Hvað er fámenni? Það var að minnsta kosti góðmennt - það er næsta víst

Ég mætti á Hlemm rétt fyrir 14 í dag og gekk með Lýðveldisgöngunni svo nefndu niður Laugaveginn. Gangan var fremur fámenn í upphafi, líklega um 40 manns, en bættist jafnt og þétt í hana á leið niður Laugaveginn og var líklega orðið um 100 manns þegar við komum niður Bankastrætið. Verður vonandi enn fleira næst.

Á Austurvelli myndi ég giska á að hafi verið 300-400 manns í dag og eins og sést á fréttinni er það skilgreint sem fámenni. Ég velti því fyrir mér á hvaða forsendum það er metið og hverra það er hagur að tala niður þessa fundi. Þetta er vissulega fámennara en þegar að fundirnir töldu þúsundir og mest upp undir 10.000 manns, enda er krafa flestra um afsögn fyrri ríkisstjórnar augljóslega orðin að veruleika.

Í dag snerist fundurinn meðal annars um kröfu gegn verðtryggingunni og frystingu eigna auðmanna. Þar er að sjálfsögðu átt við þá fjárglæframenn sem grunaðir eru um glæpsamlega verknaði.

Krafan um gagnsæi, um hreinsun í spillingunni, krafan um lýðræði ekki flokksræði. Krafan um að menn og konur beri ábyrgð á eigin gjörðum og lífi er enn í fullu fjöri.

Höldum byltingunni vakandi gott fólk.


mbl.is Fáir þátttakendur í mótmælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að leyfa mér að vera ósammála þér um að krafan um afsögn fyrri ríkisstjórnar sé orðin að veruleika.

 Að minnsta kosti situr sá flokkur sem sá um bankaeftirlitið og sofnaði á þeirri vakt ennþá í stjórn.

Axel (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 19:25

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sammála þér um að það var góðmennt í dag. Ræðurnar voru líka magnaðar!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.2.2009 kl. 20:02

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Rétt Axel, hárrétt.  Ég hef hreinlega verið svona utan við mig þegar ég skrifaði þetta áðan.  Hef ítrekað skrifað hér um það hve valdhroki Samfylkingarinnar er mikill að hafa sest í þessa stjórn.

Reyndar finnst mér taktleysi VG ekki minna í málinu.

Neyðarstjórn var eina raunhæfa leiðin - flokkarnir þurfa á öllu sínu að halda til að taka til í eigin ranni

Baldvin Jónsson, 28.2.2009 kl. 20:17

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það voru 500 manns á fundinum í dag. Þorleifur frá VG deildi út 300 blöðum og sagðist halda að um 500 hefðu verið á staðnum. Lögreglan hefur því miður hag af því að mótmælin fjari út. Þeir eru víst í 50 milljóna mínus nú þegar út af mótmælum og þess háttar viðburðum!

Sigurður Hrellir, 28.2.2009 kl. 22:55

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Skemmtileg sagan hennar Cillu af því þegar hún hringdi í lögregluna og lét vita af mótmælagöngunni niður Laugaveginn. Hún náði ekki í Stefán en talaði við vaktstjórann. Hann dæsti bara og urgaði svo upp úr sér einhverju um það hvort við værum enn að Þeir eru greinilega alveg með þarna hjá lögreglunni...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.2.2009 kl. 23:22

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef fimm hundruð manns hefðu ætlað að fara á fund í Iðnó innanhúss og þægilegri hlýju hefðu fjölmiðlar sagt eins og um fyrsta borgarafundinn í Iðnó: "Á fjölmennum fundir þar sem fullt var út úr dyrum...."

Jafnvel ef fundurinn hefði verið haldinn í Austurbæ eða Borgarleikhúsinu hefði verið talað um "fjölmennn fund."

Um þetta gildir því miður nokkurs konar afstæðiskenning í fjölmiðlunum sem ég kannast vel við eftir að hafa unnið á þeim vettvangi í 40 ár.

Ómar Ragnarsson, 1.3.2009 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband