, þá er meira svigrúm fyrir hina.

Ragnar Martens, 15.4.2009 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband