Á að banna alfarið að beygja þvert fyrir aðkomandi umferð á umferðarmiklum stöðum á þjóðveginum

Kom akandi til borgarinnar í gær um sex leytið í eftirmiðdaginn í gær í frekar mikilli blindu. Sólin skein á köflum að ofan, en það jók í raun aðeins blinduna inni í skafrennings skýjinu sem lá yfir veginn með litlum hléum.

Þegar ég var rétt að koma að Leirvogsánni var þar stór bíll að koma frá Mosfellsbæ og var hann stopp á akreininni á móti mér að bíða eftir að geta beygt þvert á aðkomandi umferð til að komast að húsum sem standa þarna suðvestan við þjóðveginn.

Ég fór einmitt að hugsa þegar ég keyrði þarna í gær hversu stórhættulegt það væri að leyfa þarna vinstri beygju þvert á umferðina og alveg sérstaklega þegar svona blint er eins og í gær. Skyggnið var innan við 5 metra þarna.

Mjög víða á Spáni til dæmis hafa svona mál verið leyst með einskonar hálfhringtorgum. Þá er vinstri beygja, heldur er fyrst beygt til hægri í hálfhring sem leiðir til vinstri og þar er stöðvunarskylda. Síðan er ekið þvert yfir. Ég veit ekki hvort að þetta væri lausn á þessari stöðu þar sem alveg blint er í ofanálag, en ljóst er eftir að hafa síðan lesið fréttir af því þegar ég kom heim að þarna hafi orðið 5 bíla árekstur seinna um kvöldið, að þarna þarf að bæta aðstæður.


mbl.is Fimm bíla árekstur á Esjumelum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þeir sem drita niður hringtorgum eins og brjálæðingar virðast ekki gétað skikkað ökumenn til að snúa við í næsta torgi til að koma í veg fyrir vinstri begjur og jafn vel fækka torgunum

Tryggvi (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband