Gylfi er góður maður á réttum stað með að virðist röngu fólki í augnablikinu

Það virðist því miður vera svo að raunverulegar lausnir fyrir heimilin á að geyma núna fram yfir kosningar til þess eins að þær geti verið kosningaloforð núverandi stjórnarflokka í komandi kosningum.

Samfylkingin og VG hafa lagt fram ýmsar tillögur varðandi bráðavanda heimilanna, hvers vegna er ekki verið að leysa hann núna? Eru ekki hagsmunir þjóðarinnar framar hagsmunum flokkanna? Er þetta sama sagan og hagsmunir (Ó)Sjálfstæðisflokksins?

Ég vill trúa því að ráðamenn vilji vel, en endilega skýrið fyrir okkur hvers vegna þessi mál eiga að bíða kosninga?


mbl.is Sér fyrir endann á hrunsferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

island.is virðist vera góð síða til að fylgjast með og sjá stöðu mála hjá stjórnvöldum ef þú hefur áhuga á því að skoða það. Eftir að hafa skoðað þessa síður aðeins finnst mér ósanngjarnt að segja að lítið sem ekkert hafi verið gert fyrir heimilin eða atvinnulífið. Ýmislegt virðist vera í nefnd eða þá í einhverri umræðunni en auðvitað eru hendur þessarar stjórnar bundnar, landið er líklegast gjaldþrota, fyrri ríkisstjórn var búin að samþykkja fjárlög og gera samning við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. ÞEtta tvennt er eitthvað sem bráðabrigðastjórn eða jafnvel venjuleg stjórn fer ekki að breyta si svona.

Þorsteinn H. (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 21:19

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ísland.is er góð almannatengsla síða fyrir sitjandi ríkisstjórn, ég er sammála þér þar Þorsteinn. Það er hins vegar að sjálfsögðu hlutverk almannatengsla að láta þann sem unnið er fyrir líta sem allra best út og ég hef fullan skilning á því líka, bara gott að lesa allar upplýsingar með þeim gleraugunum. En ég tek undir með þér með það að núverandi ríkisstjórn er að sjálfsögðu hælbundin af samkomulaginu sem fyrri ríkisstjórn var þegar búin að gera við AGS. Það verður þó að hafa í huga að Samfylkingin sat einnig í þeirri ríkisstjórn og tók þátt í að samþykkja samningalaust öll skilyrði AGS og það hefur víst ekki gerst áður í vestrænu ríki.

Bráðavandi heimilanna verður ekki leystur með þessari greiðsluaðlögunarleið sem áætlað er af ráðamönnum að muni nýta sér 100-200 manns. Greiðsluaðlögunin hjálpar vissulega til við að lækka mánaðarlegar greiðslur en er jafnframt að lengja lánstímann og snarhækka heildarskuldina til langstíma. Það er hins vegar ljóst að ráðamenn eru þarna að vanreikna vandann verulega, fyrir 2 mánuðum var talið að allt að 30% heimila í landinu væru komin í greiðsluerfiðleika. Það eru um 120.000 heimili í landinu og því alveg kýrljóst að það munu fleiri en 100-200 manns þurfa á greiðsluaðlögun eða öðrum betri aðgerðum að halda.

Stærsta réttlætismálið sem verður að keyra í gegn strax, án málþófs og hagsmuna fjármagnseigenda, er að bakfæra vísitölu húsnæðislána fram fyrir óðaverðbólgu tímann sem við horfðum á 2008 og leggja síðan fram skýra aðgerðaráætlun um hvernig á að afnema verðtrygginguna. Það hefur enginn af fjórflokkunum viljað gera á skýran máta.

Borgarahreyfingin - þjóðin á þing ætlar sér að ráðast í raunverulegar aðgerðir til bjargar heimilunum í landinu. Ég persónulega mun að auki beita mér fyrir því að það verði aflagt að hægt sé að halda kröfum gjaldþrota einstaklinga við um aldur og ævi. Það eru hræðileg örlög margra núna að fara mögulega í gjaldþrot og það versta er þá að vita af því hangandi yfir höfði sér það sem eftir er. Það eru beinlínis gróf mannréttindabrot. Það verður að setja hámarkstíma þar á.

Baldvin Jónsson, 2.4.2009 kl. 22:09

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Greiðsluaðlögun er ekki úrræði fyrir þá sem hafa stundað atvinnurekstur undanfarin 3 ár. Hversu margir eru í þeim sporum í dag og/eða eru verktakar og falla því ekki undir þetta úrræði? Hvað ætlið þið að gera varðandi gjaldþrotamál, bráðavandann þar. Ég hef lítið heyrt ykkur tala um gjaldþrotalögin og réttaráhrif þeirra, t.d. að hægt er að halda fólki í skuldafangelsi í tugi ára m.v. núgildandi lög um gjaldþrot. Þeir sem lenda í þeirri ógæfu að taka annarra manna líf sitja í fangelsi mun skemur.

Guðmundur St Ragnarsson, 3.4.2009 kl. 10:32

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sæll Guðmundur, vísa til athugasemdar minnar hér nr. 2 - svara þar að virðist flestum þínum spurningum

Baldvin Jónsson, 3.4.2009 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband