Ég er umhverfissinni sem óttast um hag mannkyns en ekki náttúruna

Ég hef haft miklar skoðanir og áhuga á náttúruvernd árum saman. Mér þykir afar mikilvægt að kenna börnunum mínum að bera viðringu fyrir umhverfi sínu, að nota ekki meira en maður þarf, að leitast við sjálfbærni í öllu í lífinu. En ég hef aldrei óttast um náttúruna sjálfa. Ég hef aðeins óttast afkomu okkar mannsins í henni. Náttúran mun án nokkurs vafa lifa okkur, hversu lengi okkur tekst að lifa hérna er væntanlega undir okkur sjálfum komið og því hvernig okkur tekst að þróast með þeim náttúrulegu breytingum sem verða óhjákvæmilega á öllum löngum tímabilum sem mæld eru.

Of mikið CO2 í andrúmsloftinu er í dag talinn helsta orsök hnattrænnar hlýnunar. Lengi vel taldi ég líklegt að þeir fjölmörgu vísindamenn sem fjölluðu um skaðræði þess og orsök mannanna í því ferli, hefðu rétt fyrir sér og trúði rökum þeirra. En eftir að hafa lesið mér aðeins til um til dæmis gosvirkni á jörðinni á seinni tímum og CO2 losuninni sem henni fylgir, hef ég orðið miklar efasemdir um áhrif mannsins á þessa hringrás jarðarinnar. Mér þykir mun forvitnilegra hvers vegna við fáum engar rannsóknir fram um það hvað hefur gerst á Jörðinni EFTIR hlý tímabil. Hvernig náttúran hefur brugðist við og hvað hefur þá orsakað kólnun aftur. Það virðist ekki vera vinsælt fjölmiðlaefni, enda eru heimsenda spár eitt vinsælasta fréttaefni frá væntanlega upphafi prentmiðla.

Í einu stóru gosi, gosi eins og til dæmis Laka gosi á Íslandi 1783 eða Krakatá (ef ég man rétt nafnið) gosinu í kringum 1825 losaði náttúran um það bil 2.000 sinnum meiri CO2 á fáum mánuðum en mannkynið allt með öllum sínum gjörðum losar að meðaltali á ári. Eitt stórt gos á ca. 100 ára fresti hefur því um 20 sinnum meiri áhrif á CO2 í andrúmsloftinu en mannkynið allt.

Auðvitað hörfum við áhrif og bætum á vandann. Margir halda því fram að það sé einmitt bara þetta litla sem við bætum við sem hafi svo mikil áhrif. Að þessi litla viðbót sé það sem hafi sett náttúrulega ferlið úr jafnvægi, en ég hef ekki séð það rökstutt almennilega enn án þess að hafa jafnframt séð rök gegn því líka.

Mín tillaga er því þessi. Þangað til að fyrir liggja áreiðanlegar sannanir fyrir orsök og þá væntanlega viðbragðs áætlun líka, skulum við ekki fyllast ofsaæði. Berum bara virðingu fyrir umhverfi okkar, sýnum góða umgengni og leitumst við að lifa sjálfbæru lífi. Það sleppur enginn lifandi frá þessu hvort eð er. Okkar ábyrgð er hins vegar að skilja ekki verr við okkur en við tókum við, ábyrgðin okkar snýr að afkomendum okkar.


mbl.is Jörðin hlýnar hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mín skoðun er sú að varkárni sem studd er óttanum við ógnvænlegar horfur sé helsta vonin til þess að umgengni okkar verði siðlegri. Við skulum hafa það í huga að umhverfi okkar á láði sem legi er að taka á móti geigvænlegu magni af spillandi efnum á degi hverjum. Grunnsævið og fjölmargir innfirðir umhverfis mörg iðnvædd ríki er orðið svo mengað að fiskurinn er ekki hættulaus til neyslu. Allt tengist þetta sama vandamálinu; græðgi og hirðuleysi.

Mengun andrúmsloftsins er fráleitt eina ógnin sem við þurfum að gefa gætur.

Árni Gunnarsson, 13.3.2009 kl. 21:47

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sammála því Árni, enda er ég mikill talsmaður þess að gæta sjálfbærni í öllum málum.

Hefði nú farið betur um síðustu ríkisstjórn til dæmis hefði það verið haft sem leiðarljós í þeirra málum.

Baldvin Jónsson, 13.3.2009 kl. 21:56

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Eldfjöll hafa því miður ekki það mikil áhrif á magn CO2 að þau hafi áhrif á heildarmagnið (um 1% af heildarútblæstri manna á ári)... aftur á móti þá hafa stór eldgos áhrif til kólnunar í nokkur ár (eða áratugi) vegna fíngerðra gosagna (á ensku aerosols). Ég er nýbyrjaður að halda úti bloggi um loftslagsmál, ætli ég skrifi ekki um eldfjöll bara næst (loftslag.blog.is).

kv.

Höski Búi

Höskuldur Búi Jónsson, 13.3.2009 kl. 22:43

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Takk fyrir innlitið Höski, mun fylgjast með skrifum þínum.

Verst að geta ekki vísað núna í greinina sem ég las þetta í, en þar var fullyrt að Krakatá hefði losað 2000 sinnum meira magn en mannkynið gerði á ársbasis - og það var um miðjan tíunda áratuginn.

Baldvin Jónsson, 13.3.2009 kl. 22:49

5 Smámynd: Loftslag.is

Þessi skrif mín eru reyndar frekar yfirborðskennd, sökum tímaskorts. En endilega kíktu við og sendu inn línu. Sérstaklega þætti mér fróðlegt að fá að heyra af því ef þú finnur greinina sem þú last.

Þú kíkir bara á það eftir kosningar, borgarahreyfingin þarf endilega að ná inn manni og þá má nú ekki eyða tímanum fram á kosningar við að leita að einhverjum vísindagreinum um CO2 útblástur eldfjalla

kv.

Höski Búi

Loftslag.is, 14.3.2009 kl. 00:38

6 Smámynd: Morten Lange

Tek undir með Höska Búa.  Ég vona innilega að Borgarahreyfingin nái inn manni, aðallega til að tryggja  aðhald um breytingar í lýðræðisátt.

Málið með gróðurhúsalofttegundir er að við getum dregið úr útblæstri á þeim með aðferðum sem hafa margt annað gott í för með sér. Á meðan við ræðum hvort jörðin hlýnar af mannavöldum, ættum við að leggja enn meira kapp á að finna win-win / no-regret lausnir sem stuðla að minnkandi mengun af öðrum toga og spara peninga ofl.  Sumar lausnir bæta auk þess heilsu, gera þéttbýli lífvænlegra og fleira.

Ég er sjálfur 90% viss um að þorri vísindamanna ( 98%) sem hafa kynnt sér þessi loftslagsmálin hafa rétt fyrir sér. Skrifaði sjálfur um gróðurhúsaáhrifin lokaritgerð í háskóla 1989.  Og fyrst hættan sé svona mikill fyrir velferð okkar ( ekki mannkyninu eða náttúrunna - þar erum við sammála ),  þá skulum við sýna varkárni.  Sérstaklega vegna þess að umhverfisvernd af mjög mörgum toga haldist í hendur við að draga úr losun CO2 etc , og mun spara peninga, frekar en að kosta. Vissulega munu gróðamöguleikar sumra, eins og bílaframleiðenda, dragast saman.  

Að þú skyldir draga þessu með áhrif okkar á þessa þunna lofthjúp í efa, og segi nánast að kolaver, risavaxinn bílafloti og miklir flutningar í lofti, til lands  og til sjávar,  að við brennum regnskógana, að þú virðist segja óbeint að þetta skipti litlu  máli, finnst mér passa mjög  illa við   að tala svo um sjálfbærni. Hvernig skilgreinir þú þá sjálfbærni ?  Er það bara tískuorð fyrir snyrtilegt ?   Hvernig viltu mæla hvort við séum að nálgast sjálfbærni í neyslu okkar og lífsháttum ?   Ég mæli með  http://myfootprint.org sem eitt af okkar viðmiðum varðandi sjálfbærni. 

En aftur, ég tek undir með Höska : Vona að kraftarnir fara í Borgarahreyfingin, og að vinna þar að sameiginlegum sjónarmiðum sem komu fram á borgarafundum og á Austurvelli brautargengi á Alþingi, en ekki mál sem mjög misjafnar skoðanir eru á meðal þeirra sem mundu annars styðja ykkur. 

Morten Lange, 17.3.2009 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband