Ef blaðamanni Mbl finnst ráðin hans Tryggva Þórs svona góð væri gott að fá rökstuðning á því

Er Mbl komið í svona augljósan kosningagír með Sjálfstæðisflokki að allt er orðið gildishlaðið?

Fyrirsögn fréttarinnar er það að minnsta kosti og það afar greinilega. "Góð ráð Tryggva falla í grýttan jarðveg".

Mér er spurn, ef blaðamanni þykja þetta svona góð ráð hjá Tryggva Þór af hverju hann rökstyðji það ekki í greininni einhversstaðar?

Borgarahreyfingin leggur til að mínu mati afar góða leið í stefnu sinni í bráðaaðgerðum fyrir heimilin. Eða eins og segir þar í 1. lið:

1. Alvarleg skuldastaða heimilanna verði tafarlaust lagfærð með því að færa vísitölu verðtryggingar fram fyrir hrun hagkerfisins (til janúar 2008). Höfuðstóll og afborganir húsnæðislána lækki til samræmis við það. Raunvextir á verðtryggðum lánum verði að hámarki 2–3% og afborgunum af húsnæðislánum megi fresta um tvö ár með lengingu lána. Skuldabyrði heimila vegna gengistryggðra íbúðalána verði lagfærð í samræmi við verðtryggð íbúðalán. Í framhaldinu verði gert samkomulag við eigendur verðtryggðra húsnæðislána um að breyta þeim í skuldabréf með föstum vöxtum og verðtryggingarákvæði í lánasamningum verði afnumin.

Við munum skoða svipaðar hugmyndir með gengislánin, þar sem að staða þeirra í dag verður bakfærð til einhvers eldra viðmiðs. Mögulega einnig aftur til janúar 2008.

Það er ekki sanngjarnt að leggja fram eins og Tryggvi Þór og Framsóknarflokkurinn, hugmyndir sem að taka ekkert tillit til þess hvort aðili er einstaklingur eða fyrirtæki. Það er eðlileg og réttlát krafa að staða fyrirtækjanna verði tekin fyrir og hvert og eitt tilfelli skoðað sérstaklega.

Þessar hugmyndir Tryggva Þórs um að fella niður kerfi verðbóta og að taka í stað upp kerfi þar sem að vextir verði frádráttarbærir frá skatti næstu 2 árin eru svo alveg sér kapítuli. Hann er sem sagt að segja með því að honum finnist rétt að þeir sem þéni mest fái mest út úr kerfinu. Fólk sem þénar nóg til þess að vera að greiða hærri skatta en það greiðir í vexti á ári.

Það er bara ekki þannig með flest fólk Tryggvi Þór, hreint ekki.


mbl.is Húsráð Tryggva Þórs þykja vond
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Það er miður að Tryggvi geti ekki haldið sig við efnið.

Lausnin er að færa niður höfuðstól húsnæðislána... við getum verið sammála um það ekki satt.

Afskrifa til að taka byrgðina af hagkerfinu, svo það geti handað.

100% veðsetning með 18% stýrivöxtum...hver lifir undir því..það fer allt á hausinn og það mun kosat mikið meira en flesta grunar. Ég óska efti því að menn haldi fókus á að útfæra þessa lausn betur til að ná sátt um útfærslu fyrir kosningar.

Ég hef ekki hugsað mér að eiða tíma mínum í að benda á allt það vitlausa í tillögum annara..heldur sameinast um það sem rétt er og mögulegt ....sama hver ber það fram.. það er svo annað mál að tryggvi stal þessu öllu af síðunni hjá hagsmunasamtökum heimilanna...

Vilhjálmur Árnason, 17.3.2009 kl. 18:05

2 identicon

En hvað með bílalánin?  Þau hafa líka flogið upp.

EE elle (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 22:35

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þessi tillaga Tryggva er glettilega lík tillögu sem ég setti fram fyrir nokkrum vikum á blogginu mínu. ÉG nefni það fyrst í færslu 7. febrúar að hægt sé að nota þá 954 milljarða sem Nýi Kaupþing hefur fært á afskriftarreikning til að færa niður skuldir heimilanna og fyrirtækja (sjá Heggur sá er hlífa skyldi - Nýi Kaupþingbanki í ham). Næst fjalla ég um þessa leið í færslunni Vandi heimilanna: Tilraun til greiningar frá 10.2. Önnur færsla er frá 13.2. nokkuð samhljóða þeirri síðustu. 25. febrúar lýsi ég nákvæmlega sömu leið og Tryggvi gerir í færslunni Það er víst hægt að færa lánin niður með nánari skýringu hér Svona á að fara að þessu nokkrum dögum síðar (3.3.). Ég gæti bætt inn fleiri færslum en læt þetta duga.

Baldvin, hún er góð og hún er framkvæmanleg.  Ykkur væri nær að taka undir hana en að úthrópa vegna þess að hún kemur ekki úr réttri átt.  Annars er ykkar tillaga í flestu eins og tillaga Tryggva, þannig að ég skil ekki gagnrýnina.

Marinó G. Njálsson, 17.3.2009 kl. 23:28

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég las þetta ekki í gegn hjá þér.  Framsókn talar um fyrirtæki og einstaklinga og hún talar um hugsanlegt þak á upphæðir.  Annars eiga þríburarnir líklegast 2.800 milljarða til að leika sér með í afskriftir og ef þeir ætla ekki að nota það til afskrifta, þá ætla þeir að nota upphæðina til að búa til gervihagnað í framtíðinni.

Marinó G. Njálsson, 17.3.2009 kl. 23:31

5 identicon

Ég tók eftir þessu líka Marinó, hvað tillaga Tryggva Þórs var svipuð þinni.  Og bendi þér á siðu 'Olafs Þórs Gunnlaugssonar: "Kostar ekkert að afskrifa skuldir?".

EE elle (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 23:57

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sæll Marínó og takk fyrir innlitið. Eins og þú hefur eflaust séð þegar þú last greinina mína í gegn að þá er ég ekki að gagnrýna allt sem Tryggvi Þór setur fram. Gagnrýnin í fyrri hlutanum snýr að því að mér leiðist þessar gildishlöðnu yfirlýsingar blaðamanna sem virðast ekkert þurfa að útskýra í greinum sínum síðan hvað þeir eru að meina.

Það er margt líkt með tillögum Tryggva Þórs, Framsóknarflokksins, þinna tillagna og okkar. Mjög mikið líkt meira að segja, mér skilst að okkar framsetning á þessari færslu verðtryggingarinnar aftur til janúar 2008 sé meira að segja eitthvað nálægt 19% bakfærsla. Það sem ég er ósammála þér þá líklega með, er það að þetta eigi að ganga jafnt yfir alla. Ef þú hins vegar hefur sett fram þína hugmynd með einhverju þaki á greiðslurnar ertu kannski að færast í réttlætis átt, en hvert á það þak að vera? Hvað með til dæmis fólkið sem að er með 120 milljón króna gengislán á eignum í dag? Lán sem var kannski ekki nema rúmar 50 milljónir í upphafi. Mér finnst persónulega að það þurfi að vera skýr mörk á milli aðgerða sem miða beint að heimilunum og hins vegar aðgerðum sem miða að því að bjarga fyrirtækjum.

Megin gagnrýni mín á tillögu Tryggva Þórs snýr hins vegar að hugmynd hans um niðurfellingu verðbóta og uptöku þeirra í stað kerfis þar sem að einstaklingar fá að nýta vaxtagreiðslur til skattafsláttar. Það er leið hinna ríku og mér þykir hún alger tímaskekkja, voða 2007 eins og sagt er í dag.

Baldvin Jónsson, 18.3.2009 kl. 00:21

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Vantar kannski Marínó að það komi skýrt fram hérna hjá mér, hugmyndir okkar um færslu vísitölunnar eiga aðeins við um íbúðalán eins og þær eru framsettar. Ekki skráð gengi allra lána og innistæðna.

Baldvin Jónsson, 18.3.2009 kl. 00:23

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Baldvin, það var ekki spurt um eignir eða upphæðir þegar öllum innistæðum var bjargað eða þegar 200 milljörðum var dælt inn í peningasjóðina.  Af hverju á að spurja um upphæðir núna?  En svo ég fari strax í mótsögn við sjálfan mig, þá finnst mér allt í lagi að setja þak, en það þarf að taka tillits til fjölskyldustærðar, þannig að stórar fjölskyldur sem þurfa stórt húsnæði fái hærri afskrift en barnlaust par eða einstaklingur sem samt hafa valið að kaupa sér stórt húsnæði.  Ég hef raunar nefnt í einhverri athugasemd 10 milljónir max á fullorðna og max 5 milljónir aukalega fyrir hvert barn.  Þessar tölur gætu að sjálfsögðu verið hærri eða lægri.

Marinó G. Njálsson, 18.3.2009 kl. 00:43

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

EE elle, ég var búinn að sjá síðuna hans Ólafs.  En takk samt.

Baldvin, slepptu endilega í-inu í nafninu mínu.  Það er Marinó ekki Marínó.

Marinó G. Njálsson, 18.3.2009 kl. 00:45

10 Smámynd: Baldvin Jónsson

Marinó (afsakið þetta með í'ið áðan), væri afar gaman að fá tíma hjá þér til að setjast niður með okkur og útfæra þessar hugmyndir enn betur. Hefurðu tíma í vikunni?

Baldvin Jónsson, 18.3.2009 kl. 01:13

11 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

1. Alvarleg skuldastaða heimilanna verði tafarlaust lagfærð með því að færa vísitölu verðtryggingar fram fyrir hrun hagkerfisins (til janúar 2008). Höfuðstóll og afborganir húsnæðislána lækki til samræmis við það.

Mun þetta ekki koma til með að lækka höfuðstól lána um svipað prósentu hlutfall og þessi 20% afskriftatala hjá Tryggva?.. og er því ekki bara verið að nálgast sömu niðurstöðuna frá mismunandi áttum?..  Hver er munurinn á þessu tvennu ..  spyr sá sem ekki veit.

Jóhannes H. Laxdal, 18.3.2009 kl. 07:34

12 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sæll Jóhannes og takk fyrir áhugann.

Munurinn er eins og ég skýri hér að ofan sá að við erum að einbeita okkur að heimilinunum. Okkar hugmynd er að það eigi ekki að setja sama yfir bæði einstaklinga og fyrirtæki, að fyrirtækin þurfi að skoða sérstaklega hvert fyrir sig.

Baldvin Jónsson, 18.3.2009 kl. 08:24

13 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Baldvin, nei þessi vika að smekk full svo vægt sé til orða tekið.  Þú ert með tölvupóstinn minn, þannig að þú veist hvernig á að komast í samband við mig.

Marinó G. Njálsson, 18.3.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband