Barack Obama lýsir yfir áhuga sínum á Íslandi

Það er fagnaðarefni að Obama skuli hafa svona mikinn áhuga og trú á Íslandi. Samkvæmt fréttinni segir hann við Össur að hann hafi þá trú að Ísland muni fyrst landa vinna sig út úr efnahagshruninu. Það er jákvætt að fá loksins gott umtal einhversstaðar og þá frá valdamesta manni heimsins í augnablikinu.

Margir hafa lýst yfir ótta við að Obama og hans samstarfsmenn og félög hafi einungis áhuga á grænu orkunni hér á landi. Það er hins vegar nokkuð langsótt þar sem að í bara til dæmis Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum er um það bil þúsund sinnum meiri orka en undir öllu Íslandi. Þá eru Bandaríkjamenn einnig mun lengra komnir en við í djúpborun eftir orku.

Áhugi Obama á okkur hefur að virðist fyrst og fremst beinst að þeirri staðreynd að við erum öðrum þjóðum framar í hugarfari þegar kemur að nýtingu á grænni orku og höfum það fram yfir allar stóru iðnþjóðirnar og fleiri að vera ekki að keyra hér á annað hvort kjarnorku eða eldsneyti, orkufrekan iðnað.

Græna hugarfar þjóðarinnar gæti því á endanum orðið ein af okkar stærstu auðlindum. Gleymum ekki umhverfismálunum alfarið nú þegar að erfiður samdráttur og efnahagshrun gengur yfir þjóðina.

Björgum heimilum landsmanna frá algeru þroti á sama tíma og við hugsum líka til lengri tíma.

Varstu búinn að kynna þér Borgarahreyfinguna?  http://xo.is


mbl.is Obama vill til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Obama er maður nýrrar hugsunar í víðum skilningi. Bandaríkjamenn hafa mjög keyrt á óttahugsun, ótta við ofsóknir frá öðrum og hafa byggt um órtúlega hugarfarslega varnarmúra. Hervæðing þeirra er ekki í neinu samræmi við hina raunverulegu ógn.

Obama er að snúa frá þessari gömlu hugsun og það tekur tíma, en þarf þó að vinnast nokkuð hratt því þessi hugsun hefur étið sig inn í þjóðarsálina. Frumskógarhugsunin um þann sterka og veika hefur runnið sitt skeið. Jafnaðarstefnan með samfélagslegum lausnum er framtíð mannkyns, líka Bandaríkjamanna og þetta veit Obama. Veri hann velkominn til okkar og það er hægt að sýna honum margt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.4.2009 kl. 06:31

2 identicon

Já, og af hverju skyldu þeir ekki vera að nýta þá orku sem finna má undir Yelowstone? Gæti það verið vegna þess að þeir vilja klára orku annara fyrst? Eða vegna þess að náttúran í Yellowstone er dýrmætari en orkan undir henni?

Ég veit að það er kvikindislegt að spyrja svona, en ég bara varð?:-)

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband