Lilja Mósesdóttir er án nokkurs vafa mikill fengur fyrir VG

Ég samgleðst innilega VG liðum að hafa tekið Lilju fagnandi og kosið hana inn í baráttu sæti í forvali hreyfingarinnar. Það leikur enginn vafi á því að Lilja er hreyfingunni mikill fengur og þjóðinni allri fái hún tækifæri til að láta ljós sitt og hugmyndir skína á Alþingi.

Mér þykja þessar tillögur Lilju hljóma mjög vel. Þarna er jafnræðis gætt milli allra skuldara verðtryggðra lána og engin spurning að þetta mun nýtast öllum vel, óháð því hver höfuðstóll lánanna er í raun. Þetta er gott innlegg í umræðuna en málið þarf þó að sjálfsögðu að skoða sem heild inni á Alþingi eftir kosningar og mikilvægt að enginn gangi núna fram af sér í kosningaloforðum. Hvort sem að lausnin kemur frá Lilju, Marinó hjá Hagsmunasamtökum Heimilanna, Framsókn eða Borgarahreyfingunni er ljóst að lausnirnar þarf að útfæra ítarlega í samstarfi allra flokka.

Síðan þarf að skoða á heildrænan máta einnig gengis lánin og finna þar lausn sem að sama skapi gætir jafnræðis milli allra lánþola. Þær lausnir þurfa að auki að innifela að mínu áliti, einhverja sameiginlega ábyrgð lánþola og lánveitanda. Það er jú ljóst að annar aðilinn í samningnum var leikmaður í samningum við atvinnumann og það er jú mikil skekkja og á henni tekið í neytendalögum.

Við verðum einfaldlega öll að sameinast um að vinna sameiginlega að lausnum á fjárhags vanda heimilanna ásamt því að sammælast um að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá ríkisrekstrinum um nokkurt skeið.

Mundu - http://xo.is - það er einfaldlega réttlætis mál.


mbl.is Vill fella niður 4 milljónir af höfuðstól húsnæðislána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband