Jóhanna hafnar lausnum Framsóknar og VG en minnist ekki á lausnir Borgarahreyfingarinnar

Merkilegt nokk, ætli Samfylkingin sé þá ekki að vinna í því að taka stefnumál okkar í Borgarahreyfingunni upp fyrir komandi kosningar?

Við höfum bent á þá leið til lausnar að færa vísitölu viðmið húsnæðislána aftur til janúar 2008. Það þýðir í raun nálægt 19% niðurfellingu af höfuðstól skulda landsmanna í húsnæðislánum. Þetta er aðgerð sem kostar ekki nálægt því sem nefnt hefur verið í útreikningum á lausnum annarra og gengur nokkuð jafnt yfir alla.

Margir spyrja sig hvers vegna fólk sem skuldar á að fá aðstoð en ekki hinir sem skulda ekki? Jú, einfaldlega vegna þess að hinir þurfa ekki aðstoð að virðist og ef ekki verður brugðist við hjá þeim sem nauðsynlega þurfa á aðstoðinni að halda, munum við öll hvort eð er þurfa að bera kostnaðinn af fjöldagjaldþrotum á Íslandi.

Þá er nú björgunarleiðin mun betri kostur.


mbl.is Hafnar flatri niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég ber fulla virðingu fyrir Borgarahreyfingunni og fagna 6 faldri fylgisaukningu hennar í skoðanakönnunum. Gaman væri að fá hreyfinguna á þing en ég get nú vel skilið Jóhönnu að minnast ekki á Borgarahreyfinguna samhliða Framsókn og Vinstri Grænum þar sem þeir tveir síðarnefndu hafa umtalsverð áhrif á þingi og hefur verið veitt umboð til lausna af þjóðinni. Fjöldi fólks er þó á bandi Borgarahreyfingarinnar og ég er viss um að áhrif ykkar munu aukast er fram líða stundir.

Hilmar Gunnlaugsson, 25.3.2009 kl. 23:11

2 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Marinó G. Njálsson hefur reiknað út að tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna kosta 206 milljarða:

,,Við leggjum sem sagt til að gengistryggð lán þeirra sem þess óska verði færð yfir í verðtryggð lán frá útgáfudegi.  Þau taki verðbætur eins og önnur verðtryggð lán og afborganir til 1. janúar 2008 verði metnar inn á sama hátt og um verðtryggð lán væri að ræða.  Frá 1. janúar 2008 komi 4% þak á árlegar verðbætur verðtryggðra lána (og þar með líka gengistryggðu lánanna sem breytt var í verðtryggð).  Samkvæmt upplýsingum sem finna má með góðri yfirlegu yfir gögnum frá Seðlabankanum, þá voru gengistryggð húsnæðislána lánakerfisins eitthvað um 145 milljarðar.  107 milljarðar voru í lánum bankakerfisins (þ.e. þríburanna og sparisjóðanna) og síðan voru á að giska 37 milljarðar í útlánum annarra lánafyrirtækja.  Hugsanlega eru þessi 37 milljarðar of há tala.  Gerum nú ráð fyrir að helmingurinn af þessum 145 milljörðum sé tilkomin vegna falls krónunnar, þ.e. 72,5 milljarðar, og sama upphæð sé það sem eftir stendur af höfuðstól lánanna.  Gerum nú ráð fyrir 15% verðbótum ofan á höfuðstólinn til 1. janúar 2008 og þá stendur hann í rúmlega 83 milljörðum.  Loks bætist við 4% verðbótaþakið, þ.e. ríflega 3 milljarðar.  72,5 milljarðarnir af höfuðstólnum stendur þá í tæplega 87 milljörðum.  Kostnaðurinn við breytinguna á gengistryggðum húsnæðislánum er þá 145 - 87 = 58 milljarðar.

Þá eru það verðtryggðu húsnæðislánin.  Mér telst til að verðtryggð húsnæðislán alls lánakerfisins hafi verið um 1.250 milljarðar um síðustu ára mót.  Ef verðbætur fyrir 2008 eru takmarkaðar við 4%, þá þurfum við fyrst að taka 17,9% hækkun ársins frá og bæta síðan 4% ofan á.  Þá kemur í ljós að lánin stæðu í 1.102 milljörðum og kostnaðurinn við þessa leiðréttingu væri því 1.250 - 1.102 = 148 milljarðar.  Samtals væri því kostnaðurinn af hugmyndum Hagsmunasamtaka heimilanna 148 + 58 = 206 milljarðar.

Þetta er lægri tala en fór í peningasjóðina og þetta er líklegast vel innan við þriðjungur þess sem innistæðueigendum var tryggður með neyðarlögunum.  Þetta er rétt rúmlega 3/4 af kostnaði við björgun Seðlabankans, sem síðan er búið kosta meira vegna þrots Sparisjóðabankans og SPRON og fyrirhugaðrar greiðslu ríkissjóðs inn í smærri fjármálafyrirtæki."

http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/835063/

Þórður Björn Sigurðsson, 26.3.2009 kl. 00:03

3 identicon

Baldvin sé ekki annað en að fólk úr flestum flokkum séu að reyna að skreyta sig með fjöðrum ykkar þessa stundina t.d voru það ekki þið (við) sem settu það fyrstir af öllum að láta rannsaka bankahrunið sem sakamál? nú er þetta orðin hávær krafa í þjóðfélaginu.

Mitt mat er reyndar það að tími Jóhönnu sé ekki kominn hann er liðinn

Sem dæmi þá var hún spurð að því á þingi núna í vikunni hvort að ríkisstjórnin ætlaði að beita sér í því að láta Íslandspóst greiða sínum launþegum umsamdar launahækkanir þar sem  ríkisstjórnin lét Íslandspóst greiða ríkinu arð uppá 70-80 milljónir á síðasta ári en hún neitaði að svara, hverslags framkoma er þetta við fólk sem er að vinna á lámarkslaunum og er á barmi gjaldþrots 

Mr;Magoo (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 01:23

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ekki rugla saman hækkun og niðurfellingu. Þegar tæp 19% hækkun er dregin tilbaka svarar það til tæpleg 16% niðurfellingar. Finnst að tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna um að miða efra mark hækkana vegna vísitölunnar við efra mark Seðlabankans og hleypa gengistrygða lánafólkinu inn í verðtrygðu lánin. 

Vísitala neysluverð í janúar 2008 = 281.8

Vísitala neysluverð í mars 2009 = 334.5

Niðurfelling = 1 - 281,8/334,5 = 15,75%

Hækkun = 334,5/281,8 - 1 = 18,7%  

Héðinn Björnsson, 26.3.2009 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband