Fréttatilkynning - Borgarahreyfingin hafnar leiðtogadýrkun

Nýlega efld stjórn Borgarahreyfingarinnar - þjóðin á þing, hefur tekið til starfa og í kjölfarið sent frá sér eftirfarandi tilkynningu.

Borgarahreyfingin hafnar leiðtogastjórnmálum eins og þau hafa birst hér á landi hvort sem um er að ræða undanfarna mánuði eða áratugi. Þess vegna hefur Borgarahreyfingin ákveðið að skipta ekki með sér verkum skv. hefðbundnum aðferðum í hlutverk formanns, varaformanns og ritara og nota ekki þá titla í starfi sínu.

Um yfirstandandi helgi eru haldnir landsfundir tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins. Almenningur þarf að sæta því að horfa upp á nánast stanslausa umfjöllun á starfsemi þessara flokka í öllum fjölmiðlum þar sem fyrirferð flokksleiðtoga og leiðtogakjörs varpar stórum skugga á þá málefnalega umræðu sem annars ætti að vera í landinu. Landsfundir sem þessir og sú skefjalausa leiðtogadýrkun sem þeir upphefja er lýðræðinu ekki til framdráttar.

Borgarahreyfingin – þjóðin á þing bendir á að það er einmitt leiðtogadýrkun af þessu tagi sem leiddi til þeirrar ömurlegu niðurstöðu að Alþingi varð óstarfhæft. Ríkisstjórn landsins hrökklaðist svo frá þegar vanhæfni þeirra “leiðtoga” sem ríkisstjórnarflokkarnir höfðu á að skipa kom berlega í ljós.

Stjórn Borgarahreyfingarinnar mun koma fram sem heild og meta það í hverju tilviki hver kemur fram sem talsmaður hennar, eftir því hvert tilefnið er. Þess vegna mun Borgarahreyfingin sýna mörg andlit í aðdraganda kosninganna. Í því skyni hefur Borgarhreyfingin skipað sér talsmenn sem munu skipta með sér hinu s.k. “leiðtoga” hlutverki sem gamaldags stjórnmál og fjölmiðlaumfjöllun kallar svo sterkt eftir.

Nánari upplýsingar veitir: Jóhann Kristjánsson, Kosningastjóri Símar: 5111944 og/eða 897 7099 Reykjavík, 28. mars 2009

http://xo.is

 


mbl.is Nýrri kynslóð treyst til verks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eruð þið að komast inná þing, samkvæmt skoðanakönnunum?

Oddur Ævar Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 20:20

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Borgarahreyfingin mælist með 3.4% núna og á góða möguleika í komandi kosningum!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.3.2009 kl. 20:51

3 identicon

Ekki vera svona barnaleg, þið eruð með formann !

Gerið bara það sem þið gerið vel  !

JR (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 21:00

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

JR, takk fyrir að benda á hið augljósa :)

Yfirlýsingin okkar stendur þó eins og hún er. Samkvæmt félagalögum þurfum við að stilla upp stjórn með formanni. Yfirlýsingin er um það að við ætlum okkur ekki að stilla honum upp sem sérstökum talsmanni okkar fram yfir aðra talsmenn hreyfingarinnar.

Við viljum starfa sem breiðfylking fólks, ekki sem handbendi einhverra leiðtoga.

Baldvin Jónsson, 29.3.2009 kl. 22:21

5 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

"Sýna mörg andlit". Nákvæmlega.

Annars gæti ég ekki verið meira sammála. Þessir landsfundir eru alveg ótrúlega hjákátlegir.... veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 29.3.2009 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband