Er þetta plott? Fyrsta skrefið í átt að myntbandalagi við Norðmenn?
27.2.2009 | 13:41
Mér datt það bara skyndilega í hug þegar ég las það að Stoltenberg forsætisráðherra Noregs hefði verið fyrsti gestur nýsetts Seðlabankastjóra í dag.
Persónulega myndi mér reyndar hugnast það betur en ansi margt annað, ef þjóðirnar næðu saman um myntbandalag. Ansi margt líkt með þjóðunum og hagsmunir okkar á heimsmarkaði skarast víða. Þeir hafa fram yfir okkur mikla olíusjóði, við fram yfir þá mikla græna orku í gufuafli.
Ef valið þyrfti að standa á milli samstarfs við Noreg eða endanlegt afsal sjálfstæðis til Evrópusambandsins myndi ég alltaf kjósa heldur Noreg. Hvað með þig?
Stoltenberg fyrsti gestur seðlabankastjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
340 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 358723
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Ég er sammála að Norska krónan er miklu skárri kostur en Evran. Svo er kannski stutt í að við verðum olíuþjóð eins og þeir. Ég vil ekki sjá Evrópusambandsaðild.
Það er hins vegar ekki rétt að gufuafl sé "græn" orka. Gufuvirkjanir menga mikið og þetta er ekki endurnýjanleg orka, virkjanirnar eru hafðar mun stærri en svo að jarðhitakerfið endurnýi sig.
Aðalsteinn Bjarnason, 27.2.2009 kl. 13:51
Hvernig dettur skynsömum manni eins og þér í hug að tala um „endanlegt afsal sjálfstæðis til Evrópusambandsins“ þegar þú veist svo miklu, miklu, miklu betur. Það að endurtaka slíkt þrátt fyrir að vita fullkomlega vel að 27 þjóðir eru í dag í ESB án þess að nokkrum detti í hug að nein þeirra sé ekki sjálfstæð og fullvalda þjóð er bara lýgi að verstu tegund. Ætluð til að blekkja og villa um fyrir þjóðinni og reyndar sem slík ábyrg fyrir því að svo illa fór sem fór.
Það er beinlínis skilgreiningin á ESB að það er bandalag sjálfstæðra og fullvalda Evrópuríkja. Þær þjóðir sem eru það ekki eiga ekki rétt að aðild eða þátttöku.
Hættið að ljúga að þjóðinni svo vitiborin umræða geti átt sér stað.
Helgi Jóhann Hauksson, 27.2.2009 kl. 13:54
Ég kýs noreg fram yfir allt annað.. reyndar einnig fram yfir sjálfstæði íslendinga ;)
Óskar Þorkelsson, 27.2.2009 kl. 13:54
Ég á mjög erfitt með að spá fyrir um gjörðir nýrra manna og hvað þá erfitt með að dæma um ógjerðar spágjörðir. ´Mér líst hinsvegar mun bertur á Noregsbandalagið en Evropubandalagið.
Offari, 27.2.2009 kl. 13:57
Aðalsteinn, það er löngu búið að upplýsa það að ESB hefur ekkert með yfirráð yfir orkuauðlindum eða náumum eða neinum slíkum auðlindum að gera og auðvitað hvergi sett fingur í yfirráð slíkra auðlinda. Það var auðvitað fyrst marg upplýst af okkur venjulegum Evrópu-fræðingum og svo fyrir nokkrum vikum gaf orkumálastjóri út yfirlýsingu um þetta þar sem einngi koma fram að allar reglur varðandi orkumál ESB gilda nú þegar um okkur vegna EES.
- Svo hættið að ljúga að þjóðinni svo vitiborin umræða geti átt sér stað.
Helgi Jóhann Hauksson, 27.2.2009 kl. 13:58
Helgi, af hverju eru Norðmenn ekki löngu komnir í Evrópusambandið ef það er ákjósanlegt fyrir fiskveiðiþjóðir eins og okkur? Ef við höldum sjálfstæði okkar, af hverju þurfum við þá að taka upp sameiginlega sjávarútvegsstefnu sambandsins við inngöngu? Er það ekki það sem fælir Norðmenn frá inngöngu?
Aðalsteinn Bjarnason, 27.2.2009 kl. 14:04
Og Helgi, af hverju telur Össur að það sé forsenda fyrir því að við getum gengið í fyrirheitna sambandið með "reisn" að við breytum stjórnarskránni á þá veg að allar náttúruauðlindir séu þjóðareign. Finns þér það vera vitiborin umræða?
Aðalsteinn Bjarnason, 27.2.2009 kl. 14:11
Sagði ég að það væri ákjósanlegt fyrir fiskveiðiþjóðir?
- Reyndar færir olíuauður Norðmönnum þá stöðu að hafa frekar efni á ýmsu sem fylgir því að vera utan ESB m.a. miklu sterkari gjaldmiðil en ís-Krónan.
Svo er hitt að óvissa um ákveðin atriði í fiskveiðistefnu ESB eins og um hvernig ákvæði um „jafnan aðgang“ myndu virka í reynd hafa skýrst á þann hátt sem Jón Baldvin og ESB sinna fullyrtu strax 1995. - Svo það hefur sýnt sig að jafnvel um fiskveiðimálin hefðum við engu þurft að kvíða.
Þess utan höfum við þá sérstöðu umfram Norðmenn að botnfiskstofnar okkar eru ekki sameiginlegir með ESB. Íslenska hafsvæðið er vistfræðilega aðskilið frá hafsvæðum ESB hvað það varðar og um aðskilin hafsvæði eins og Miðjarðarhaf og Eystrasalt sem og hafsvæði fjarlægari eyja í eigu ESB landanna gilda sérstakar veiðistjórnunarreglur eftir aðstæðum á hverjum stað og stjórnað á vettvangi. Þannig fer Miðjarðarhafsráð með veiðistjórnun á Miðjarðarhafi, og eyjur í Karabískahafinu í eigu Frakka sem samt teljast fullir aðilar að ESB fara með fiskveiðistjórnun sinna miða sjálfar.- Og svo Kanríeyjar, Madeira og Assoreyjar að mestu leiti sjálfar.
Það er grunnforsenda sameiginlegu fiskveiðistefnunnar að „sameiginlegur vandi krefst sameiginlegra lausna“ og um aðskilin hafsvæði segja þeir sjálfir því til skýringar að þar gilda aðrar reglur „sérstakur vandi krefst sérstakra lausna“ og svo kemur nálægðarreglan sem segir „sérhvern vanda skal leysa sem næst vettvangi“
- Leggir þú þetta þrennt saman er óhjákvæmilegt af eigin reglum ESB og forsendum fiskveiðistefnunnar að krefjast þess að sjálf fiskveiðistjórnun Íslandsmiða sér sérstök og fari fram á Íslandi.
- Þessa getum við krafist vegna okkar aðstæðna en ekki Norðmenn þar sem þeir eiga sameiginlegan botn með Norðursjávarlöndunum í suðri og Rússum í norðri. Auk þess sem ESB-skipa hafa alla tíð haft talsverð veiðiréttindi í norsku lögsögunni.
Þess utan er fiskveiðistefan ESB ekki slæm fyrir okkur, það sem LÍÚ óttast mest en þorir ekki að segja upphátt er að fiskveiðistefnu ESB fylgir veruleg ívílnun fyrir sjávarþorpin og strandveiðar smábáta innan 12 mílna.
Helgi Jóhann Hauksson, 27.2.2009 kl. 14:22
Aðalsteinn það er ágætt að setja í stjórnarskrá að allar náttúrauðlindir séu þjóðareign til að slökkva í lýgi-umræðu og hræðsluáróðri um annað.
Helgi Jóhann Hauksson, 27.2.2009 kl. 14:27
Einhvern vegin efast ég um að Jóhanna sem skipaði manninn sé að taka átt í samsæri um að koma okkur í myntbandalag við Noreg :-)
Héðinn Björnsson, 27.2.2009 kl. 14:41
Helgi. Ég held að menn þurfi ekki annað en að skoða ástandið í mörgum löndum sambandsins núna til að sjá að Evrópusambandið er ekki sú stoð og stytta fyrir aðildarríkin sín eins og þið Evrusinnar viljið vera að láta. Ástandið innan sambandsins er skelfilegt.
Þú segir. "það er ágætt að setja í stjórnarskrá að allar náttúrauðlindir séu þjóðareign til að slökkva í lygi-umræðu og hræðsluáróðri um annað"
Ert þú Helgi, pirraður eins og hún Álfheiður Ingadóttir á "þessari eilífu virðingu fyrir eignarrétti" eins og hún sagði einhversstaðar?
Eignarrétturinn er hornsteinn siðmenntaðra samfélaga. Það er ekki lygi.
Margar náttúruauðlindir eins og vatns og orkulindir hafa verið í einkaeigu frá landnámi. Þið Össur og Álfheiður viljið náttúrulega Mugabe stjórn á Íslandi sem þjóðnýtir allt. Eða hvað?
Aðalsteinn Bjarnason, 27.2.2009 kl. 15:03
Þú segir í einni setningu Helgi að :
"Leggir þú þetta þrennt saman er óhjákvæmilegt af eigin reglum ESB og forsendum fiskveiðistefnunnar að krefjast þess að sjálf fiskveiðistjórnun Íslandsmiða sér sérstök og fari fram á Íslandi."
og í annari að :
" Þess utan er fiskveiðistefan ESB ekki slæm fyrir okkur, það sem LÍÚ óttast mest en þorir ekki að segja upphátt er að fiskveiðistefnu ESB fylgir veruleg ívílnun fyrir sjávarþorpin og strandveiðar smábáta innan 12 mílna."
Ertu að meina að ESB skiptir sér bara af veiðum innan 12 mílna lögsögunnar?
Ásgeir (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 15:04
Ásgeir, það er hluti af fiskveiðistefnu ESB að um 12 mílurnar gilda sérreglur sem gera ráð fyrir að næstu byggðir við miðin njóti þeirra sérstaklega og þeim sé stjórnað frá heimalandinu.
Sameiginleg fiskveiðistjórn ESB á sameiginlegum miðum þjónar þeim eina tilgangi að koma á sameiginlegri fiskveiðistjórn sameiginlegra fiskistofna sem óhjákvæmilega virða ekki lögsögumörk ríkja eða sérreglur einstakra ríkja - svo sameiginleg stjórn var óhjákvæmileg. Þetta á hinsvegar ekki við íslandsmið þar sem engir fiskistofnar eru sameiginlegir með löndum ESB, og ESB segir þegar um sér hafsvæði eins og Miðjarðarhafið „sérstakar aðstæður krefjast sérstakra lausna“ og bætir við að feli sérreglurnar í sér sjálfbærar veiðar og nægilega vernd fiskimiða séu þær í samræmi við fiskveiðistefnu ESB. Hinsvegar njóta fiskveiðar Miðjarðarhafslanda ESB allra sömu styrkja eins og úreldingarstyrkja og lágmarksverðs á fiski, markaðs og sölustyrkja og annarra ívilnandi reglna sem líka teljast til fiskveiðistefnunnar. - Því stjórnar Miðjarðarhafsráð fiskveiðum í Miðjarðarhafi þó fiskveiðistefnan teljist gilda þar eins og á Norðursjó.
Hér væri enginn alþjóðlegur gjaldeyrissjóður að setja okkur reglur nema vegna þess að verðum að bjarga krónunni - ef við hefðum haft evru ætti hann ekkert erindi hingað og við værum ekki að fullnýta alla lánamöguleika okkar bara til að bjarga gjaldmiðlinum okkar.
Aðalsteinn, máttur ESB er stórlega ofmetinn af bæði heitum andstæðingum og stuðningsmönnum ESB, skjólið og traustur grunnur sem það veitir skiptir samt sköpum.
ESB fer ekki með nema 1% af þjóðartekjum landanna eða 236 evrur á íbúa. Þar af fer strax helmingur í niðurgreiðslur landbúnaðarvara og fiskveiðar. ESB er skjól og traustur grunnur til að byggja á en hvert land verður sjálft að byggja og standa. - Stormurinn geisar um allan heim og hefur víða afleiðingar en að hafa trausta jörð undir fæti og eitthvað skjól skiptir sköpum - þess vegna féllum við fyrst að við höfðum hvorugt.
Helgi Jóhann Hauksson, 27.2.2009 kl. 15:26
Af hverju ætti LÍÚ þá að óttast eitthvað sérstaklega það að í
"fiskveiðistefnu ESB fylgi(r) veruleg ívílnun fyrir sjávarþorpin og strandveiðar smábáta innan 12 mílna"
ef að við stjórnum því sjálf hvernig veiðum á þessum miðum verði háttað?
Ásgeir (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 15:31
Vertu ekki með þessar blekkingar Helgi: "Hér væri enginn alþjóðlegur gjaldeyrissjóður að setja okkur reglur nema vegna þess að verðum að bjarga krónunni" AGS er í björgunarstarfi í Ungverjalandi núna (þeir eru í Evrópusambandinu) Bretar þurfa sennilega bráðlega að leita til AGS og fleiri þjóðir bandalagsins einnig, heldur þú að Bretar væru í skárri stöðu með Evru, ekki vilja þeir meina það? Írar eru að sökkva dýpra en Ísland með sína Evru. ESB veitir akkúrat ekkert skjól.
Og hvað með náttúruauðlindirnar, viltu þjóðnýta þær?
Aðalsteinn Bjarnason, 27.2.2009 kl. 15:46
Helgi, það er auðelt að stíga fram og kalla: "lygi, lygi" Ég gæti auðveldlega gert það sama um mikið af því sem þú setur hér fram. Mín persónulega skoðun gagnvart ESB er einföld. Ég vil fara í aðildarviðræður. Ég vil það vegna þess að ég tel einsýnt að fyrr munum við ekki fá úr því skorið hvaða kosti og galla það hefur. Þú kallar mig skynsaman mann og ég þakka þér fyrir það. Sem skynsömum manni hefur mér einmitt alls ekki tekist að móta mér skoðun á ESB miðað við gefnar forsendur, því forsendurnar enn sem komið er virðast aðallega vera upphrópanir helstu öfgahópanna með og á móti og lítið beitt af rökum með þeim.
Héðinn, plott er ekki endilega samsæri ;) Plott getur líka verið notað um áætlun sem getur skilað jákvæðri niðurstöðu. Jóhanna hefur sjálf látið á það reyna hvort að okkur stæðu opnar einhverjar dyr hjá Norðmönnum þannig að ég myndi nú ekki segja að hú vilji það ekki.
Málið er einfalt, við eigum að skoða alla kosti gaumgæfilega.
Baldvin Jónsson, 27.2.2009 kl. 16:12
Er kominn sérstakur And-ESB flokkur ? Einhversstaðar heyrði ég það.
Ótrúlegt alveg.
Maður er orðlaus bara.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.2.2009 kl. 16:43
Í banka sérhvers manns
Í banka sérhvers manns er fall hans falið.
Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg
af blekkingum, sem brjóst þitt hefur alið
á bak við veruleikans köldu ró.
Þinn banki býr þeim mikla mætti yfir
að mynda sjálfstætt líf, sem ógnar þér.
Hann vex á milli þín og þess, sem lifir,
og þó er engum ljóst, hvað milli ber.
Gegn þinni líkamsorku og andans mætti
og öndvert þinni skoðun, reynslu og trú,
í dimmri þögn, með dularfullum hætti
rís bankans bákn og jafnframt minnkar þú.
Og sjá, þú fellur fyrir banka þínum
í fullkominni uppgjöf sigraðs manns.
Hann lykur um þig löngum armi sínum,
og loksins ert þú sjálfur bankinn hans.
Steinn Steinarr (með örlítilli breytingu frá JÖM)
Þórður Björn Sigurðsson, 27.2.2009 kl. 16:46
Plott???
Við erum norðmenn
itg (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 17:51
Baldvin, hér erum við að tala um efnislegar staðreyndir en ekki skoðanir þegar þú berð það á borð að ESB-aðild kosti „endanlegt afsal sjálfstæðis til Evrópusambandsins“ og sama á við um allar útgáfur af staðhæfingum um að ESB ásælist orkuauðlindir okkar og aðild gæti fær þeim þær. - Vissulega ert þú og fleiri að bera á borð hreina lýgi um þetta efni, og um ESB og um þær 27 þjóðir sem þar mynda bandalag sem og um stöðu þeirra í bandalaginu. - Lýgi sem aðeins þjónar þeim tilgangi að hræða, blekkja og villa um fyrir fólki.
Helgi Jóhann Hauksson, 27.2.2009 kl. 17:59
Allt betra en að missa sjálfstæðið ti Brussels !
ALLT !
Fagna því ef við gætum átt myntsamstarf við Noreg.
Mjög miklu betra en að fá evru..... sem virðist vera sjálf í vanda :p
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 19:30
Efnislegar staðreyndir eru lagðar fram með rökum Helgi Jóhann, þessi yfirlýsing mín er mín tilfinning gagnvart ESB. Þar er mikill munur á milli. Mín tilfinning byggð á þeim yfirlýsingum sem ég hef verið að reyna að vinsa úr undanfarið. Ef þú hefur lesið skrif mín hér oftar en í dag veistu líka að skoðun mín gagnvart ESB hefur sveiflast mikið og mun eflaust sveiflast áfram, þess vegna, einmitt þess vegna finnst mér svo mikilvægt að fá staðreyndir á borðið í stað persónulegra yfirlýsinga manna - mín þar á meðal.
Þessa tilfinningu mína byggi ég á þeirri skoðun minni (ekki staðreynd) að örþjóð hafi einfaldlega afar lítið vægi innan hvaða nefnda ESB sem við gætu átt. Ég er hins vegar sem fyrr segir enn að sveiflast mikið í afstöðu minni og má segja að ég þrái að fá rök á borðið til þess einmitt að ég geti tekið raunverulega efnislega afstöðu.
Ég er almennt ekki hrifinn af því að vera kallaður lygari, en þakka þér þó fyrir að taka þátt í umræðunni hérna og leggja til þín rök til málsins.
Baldvin Jónsson, 27.2.2009 kl. 20:16
Hér er gaman
Arinbjörn Kúld, 27.2.2009 kl. 20:35
Ég var nú löngu búinn að ákveða að við myndum sækja um inng. í ESB. Er það ekki ljóst?
Við erum með norska hestinn, beljuna, kindina og því ekki nota krónuna líka?
Jónas Jónasson, 27.2.2009 kl. 22:28
Ef það er rétt hjá helga að ESB tryggi rétt smábáta til að veiða og hafa af því lífsviðurværi innan 12 mílna skal ég glaður afsala mér sjálfstæðinu fyrir frelsi, enda er orðið sjálfstæði bara frekar ógeðfellt nú til dags ,,,pardon my frensh.
Magnús Kristjánsson, 28.2.2009 kl. 00:09
Ef menn halda það að smábátar fái eitthvað aukið frelsi til að veiða innan 12 mílna lögsögunnar ef við göngum í ESB þá er það mikill misskilningur. Smábátar sem veiða í atvinnuskini hafa ekkert frelsi í ESB. Þar er meira að segja mikil umræða núna um að stöðva sportveiðimenn.
Vangaveltur mínar Helgi, um fyrirætlan vinstrimanna um að þjóðnýta orkuauðlindir Íslands, snýst ekkert um aðild að ESB, þetta snýst bara um það hvort það eigi að virða eignarrétt á Íslandi í framtíðinni. Og fyrst þú þarft að tala svona mikið um lygi, þá er það ekki skrifað með "ý"
Aðalsteinn Bjarnason, 28.2.2009 kl. 00:22
Aðalsteinn
Þú hefur augljóslega enga reynslu af ESB. Ég hef búið í einu af ríkjum ESB í ´næstum því 20 ár og hef ekki orðið var við að sjálfstæði hér hafi minnkað, hinns vegar hefur skiolningur á mismunandi aðstæðum þjóða aukist.
Allt tal um að Írland bölvi nú evrunni er algjörlega út í hött, það má vel vera að hún hefti athafnafrelsi þeirra núna, en ef þeir hefðu ekki haft hana væri Írland nú á sama báti og Ísland
Með von um að fólk kynni sér málin og láti ekki fordóma ákvarða skoðun sína
Kjartan Björgvinsson
P.S. Lýgi er þekktur ritháttur frá fornri tíð og ætti því að ver íslenskum þjóðernissinnum þóknanleg.
Kjartan Björgvinsson, 28.2.2009 kl. 01:01
Kjartan, ég hef ekkert verið að tala um minna sjálfstæði (þó það sé eflaust raunin). Ég hef heldur ekkert sagt að Írland bölvi Evrunni. Ég sagði bara að þeir væru í gríðarlegum vandræðum þrátt fyrir Evruna. Evran er engin töfralausn, sérstaklega ekki fyrir minni ríki þar sem hagsveiflurnar hegða sér öðruvísi en í stóru ríkjunum.
Smábátasjómenn njóta ekki neins frelsis innan ESB hvorki innan né utan 12 mílna. þarna eru allar fiskveiðar njörvaðar í kvóta.
Þið skuluð ekki reyna að segja mér að það sé bara allt í himnalagi í ESB og öll ríkin þar sátt við sambandið. Til dæmis meirihluti Breta vill losna út úr þessu apparati.
Og þetta er hvorki lygi né lýgi.
Aðalsteinn Bjarnason, 28.2.2009 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.