Skuggahliðar samfélagsins munu verða meira áberandi eftir því sem kreppan ágerist

Samfélagið er allt fullt af sorglegum fréttum - fréttir af því að þrettán ára börn séu að selja sig fyrir fíkniefnum eru ekki nýnæmi, en engu minna sorglegar fyrir vikið. Það eru ömurlegar samfélags aðstæður sem þrýsta smábörnum í slíkar aðstæður.

Það er hins vegar á ábyrgð okkar allra að stíga fram og verja börnin. Við megum ekki bíða bara og vona að allt lagist, við verðum að taka ábyrgð!  Í fjölskyldum þar sem börnin verða ekki varin af sínum nánustu ber okkur skylda til að stíga inn og taka á málunum.

Á sama máta berum við samfélagslega ábyrgð á því að leggja ekki á börnin okkar margra áratuga skuldaklafa.


mbl.is Þrettán ára selja sig fyrir fíkniefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér, heimur harðnandi fer, og alltaf versnar hann. Þessvegna er það ótrúlegt að á Morgunblaðs- og Eyjarblogginu  virðist ekki vera nokkur áhugi um að tjá sig um þessi mál.  Ég hef kíkt á þetta í dag og það virðist næstum vera áhugi á öllu öðru.  Enginn virðist hafa áhuga á því hvernig börnin okkar komast frá glæpamönnum sem stunda eiturlyfja- og vændissölu á börnum.  Því yngri, því betra  fyrir þá sem standa að þessu.  Þ.e.  meiri peningar.  Lögreglan virðist vera mjög máttlaus í þessu sambandi.  Virkar á mann eins og háttsettir séu slappir við að vilja skifta sér af þessu.  Af hverju er ekki fleira  fólk að vinna hjá fíkniefnalögreglunni? Af hverju er ekki aukinn starfskraftur þar þar sem vitað er að alltaf stækkar hópur þeirra sem ánetjast þessu?  Af hverju eru ekki dómar hertir í þessum afbrotum?   Vegna hvers eru lögfræðingar á Íslandi að fetta fingur út í dóma í Færeyjum, og benda á mannréttindabrot í því sambandi?  Eru það ekki mannréttindabrot að stuðla að vændi með smygli, sölu og dreifingu eiturlyfja?  Herða þarf verulega dóma við þessi brot.  Ennfremur þarf að ganga í gegnum  hugtakið "mannréttindi"   hjá lögfræðinemum og nýbökuðum lögfræðingum. 

Jóhanna (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 20:18

2 Smámynd: Ómar Ingi

Baddi þetta er nú því miður ekkert nýtt

Ómar Ingi, 21.2.2009 kl. 20:26

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það hefur átt við á öllum tímum að gæta ber að börnum og sinna af alúð. Varðandi skuldaklafann þá er hann stórlega ofmetinn hvað varðar skuldir þjóðarbúsins. Mér er nær að álíta að persónulegar skuldir foreldra geti í einhverjum tilvikum lent á afkomendum. Mér finnst þó allt stefna í að taka eigi á skuldamálum fólks af ábyrgð og festu á næastu mánuðum. Þá er ég að meina aðgerðir sem leiða munu til einhvers konar niðurfellingar.  

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.2.2009 kl. 22:17

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það hefur verið vaxandi tilhneiging til þess síðustu ár að setja börnin aftarlega í forgang því foreldrar hafa verið önnum kafin við að spila með í lífsgæðakapphlaupinu. Það var hægt að fá lánað eins og fólk vildi og þurfti háar tekjur til að standa undir því og því þurftu börnin að bíða og líða fyrir það. Það var engin tími til að sinna þeim. Helst þurftu börnin að vera í skóla og félagsstarfi fram undir kvöldmat. Á meðan voru foreldrarnir að vinna fyrir lánum til að halda í við Jón í næsta húsi sem var alltaf að kaupa eitthvða.

Margir sem höfðu eins og bankarnir nýtt sér nær ótakmarkaðan aðgang að lánsfé til að fjármagna íburð og neyslu. Þetta fólk hefði komist fljótlega í vandræði án þess að hrunið hefði komið til. Minni t.d. á að menn keyptu sumarbústaði upp á 50 fm á hálfum hektara á 25 milljónir eða meira. Hér runnu út hjólhýsi, fellihýsi og þessháttar. Menn voru tilbúnir að borga hvað sem er fyrir fasteignir. Þannig fóru flestar fasteignir á meira enn uppsett verð. Þetta fólk skuldaði svo mikið að þeir hefðu sennileg aldrei komist út úr þessum skuldum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.2.2009 kl. 23:44

5 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Magnús Helgi ég hef sett inn komment á einhverjum síðum, nánast þau sömu og þín.

Hef verið að velta fyrir mér hvort við atvinnulaust fólk getum hreinlega ekki stofnað einhvern hóp, sem fer um götur og torg og reyni að ná til þessara barna og reyna að koma þeim til hjálpar í samvinnu við þau úrræði sem fyrir eru.

Þetta yrði hugsanlega eitt af safmélagsverkefnum sem við ættum að nýta atvinnulaust fólk til.

Sjálf hef ég áralanga reynslu af því að vinna við meðferðarstarf fyrir fíkla og alkóhólista.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 22.2.2009 kl. 00:24

6 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Og jú þakkir fyrir þennan góða pistil og athugasemdir.  Og Hólmfríður það er svo gott að lesa skrif þín.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 22.2.2009 kl. 00:25

7 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég skora á þig Alma Jenny að byrja að vinna að þessu - það væri hægt að gera þetta í samvinnu við foreldrahús. Talaðu við hana Díönu sem er ráðgjafi þar. Það sem er oft stórt vandamál fyrir þennan hóp af krökkum að þau hafa ekki í nein hús að venda - oft mikið rugl heima hjá þeim þó það sé alls ekki algilt. Það sárvantar áfangaheimili fyrir þessa krakka - því þau þurfa oft á miklu meiri og víðtækari stuðning en er í boði.

Birgitta Jónsdóttir, 23.2.2009 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband