Án vafa besta ákvörðun Árna M. um langt skeið - les stöðuna vel - stuðningur í kjördæminu er lítill sem enginn

Væntanlega hefði Árni Mathiesen meiri stuðning í flestum öðrum kjördæmum ef út í það er farið. En ég held að það sé afar vel lesið í stöðuna hjá honum að átta sig á því strax að fylgið við hann er lítið sem ekkert.

Þó að það geti seint talist góð aðfeerðarfræði við könnun, að þá spurði  ég fjölmarga heimamenn á Hvolsvelli í dag, þegar ég staldraði við í Hlíðarenda, hvað þeim finndist um Árna M. sem þingmann fyrir Suðurland. Svörin voru nánast 100% á einn veg, það er að segja skírskotanir til þess að hann vissi líklega ekki einu sinni hvar þetta hús væri þar sem að hann væri skráður til heimilis og að hann hefði svo sannarlega ekki verið að vinna Suðurlandskördæmi neitt gagn sem þingmaður.

Ég þakka þér Árni fyrir þessa yfireguðu ákvörðun og óska þér velfarnaðar á nýjum vettvangi.


mbl.is „Nú fer ég að líta í kringum mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er raunar það lang viturlegasta sem Árni Matt hefur gert á sínum gjörsamlega misheppnaða pólitíska ferli.

Stefán (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband