Siðblindir Ameríkanar grýta "klasa" grjóti úr glerhúsum

Á hverju ári veiða frumbyggjar Alaska tugi hvala og er það í nafni réttinda frumbyggjanna. Hefðarréttur.  Á hverju ári drepa Bandarískir Túnfisk veiðimenn þúsundir höfrunga óvart vegna þess að þeir þvælast í net þeirra. Það er skilgreint sem óheppilegt en engu breytt í ferlinu.

Íslendingar hafa eins og Alaska búar um langt árabil veitt hvali, það hlýtur því að vera sami hefðarrétturinn sem á við hér. Að ætla okkur annað er einfaldlega siðblinda.


mbl.is Bandaríkin fordæma hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

íslendingar hafa ekki sama hefðarrétt og frumbyggjar ameríku ef einni einfaldri skýringu.. við höfum ekki veitt hvali nema í 80-90 ár... en þeir í árþúsundir..

Óskar Þorkelsson, 27.2.2009 kl. 22:46

2 identicon

Bandaríkjamenn eru hræsnarar dauðans.....Geta lesið yfir hausmótunum hjá öðrum en eru ekki skömminni skárri sjálfir. Hins vegar finnst mér fáránlegt að leyfa hvalveiðar. Til hvers? Til að einhverjir útbrenndir Moby Dick áðdáendur verði ánægðir!!!??? Vonandi að hvalveiðar verði lagðar algjörlega niður á næsta ári. Það er engan veginn þess virði að drepa nokkra hvali og verða óvinsælli en við erum í dag.......

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 22:54

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég er reyndar persónulega hlutlaus gagnvart hvalveiðum að mestu. Er þó frekar á móti þeim en með, ef raunin er að við séum á endanum að tapa á því að stunda þær.

Baldvin Jónsson, 27.2.2009 kl. 23:05

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hvað þarf marga áratugi Óskar til að hefð skapist?

Baldvin Jónsson, 27.2.2009 kl. 23:05

5 Smámynd: Magnús Kristjánsson

Sæll baddi minn, ef það er eitthvað sem ég hef lært sl mánuði þá er það nú að efast um tilgang með hinum ýmsu gjörðum sjálfstæðisflokksins og ég er nú hræddur um að sú ákvörðun Einars guðfinnssonar um að leifa hvalveiðar hafi ekki verið tekin af einlægri ættjarðarást eða til að útvega fleiri störf fyrir landsmenn. Allavega hef ég heimildir fyrir því að hér sé um greiða móti greiða athöfn að ræða.Kristján loftsson kom nefnilega í veg fyrir að baugsveldið eignaðist tm hérna um árið og fær í staðin jobb fyrir bátana sína.Mér finnst það nú líklegri skýring og í samræmi við þá spillingu sem maður hefur misst matarlystina yfir að lesa undanfarið. Það er nefnilega eitt með þennan flokk að það er aldrei neitt eins og það sýnist vera heldur endarlaust sjónarspil.

kv m

Magnús Kristjánsson, 27.2.2009 kl. 23:13

6 Smámynd: Magnús Kristjánsson

Svo er það nú annað, Þessar skepnur eru flökkudýr og eru ekki staðbundin stofn við landið, þetta eru jarðarbúar sem ferðast um höfin , sem eru látin í friði annarstaðar og aþó ekki væri nema af virðingu við aðrar þjóðir sem reyna að mynda samstöðu um friðun þessarra dýra og lélegrar markaðsstöðu okkar fyrir þetta kjöt þa er nú í lagi að vega og meta rök aðeins betur og hlusta á aðrar þjóðir ,við erum nú ekki ein í heiminum þó við höldum það stundum.

Svo veitir okkur ekkert af því núna að hafa fjöldann með okkur en ekki móti.

Magnús Kristjánsson, 27.2.2009 kl. 23:20

7 identicon

Ja..eru frumbyggjar í Alaska ekki veiða nokkra tugi fyrir sjálfa sig, en ekki bara til að flytja til Japana sem veiða þúsundir hvala sjálfir? Mér finnst nú vera smá munur þar á og ef við ætluðum bara að veiða fyrir innlendan markað. Þá værum við bara að veiða nóg fyrir okkur sjálf og ekki meira, svipað og frumbyggjarnir. Liti málið kannski ekki öðruvísi út þannig? Ég tek það fram að ég er nú ekkert á móti þessum veiðum og borða hval sjálfur en ég get eiginlega ekki verið sammála því að veiðar frumbyggjar í Bandaríkjunum séu eitthvað verri eða einu sinni jafn "slæmar" og okkar veiðar. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa þó líka verið á móti frumbyggjaveiðunum og frekar verið að takmarka þær heldur en hitt. Til dæmis er ættbálkur hér sem mátti lengi veiða 2 hvali á ári (grey whale) og fær það ekki lengur því þeir eru taldir í útrýmingarhættu.

 Svo er nú þetta með túnfiskinn... er það eitthvað verra en margt sem gerist í fiskveiðum á Íslandi? Ég veit svo sem ekkert mikið um það, en maður heyrir nú alveg af því að menn séu að henda afla og svona. Borða íslendingar svo ekki túnfisk líka og stuðla því óbeint af slíkum veiðum? :) Allavega, það sem ég veit þar sem ég er í skóla í Bandaríkjunum er að í búðum hér er túnfiskurinn merktur sérstaklega ef hann er veiddur með aðferðum sem skaða ekki höfrunga. Og það er nánast eini túnfiskurinn sem ég sé hérna, þannig að eitthvað er þetta nú að breytast. Ég man ekki eftir að hafa séð slíkan túnfisk heima á íslandi. Ég veit svo sem ekkert hvaðan túnfiskurinn á Íslandi kemur eða með hvaða aðferðum hann er veiddur en ættum við ekki að vera að spá í þessu líka eins og bandaríkjamenn og reyna að versla frekar túnfisk sem við vitum að stuðlaði ekki að höfrungadrápi? Erum við ekki í raun alveg eins miklir hræsnarar?

Davíð Arnar (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 23:30

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hvað þarf marga áratugi Óskar til að hefð skapist?

Þú ert að tala um frumbyggjaveiðar.. við höfum aldrei veitt hval við íslandstrendur án hjálpar vélarafls og skutla sem skotnir eru með sprengiefni.. svo frumbyggjahefð er útilokuð

Frumbyggjar gerðu þetta ekki og þeir gera þetta heldur ekki í dag.. þeir hreinlega veiða flesta sína hvali við síreöndina og í vökum með .. rifflum að vísu í dag en ekki fyrir svo mörgum árum voru það venjulegir skutlar.. eða spjót.  bátar þeirra eru í dag vélknúnir.. en í meginatriðum þeir sömu og hafa verið á þessum slóðum í árhundruð.. Aleutaeyjum og alaska.

Óskar Þorkelsson, 28.2.2009 kl. 00:51

9 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Til þess að hafa undanþágur verður þjóða að skilgreina sig sem frumbyggja.  Er það sú skilgreining sem við höfum gefið okkur út fyrir að vera?  Ég hélt að það væri að vera efnuðust, best menntuð og alþjóðleg fjármálamiðstöð.

 Við erum að fórna meiri hagsmunum fyrir minni - og hefur þetta ekkert endilega með ferðaþjónustu að gera.

Þá hefur þetta heldur lítið með hvalaskoðun að gera.

Þetta varðar samvinnu okkar og samstarf í alþjóðasamfélaginu.

Sorgleg sjálfstæðisbarátta Íslendinga.

Og.... Langreyður er flökkudýr í eigu alþjóðasamfélagsins og þótt mjög margar þjóðir líði skort í heiminum, hafa þeir ekki lagst í veiðar á Langreyði til sköpunar gjaldeyristekna.

Að lokum þá tók það 3 ár að selja nokkrar Hrefnur til Japans.  Hversu geðslegt skyldi það kjöt hafa verið orðið.

Skv. markaðsrannsóknum í Japan er það nánast eingöngu eldra fólkið sem borðar hval - en það er arfleifð frá því á fátæktarárum þar.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 28.2.2009 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband