Reynsla Evu Joly þegar farin að skila árangri

Þrátt fyrir að margir grasrótarhópar hafi undanfarið kallað og hrópað á torgum að nauðsynlegt væri að aflétta bankaleynd og kalla til erlenda sérfræðinga sem reynslu hafa af málum sem þessu, að þá var ekki brugðist við. Krafa grasrótarinnar um að fá Evu Joly að málum var hins vegar uppfyllt og er sem betur fer strax farin að skila árangri. Aðkoma erlendra sérfræðinga fyrir hennar tilstilli er að sjálfsögðu með meiri vikt en köll grasrótarinnar og það er bara hið besta mál.

Bankaleyndin er síðan annar kapituli. Flestir vilja hafa sín bankamál sem einkamál, það er ekki það sem verið er að fjalla um hér. Það er enginn að tala um að allir reikningar eigi að verða opinberir eins og sumir virðast vilja túlka slíka mál. Það er einungis verið að ræða það að reikningar fólks sem grunað er um saknæmt athæfi verði aðgengilegir rannsóknaraðilum. Er það ekki eðlileg krafa?


mbl.is Fráleit bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Jú! Það er hins vegar óeðlilegt að bankarnir taki þátt í að hylma yfir með glæpamönnunum

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.3.2009 kl. 13:24

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hún var sú fyrsta sem þorði að segja það hreint út: "Trúlega glæpsamlegt athæfi"

Finnur Bárðarson, 17.3.2009 kl. 15:19

3 Smámynd: Hlédís

Ég er ekki lögfróð, en skil alls ekki hví dómstóll getur ekki úrskurðað leyfi til rannsóknar bankaheimilda, leiki grunur á um lögbrot, rétt eins og húsleit er heimiluð við grun um glæp.   Minni á að enginn fær bætur hjá Tryggingastofnun ríkisins nema skrifi undir leyfi um fullan aðgang TR að  banka- og skatta-málum viðkomandi. Þar vefst nú ekki bankaleyndin fyrir í ríkiseinokuninni, enda ekki hagsmunir Auðjöfranna sem eiga Ísland í húfi.

Hlédís, 17.3.2009 kl. 17:26

4 identicon

"Krafa grasrótarinnar um að fá Evu Joly að málum var hins vegar uppfyllt"

Var það ekki Egill Helgason og fleir sem fengur Evu til landsins og fékk hana í viðtal í Silfrinu

Í framhaldinu var fundi hennar með ríkisstjórninni komið og í framhaldi af þeim fundi var óskað eftir liðsinni hennar.

Grasrótin þín kom þar hvergi nærri.

Og Facebook hópurinn líklega stofnaður eftir að búið var að ákveða að óska eftir aðkomu Evu Joly að málum. 

Ríkisstjórnin varð á undan grasrótinni í þetta sinn.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 19:07

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Egill hafði veg og vanda af því að fá hana til landsins. Hugmyndin um að nýta ferðina hennar almennilega og fá hana á fund með ríkisstjórninni kom hins vegar úr grasrótinni Jón. Grasrótin hins vegar er ekki mín, hreint alls ekki. En ég er glaður með að vera hluti af henni.

Baldvin Jónsson, 17.3.2009 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband