Fylgi Borgarahreyfingarinnar breytist lítið milli vikna - stefnum á stóra stökkið næst vonandi

Já, merkilegt nokk virðast landsfundir Sjálfstæðisflokks og Samylkingar um helgina lítil áhrif hafa haft á fylgi flokkanna. Kannski ekki skrítið þar sem ekkert kom í raun fram á þessum landsfundum annað en staðfesting á ætluðum nýjum leiðtogum flokkanna.

Jóhönnu sem vildi það alls ekki en neiddist til þess að taka við kaleiknum og svo Bjarna Ben sem fékk væntanlega titillinn í fermingargjöf nánast og er búinn að vera að undirbúa sig fyrir hlutverkið síðan. Verst hvað það hefur verið leiðingjarn undirbúningur, gaurinn er svo litlaus að hann svarar ekki einni einustu spurningu sem fyrir hann er lögð hreint út. Sumir vilja meina að það sé flott hjá stjórnmálamanni, mér finnst það leiðingjarnt og orðið voða 2007.

Borgarahreyfingin - þjóðin á þing mælist nú með 3% en var í síðustu viku með 3,4%. Þetta er kannski ekki mikill munur og við höldum í raun sjó ef miðað er við skekkjumörk könnunarinnar, en að sjálfsögðu er ég svekktur yfir því að hafa ekki farið frekar í hina áttina. Var vongóður um að við yrðum komin yfir 5% markið í þessari viku.

Nú er bara að leggjast saman á árarnar og koma Borgarahreyfingunni á framfæri sem víðast. Það er grundvallar réttlætismál að kynna XO.is sem víðast. Fólk verður að fá að vita af okkur, okkur sem getum hjólað í verkin af fullri hörku. Okkar sem erum ekki bundin af hagsmunum einhverra sérhagsmuna hópa eða fjármagnseigenda.

X við O í komandi kosningum er staðfesting á því að þú viljir láta rannsaka bankahrunið(þjófnaðinn) sem sakamál.


mbl.is Samfylking áfram stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég mun merkja X við O ... hrifnari af ferskum andblæ en stöðnuðu fúlu lofti!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.4.2009 kl. 06:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband