Bera háir stýrivextir ekki ábyrgð á síauknu atvinnuleysi?

Í viðhengdri frétt er vitnað í viðtal við Steingrím J. í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í morgun. Þar talar Steingrímur J. um að stýrivextir ættu að lækka hratt á næstu mánuðum, en jafnframt undrast Steingrímur J. að virðist að atvinnuleysi hafi aukist meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Skildi ekki vera samhengi þarna á milli?

Áætlanir miðuðu við að stýrivextir hefðu þegar lækkað nokkuð sem þýðir að atvinnulífið ætti auðveldara með að standa við skuldbindingar sínar. Þegar að fyrirtækjunum gengur betur að reka sig, skapa þau fleiri störf. Þetta var mér að minnsta kosti kennt í Þjóðhagfræði kúrsinum sem ég sat núna fyrir áramótin.

Hví skyldi Steingrímur ekki tengja þetta saman? Er það kannski vegna þess að hann situr í ríkisstjórn og ber þvi mikla ábyrgð á því að stýrivextir hafi ekki lækkað og þar með hefur atvinnuleysi aukist?

Ég hef mikið álit á mörgu í fari Steingríms J. en nú þegar að hann er komin í ríkisstjórn í stað stjórnarandstöðu, þykir mér miður að sjá hann fara að beita sama orðræði og við höfum átt að venjast hjá ráðamönnum undanfarin 18 ár um það bil.

Steingrímur, tökum okkur saman um að segja bara satt. Það er svo gott fyrir samfélagið og þjóðarsálina.


mbl.is Vextir fara að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Það kann Steingrímur ekki

Ómar Ingi, 1.3.2009 kl. 12:46

2 Smámynd: TARA

Tek undir það með þér Baldvin...

TARA, 1.3.2009 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband