Það er enn möguleiki á því að spara almenningi á Íslandi að greiða allt að 400 milljarða í Icesave

Þessi frétt snýst um 444 milljónir sem hefði mögulega verið hægt að spara og er að sjálfsögðu miður að það var ekki gert. Það er þó mun alvarlega að ráðamenn undir stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ætlist til þess að almenningur á Íslandi greiði Icesave peningana án þess að fyrir liggi skýr lagalegur úrskurður um að okkur beri raunverulega að greiða þessa peninga.

Ert þú tilbúin/n til þess að greiða nánast allt sem þjóðin þénar næstu 40-60 árin í þrotabú Landsbankans án þess að okkur beri sannanlega að gera það?  Ekki ég það er öruggt.

Það verður að láta skera úr um þetta mál fyrir dómstólum einhversstaðar.

Að sama skapi viljum við í Borgarahreyfingunni að málið í heild, bankahrunið og kerfishrunið sem fylgdi, verði rannsakað sem sakamál. Það er búið að hafa okkur að algerum fíflum undir styrkri stjórn ráðamanna og það verður ekki við það unað.

Við eigum heimtingu á réttlæti og skýrri niðurstöðu í málunum. Ef þú þorir að setja X við O munum við taka á þessum málum.  http://xo.is


mbl.is Gátu sparað 444 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er kannski ekki hægt að dæma hvernig flokkar bregðast við, þegar á hólminn er komið, á málflutningi einstakra frambjóðenda. En ef marka má Silfrið næstsíðast þá er það aðeins Samfylkingin sem vill borga allt upp í topp. Þó við höfum ekki efni á því. Setja sligandi skuldaklafa á komandi kynslóðir bara til að geta látið drauminn sinn rætast um að skríða inn í Evrópuríkið. Það er óskandi að Borgarahreyfingin of fleiri flokkar standi gegn því.

Haraldur Hansson, 25.3.2009 kl. 20:16

2 identicon

Við eigum ekki að borga þetta, ekki krónu það er mín skoðun.

Landsbankann átti að setja í þrot og bretar hefðu mátt pikka í þrotabúið eins og aðrir kröfuhafar þurfa að gera við hvert annað EINKAFYRITÆKI.

Það er bara ekki hausverkur okkar almennigns að borga þetta og að ráðamenn ætli að gera það er landráð.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 20:33

3 Smámynd: Heidi Strand

Sammála siðasta ræðumann!11

Heidi Strand, 25.3.2009 kl. 21:45

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Borgum ekki krónu, hvorki með sköttum né með hækkun lána almennings. Road Rage 





Magnús Sigurðsson, 25.3.2009 kl. 22:52

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sammála ykkur öllum. Landsbankamenn frömdu landráð og þjóðin á ekki að þurfa setja sig og börn sín á áratugaskuldaklafa vegna þeirra.

Arinbjörn Kúld, 26.3.2009 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband