Formleg úrsögn úr Íslandshreyfingunni sem er taktlaus orðin með eindæmum - gengur inn í sundurleitan hóp Samfylkingarinnar - hugsjón þeirra dó rétt í þessu
27.2.2009 | 12:21
Ég segi mig hér formlega úr Íslandshreyfingunni.
Ég hef lengi gengið með þá von í brjósti að Íslandshreyfingin myndi taka af skarið og ganga í samstarf við grasrótina sem mér persónulega fannst eina eðlilega skrefið. En nei, hreyfingin valdi fremur að stíga inn í algerlega afskiptan hóp umhverfissinna í Samfylkingunni. Hóp sem hefur fengið að semja stefnumál en aldrei fengið að fjalla um þau. Hóp sem þingflokkur Samfylkingarinnar virðist einungis líta á sem hóp um atkvæðaveiðar en ekki stefnu sem ætlunin er að framfylgja.
Man einhver hérna eftir því að Fagra Ísland hafi verið rætt opinberlega af alvöru hjá þingflokki Samfylkingarinnar síðan FYRIR kosningar 2007?
Steinggrímur J. orðaði þetta best, skítlegt eðli og það bitnar hér á umhverfisfólki sem virðist ekki sjá ljósið og er fast innan Samfylkingarinnar þar sem er að finna mun mun fleiri stóriðjusinna en umhverfisfólk.
Kannski er það vel, kannski verður þess þörf við uppbygginguna sem nú þarff að fara fram. En það er ömurlegt til þess að hugsa að fjárglæframenn hafi ekki einungis þrælbundið okkur fjárhagslega áratugi fram í tímann heldur að auðlindir okkar þurfi einnig að misnota til að reyna að greiða fyrir partýið.
Auðlindirnar á að sjálfsögðu að nýta, en í samræmi við sjálfbærni og virðingu við náttúru.
Vegna óviðráðanlegra orsaka hefur blaðamannafundi Borgarahreyfingarinnar verið frestað í dag! Tilkynning um nýjan fundartíma verður send út hið fyrsta
Íslandshreyfingin verður aðili að Samfylkingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:48 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
340 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 358723
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Alveg er þetta líkt Samfylkingunni. Nú eru menn þar á bæ t.d. farnir að skrifa um kvótamál, þó þeir hafi sjálfir verið í stjórn þegar álit mannréttindanefndar kom og höfðu allar forsendur til að gera eitthvað í málinu. Svo vona þeir sjálfsagt að allir séu búnir að gleyma afstöðu þeirra þá og gleypi nú allt hrátt.
Þvílíkan tækifæris flokk hef ég aldrei vitað um.
Hlakka til að heyra af blaðamannafundinum
Bestu kveðjur
Aðalheiður Ámundadóttir, 27.2.2009 kl. 12:26
Það vantar fólk í Frjálslynda flokkinn Baldvin..
hilmar jónsson, 27.2.2009 kl. 12:27
Eðlilega Hilmar, eðlilega....
Baldvin Jónsson, 27.2.2009 kl. 12:32
Sæll Baldvin, það á eftir að samþykkja þennan gjörning á aðalfundi.... hafðu samband.
Sigríður Jósefsdóttir, 27.2.2009 kl. 12:50
Svei mér þá það er allt að verða vitlaust í pólitíkinni.
Hvar endar þetta?
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.2.2009 kl. 12:55
Verði Samsullinu að góðu, líklega bætir þetta samstöðuna í þessum SAMHELDNA flokki.
Hvaða mál var það aftur sem Lúlli var með á vöronum í öðru hvoru viðtali fyrst efir að hann kom á þing, var það ekki einhver ósangjörn gjald eða skattheimta ?
Er hann búinn að koma því í gegn??
Björn Jónsson, 27.2.2009 kl. 13:05
ahahahaha. vaaá. þvílíkur brandari. Að Íslandshreyfingin, sem hefur það á sinni stefnuskrá að berjast gegn frekar virkjunum og stóriðju framkvæmdum, gangi í flokk sem núna beitir sér fyrir því að tvær nýjar stóriðjur rísi. Ómar er greinilega búinn að tapa sér.
Fannar frá Rifi, 27.2.2009 kl. 13:07
KHG setti smábáta í kvóta en gekk í flokk sem vildi gefa krókaveiðar frjálsar!
KHG reyndi að komast í framboð og markaðssetja sig sem andstæðing aðildar að ESB en var svo tilbúinn til að berjast fyrir ESB aðild í Samf.
Það er margt skrítið í kýrhausnum.
Ég bíð eftir að frétta frá þér Baldvin.
Sigurður Þórðarson, 27.2.2009 kl. 13:52
Þá er fækkar þeim flokkum sem hægt er að kjósa. Íslandshreyfingin var einni flokkurinn fyrir okkur miðju hægrimenn sem hægt var að kjósa þ.e. fyrir okkur sem viljum leggja áherslu á umhverfisvernd.
Landið (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 14:03
Mig langar að bæta þessu við:
Þá samþykkti ríkisstjórnin þrjú frumvörp iðnaðarráðherra: Frumvarp til laga um heimild til samninga um álver í Helguvík, sem mun heimila að gengið verði til samninga við Century Aluminum Company og Norðurál Helguvík ehf vegna byggingar og reksturs álvers í Helguvík.
Tekið úr frétt á AMX.
Ansi merkilegt að Íslandshreyfingin ætli að ganga inn í þetta
Landið (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 14:08
Landið, áherslur um umhverfisvernd, þ.e. auðlindir okkar sem er málaflokkur sem felur umhverfisverndina í sér, verður inni í stefnumálum Borgarahreyfingarinnar (sem átti að kynna formlega í dag en varð að fresta því miður á síðustu stundu). Við nálgumst þau mál frá tveimur hliðum að minnsta kosti, fyrst til verndar gegn auðvaldi heimsins með kröfu um að skráð sé í stjórnarskrá að auðlindirnar séu þjóðareign og ekki framseljanlegar sem slíkar og hins vegar krefjumst við þess að þjóðin geti knúið frá þjóðaratkvæðagreiðslu í hverju máli sem hún svo kýs og umhverfismálin eru að sjálfsögðu þar meðtalin. Það eru j ú þau sem oftast hefði verið kosið um undanfarin ár.
Sigurður, þú þarft vonandi ekki að bíða lengi. Sendum meira frá okkur strax eftir helgina.
Baldvin Jónsson, 27.2.2009 kl. 16:21
Ég styð ekki svona stjórnarskrárbreytingar. kannski er ég bara orðinn svona gamall og íhaldssamur en mér finnst að þetta eigi að vera í lögum og leyfa hverri kynslóð að ráða þessu sjálf. Mín viðhorf í dag eiga ekki ráða því hvað næsta kynslóð vill eða kynslóðin á eftir henni. Stjórnarskráin á að vera eins stutt og skýr eins og mögulegt er. Þar fyrir utan skil ég ekki þetta þjóðareignarhugtak, þjóðin á þetta og þjóðin á hitt. Hvenar á þjóðin þá allt land á Íslandi og þá bara alla hluti. Nei takk ég vil bara skýr og einföld lög sem tryggja að framsal auðlinda fari ekki úr landi. Afsakið orðbragðið en í Guðanna bænum farið ekki láta mig þurf að kynna mér öll mál og kjósa um hitt og þetta, ég vil eyða ellinni í með barnabörnunum ekki í kjörklefanum.
Fyrir utan þetta tvennt þá vona ég að þið komið með góða málefnaskrá því ég er opinn fyrir því að kjósa eitthvað fólk með viti og refsa þessum fjórflokkum sem halda að þeir eigi landið.
Landið (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 18:10
Landið, þessar breytingar eru einmitt til þess að einfalda málin. Til þess gerðar að meiru sé hægt að stjórna með einfaldri lagasetningu með það í huga að kynslóðirnar hverju sinni geti ráðið miklu um eigið kerfi.
Varðandi hugmyndin um þjóðaratkvæði að þá er það mikill misskilningur að það þýði að þú þurfir stöðugt að vera að taka afstöðu til pólitískra mála. Reynslan frá öðrum löndum með slíkt kerfi er sú að þjóðaratkvæðagreiðsla fer afar sjaldan fram, virkar fyrst og fremst sem mikið aðhald á þá ráðamenn sem stýra landinu hverju sinni. Tekur af þeim þennan möguleika að geta bara setið og setið í andstöðu þjóðarinnar til að mynda.
Þegar hins vegar er um mál að ræða sem fer í þjóðaratkvæðagreiðslu er það undir hverjum og einum komið hvort að hann vilji taka afstöðu til þess máls. Það er hluti af lýðræði að lýðurinn ráði því til hvaða mála hann tekur afstöðu eða vilji hafa áhrif á.
Miðað við umhverfisskoðanir þínar er ég þess hins vegar fullviss að þú hefðir góðfúslega tekið þátt í atkvæðagreiðslu um einhver mál undanfarin ár ef þú hefðir fengið í valdi atkvæðis þíns að gera það.
Stefnumálin okkar taka að sjálfsögðu á fleiri málum og verða vonandi kynnt formlega og ítarlega strax eftir helgina.
Baldvin Jónsson, 27.2.2009 kl. 20:22
Veistu ég gæti alveg kosið einhvern Borgarflokk og hef gert það hér áður fyrr. En þetta með að lýðurinn eigi að ráða hinu og þessu er ég ekki sammála þér. Mér finnst alveg nóg með það að stjórnmálamenn séu með puttana í öllum mínum málum og vil ekki fara að bæta einhverju lýðræðisskrumi í það líka. Þessi kenning að sem flestir eigi að ráð sem mestu um sem flest þýðir alltaf kúgun meirihlutans. Ég á t.d. ekki kvóta og var mikið á móti því kerfi það var sett á laggirnar. Hins vegar hef ég séð það á eigin reynslu að þetta kerfi hefur komið á stöðuleika í atvinnugreininni, þó svo mínir heimahagar hafi misst kvótann sinn úr bænum. Mikill meirihluti landsmanna þekkir ekkert inn á þetta kerfi en er á móti því. Auðvitað má bæta það eins og allt annað en hvaða afleiðingar heldurðu að það hafi ef kosið yrðu um þetta?
Hvað ef meirihluti þjóðarinnar vill að allt landsvæði á Íslandi verð þjóðareign og bændur látnir skila jörðum og kaupa þær aftur eða legja af ríkinu. Vitleysan er ansi mikil hjá mörgum og mikil hætta á því að poppúlisminn muni ráða hér för. Einföld stutt stjórnarskrá sem ver grundvallaréttindi, ekki félagsleg, og færri ráðuneyti og meira vald til þingsins sem mætti vinna miklu minna því ég vil meina að það geri meira ógagn en gagn er það sem við þurfum. Það er alveg kominn tími til að leyfa fólkinu í landinu að ráða sínum málum sjálft.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 22:52
Nokkur þversögn í orðum þínum að mér sýnist Vilhjálmur Andri þegar þú klikkir út á orðunum: "Það er alveg kominn tími til að leyfa fólkinu í landinu að ráða sínum málum sjálft."
Það er einmitt það sem við viljum og stefnum á.
"Gallinn" við lýðræði er einmitt sá að mati ráðamanna, að þá fer lýðurinn að ráða meiru. Erum við virkilega ekki flest sammála því að eðlilegt sé að meirihluti atkvæða ráði í málum þjóðarinnar? Og mikill meirihluti atkvæða ráði í stærri málum?
Kosningakerfið í dag gerir jú ráð fyrir að það þurfi fleiri atkvæði en einhver annar til að ná meiri árangri. Eigum við í alvöru ekki að þora að treysta fólkinu fyrir eigin ábyrgð?
Baldvin Jónsson, 27.2.2009 kl. 23:11
Nei það er enginn þversögn því þú ert að tala um að leyfa fólki í landinu að ráðskast með mitt líf og líf allra annara en ég er að tala um að leyfa fólki að ráða sér sjálft. Þar er mikill munur á.
Ég treysti ekki neinum öðrum en sjálfum mér til að ráðskast með mitt líf og taka ákvarðanir sem lúta að mínu eigin lífi. Treystir þú öðrum betur en sjálfum þér? Rúmur helmingur þjóðarinnar gæti allt eins dottið í hug að taka upp stalínisma eða lögleiða nauðganir, auðvitað eru þetta öfgafull dæmi en þrátt fyrir það möguleg. Hluti þjóðarinnar er ekki betur að sér um það hvað ég vil gera við mitt líf, mínar eignir og minn tíma þó svo það sé mikill meirihluti.
Þjóðin á ekki nein sérstök málefni það eru einstaklingar sem skipta máli. Þessi hópahyggja er komin út fyrir öll eðlileg mörk. En annars ætla ég ekki að rífast sérstaklega um það hér, sá bara að frændi minn Landið var að tjá sig um þetta hérna og vildi taka undir með honum.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.