Löglegt en siðlaust er lífstíll sem hampað hefur verið á Íslandi allt of lengi

En nú eru sem betur fer breyttir tímar að virðist. Fólk sem ég tala við er meira og meira tilbúið til að horfa í eigin barm og viðurkenna eigin sök. Við erum sífellt að leita að sökudólgum og benda á aðra, núna er kominn tími þar sem við getum sameinast um að vilja bætt samfélag. Hluti af þeirri breytingu er að gangast við eigin breiskleika og bæta sig.

Við trúum því öll að við séum upp til hópa harðduglegt og heiðarlegt fólk - á sama tíma og flestir viðurkenna að borga aldrei meira í skattinn til dæmis heldur en þeir nauðsynlega verða. Það þýðir að borga aðeins þann skatt sem öruggt er að muni komast upp að okkur beri að borga hvort eð er.

Ég hef verið svona þenkjandi. Vann til að mynda um stutt skeið sem harkari á leigubíl fyrir nokkrum árum síðan og var ansi lítið af því gefið upp ef ég man rétt. Eins er þetta alltaf barátta með þetta litla þjórfé sem að maður fær stundum í ferðaþjónustunni, en auðvitað á maður að gefa upp allar sínar tekjur samkvæmt lögum.

Ég er ekki að segja að hegðun okkar eigi stóran þátt í hruninu, alls ekki og í guðanna bænum taktu því ekki á þann veg. Við vorum einfaldlega rænd. Stærsta rán í sögu heimsins og það í beinni útsendingu. En hegðun okkar hefur þó kannski haft á það áhrif hversu viljug við höfum verið til að berjast fyrir almennum heiðarleika, vitandi upp á okkur sjálf sökina.

Fyrir mér er nú tími breytinga til batnaðar. Nú er kominn tími þar sem að við getum sameinast um að halda samfélagssáttmálann sem við búum öll við. Þennan óskrifaða sáttmála um að við ætlum að standa saman til þess að búa okkur hér sem best samfélag og semhæst lífsgæði. Ekki lífsgæði fárra, heldur okkar allra.

Það er liðinn sá tími þar sem að við beygjum okkur bara og buktum og höfum endalausa þolinmæði fyrir spillingu og kúgun ráðamanna á þjóðinni. Nú er okkar tími kominn, komum þjóðinni og hagsmunum hennar á Alþingi!! Hættum að kjósa kúgarana yfir okkur áfram.

Borgarahreyfingin - þjóðin á þing  -  settu X við O, það er einfaldlega réttlætismál.


mbl.is „Hreinlega siðlaust“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband