Mútar þá Sjálfstæðisflokkurinn líka kjósendum?

Það tel ég hæpið þó að vissulega sé afar líklegt að þeir geri sitt besta til að "kalla inn greiða á kjördag" eins og svo gjarnan virðist hafa tíðkast í íslenskri pólitík. Ég hef oft heyrt menn halda því fram að það sé megin ástæða þess að Framsókn fékk alltaf hærra kjörfylgi en kannanir bentu til fram að kjördegi. Ég skal ekki segja.

Hérna fjallar Guðjón Arnar um það að Sjálfstæðisflokksmenn hafi lagt sig fram við að lokka fólk frá Frjálslyndum yfir. Það getur verið tilfellið, ég þekki það ekki, en tel nú líklegra að Jón Magnússon hafi bara af frumhvötinni sem gjarnan er nefnd við ákveðin nagdýr, ákveðið að flýja sökkvandi skip.

Er ekki komið nóg af þessari pólitík og pólitísku umræðu sem við höfum þurft að búa við undanfarna áratugi?

Fáum inn ferskleika, fólk sem bara segir það sem það meinar. X við O snýst einfaldlega um það. http://xo.is


mbl.is Ná fólki frá okkur með mútum eða öðru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband