Við virðumst alltaf tapa á hvalveiðum - sama hvernig á það er litið
21.2.2009 | 07:43
Þetta er svo merkilegt mál - umheimurinn virðist einfaldlega að mestu vera búinn að gera upp hug sinn, hann samþykkir ekki hvalveiðar.
Ég er persónulega ekki á móti hvalveiðum, ég er hins vegar á móti því að stunda eitthvað bara "af því bara" og tapa stórfé á því á sama tíma.
Það virðist vera afar lítill markaður fyrir kjötið og litlar tekjur af þessu að hafa, en á móti kemur að það tapast miklir peningar í ferðaþjónustu vegna þess fjölda sem vill ekki koma til hvalveiðiþjóðar að virðist. Núbætist síðan við gjaldeyristap upp á um milljarð á ári.
Getur ekki einhver reiknað það saman fyrir okkur hvort að við séum raunverulega að hagnast af því að stunda hvalveiðar?
Segir fjölda starfa tapast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
340 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 358727
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Erum við Íslendingar verstir sjálfum okkur að blása svona ranghugmyndir út að menn séu að tapa á hvalveiðum. Það heyrist alltaf hátt í Samtökum ferðaþjónustunnar og eitthvað svona bull að einhver sjoppa vilji ekki selja fiskinn okkar. Þá er bara að bjóða næsta að selja fiskinn. Skoðum aðeins réttar stærðir í þessu. Samkævmt nýrri skýrslu um hvalakoðun á Húsavík sem má finna inn á ferdamalastofa.is kemur fram að heildar tekjur af miðasölu í hvalveiðiskipin hafi verið um 120 milljónir. Það kom mér sérstaklega á óvart hvað þetta er afskaplega litlir peningar sem er verið að gera stór mál um að séu kannski að skerðast eitthvað. Segjum að það fækki um 10 % í hvalaskoðun á Húsavík eftir þessa ákvörðun þá er það tekjutap fyrir 12 milljónir. Staðreyndin er samt sú að það hefur aldrei fækkað í hvalaskoðun frá upphafi. Iðnaðarráðuneytið er ný búið að kaupa skýrslu fyrir 18 milljónir um þessi mál fyrir SAF en niðurstaðan var þeim svo óþægileg að skýrslan hefur aldrei verið kynnt. Hvað er verið að tauta.
Elias (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 08:17
Tauta og bull? Sniðugt þetta er annað skiptið sem stuðningsmenn hvalveiða nota orðið bull í þessari viku, staðreyndin er hins vega sú að við munum ekki geta komið þessum hvalafurðum í verð.
Við seldum meirihluta okkar litlu afurða í fyrra, norðmenn hentu sínum hrefnum í tonnatali þarsem þar er þetta helst ekki borðað og Japansmarkaður vildi þær ekki.
Japanir veiða sjálfir langreyð og þessi margföldun á kvótanum er bara alveg dæmalaus og mun í besta falli skapa þannig ástand að markaðsverð á hvalkjöti hrinur, og hver er þá tilgangurinn? Miklu fleiri að framleiða miklu meira fyrir minni pening til að skaða einn aðal atvinnuveg þjóðarinnar og þann sem bjartast er yfir akkúrat núna? Ferðamannaiðnaðin, svona tölur um eina litla grein innan iðnaðar sem skapar miklar gjaldeyristekjur og veldur litlum sem engum náttúruspjöllum eru algjörlega ómarktækar.
Ég tek það aftur fram að þessu tilefni að hrefna er uppáhaldsmaturinn minn og ég er enginn gallharður hvalveiðihatari, held bara að hagsmunum okkar sé best borgið með sjálfbærum "tilraunaveiðum" sem engann særa, svo getum við borðað þennan hval sjálfir og þeir sem endilega vilja fá sér íslenzkann hval geta bara komið hingað með dollarana.
Hvað atvinnusköpun varðar þá eru fleirihundruð störf sem nú bíða íslendinga innan ferðaiðnaðarins, störf sem við vorum orðin of góð fyrir í góðærinu, nú er bara að fara útá land að vinna, búa um rúm og gera morgunmat og kynnast þessum túristum bara frá fyrstu hendi, það hef ég alist upp við frá 12 ára aldri í veitinga og ferðaþjónustunni.
Einhver Ágúst, 21.2.2009 kl. 09:10
Minntist fréttin ekki á 250 glötuð störf? Það á að halda áfram að byggja tónlistarhúsið til að skapa atvinnu fyrir 600 manns, sem er hið besta mál. En af hverju að stroka út helminginn með þessum hégóma sem hvalveiðarnar eru? Og svo hverfur eitthvað úr ferðamannaiðnaðinum. Afurðirnar seljast ekki, okkar svarta mannorð verður enn svartara. Til hvers? Svo við getum sannað fyrir sjálfum okkur að við skiljum okkar sérstöðu betur en aðrir? Þetta er sami hrokinn og sigldi okkur í strand í fyrra. Útlendingarnir skildu ekki sérstöðu íslenska fjármálamarkaðarins og voru bara að tuða. Við eru best, fallegust og gáfuðust. Við vitum betur.
Villi Asgeirsson, 21.2.2009 kl. 09:37
við erum búinn að vera að veiða hvali núna í nokkur ár. ef hvalkjöt selst ekki til Japans. nú þá er það búið mál og hvalveiðar hætta af sjálfum sér. ríkisstyrkt grein eins og ferðmannaiðnaðurinn er ætti bara að halda kjafti svona rétt einu sinni. allt sem þeir hafa sagt um að það drægi úr komu ferðamanna til landsins útaf því að við byrjuðum að veiða hvali hefur verið tóm tjara og bull.
Fannar frá Rifi, 21.2.2009 kl. 10:43
Fannar og Elías, hafið þið einhverjar upplýsingar um tekjur af hvalveiðum undanfarin ár?
Ef þær eru litlar sem engar hver er þá tilgangurinn? Sjálfstæðisbarátta?
Varðandi ríkisstyrki þá er líklega ekki grein á Íslandi í dag sem hefur verið meira styrkt en hvalveiðar. Skilar litlum tekjum í ríkiskassann en hefur þegar verið eytt um 400 milljónum í að berjast fyrir þeim í Evrópu innan Hvalveiðiráðsins.
Litlar tekjur, mikill almanna kostnaður og afar vond ímynd. Er hér einhver dulinn tilgangur sem helgar meðalið?
Baldvin Jónsson, 21.2.2009 kl. 11:09
ef þær eru engar þá leggjast hvalveiðar af sjálfkrafa. punktur. ekkert til að röfla um.
Baldvin. við erum í ímyndarmálum á við hliðina á Zimbabwe. að halda því fram að hvalveiðar breyti þar ekki miklu.
og já. þetta er miðin okkar í kringum landið. öll nágranna ríki okkar við liggjum við stunda hvalveiðar. Grænlendingar stunda hvalveiðar. Færeyjingar stunda hvalveiðar. Norðmenn stunda hvalveiðar af miklu kappi og ekki er röflað í þeim eða að fiskútflutningur þaðan hafi skaðast. þannig að þetta er tóm tjara í þér og öðrum sem haldnir eru grænfriðungarótta histeríu.
Fannar frá Rifi, 21.2.2009 kl. 11:27
og Baldvin. veistu ekki hvað er næsta friðunarmál hjá þessum umhverfissamtökum? fiskurinn í sjónum. eigum við þá að hætta að veiða fisk útaf því að hvítflibba betlarar sem beita kúgunum, hótunum og ofbeldi til að ná sínum markmiðum svo að þeir fái örugglega framlög frá fólki sem heldur að maturinn verði til út í búð.
vilt þú banna fiskveiðar? já eða nei? því að styðja bann við hvalveiðar og að taka undir með grænfriðungum og öðrum hryðjuverkasamtökum er að styðja framtíðarbann á fiskveiðum.
Fannar frá Rifi, 21.2.2009 kl. 11:30
Efnislega góð innlegg hér frá Elíasi og Fannari útgerðarmanni. Hvalkjötið selst í Japan (einnig hér og í Færeyjum), það var einmitt það sem gaf Einari K. fulla ástæðu til að gefa grænt ljós á 5 ára áframhaldandi veiðar – með þeim fyrirvara, að kjötið haldi áfram að seljast. Það er enginn að tala um, að kjötið verði geymt í mörg ár í einhverjum ríkisreknum frystigeymslum.
Það fé, sem lagt hefur verið í hvalveiðimálið til kynningar og réttarbaráttu, var fjárfesting sem sjálfstætt ríki lagði í og nýtist okkur m.a. með þeim atvinnuveiðum, sem við áskildum okkur rétt til að hefja á ný 2006 og tókst að gera án nokkurra teljandi mótmæla (hvað þá refsiaðgerða) umheimsins. Það var meira fjaðrafok erlendis vegna dráps tveggja ísbjarna í fyrra en vegna allra þeirra atvinnuveiða á hvölum. Q.e.d.
Jón Valur Jensson, 21.2.2009 kl. 11:45
Ég er alls ekkert viss um að við töpum á því kallinn minn
Ómar Ingi, 21.2.2009 kl. 12:02
Þetta er góð tillaga Baldvin og ég tel að til þessa verði að fá aðila sem er óháður hvalveiði fyrirtækjum og ferðaþjónustunni.
Hvalveiðar virðast fyrst og fremst snúast um tilfinningar. Þeir sem eru veiðimenn í eðli sínu og segja "ég má víst". Forstjóri Hvals blæs á mótrök og kallar bull og vitleysu. Svo eru náttúruverndarsinnar sem ég tel að oftúlki hættu á ofveiði og ferðaþjónustan sem er líka svolítið einhæf í skoðunum.
Skorum á stjórnvöld að efna til stjórnlagaþings um endurskoðun stjórnarskrár og kosningareglna. Burt með gamaldags flokkaveldi.Nýtt lýðveldi - skrifa undir áskorun HÉRHólmfríður Bjarnadóttir, 21.2.2009 kl. 12:33
Ég tek það fram að ég er að byggja upp fyrirtæki sem býður selaskoðun af sjó
Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.2.2009 kl. 12:34
"Hvalveiðar virðast fyrst og fremst snúast um tilfinningar."
ertu að grínast Hólmfríður? hvalfriðun varð vegna tilfinninga væls hjá fólki sem er búinn að missa öll tengsl við veruleikann.
Selir eru rottur hafsins.
Fannar frá Rifi, 21.2.2009 kl. 12:57
Hjá hvalfriðunarsinnum, veruleikafirrtum eða ekki, er þetta spurning um einhvers konar tilfinningar en hjá hvalveiðsinnum eru þetta trúarbrögð.
Finnur Bárðarson, 21.2.2009 kl. 14:01
Baldvin, þegar það er verið að spá í hagnað eða tap af hvalveiðum þá gleyma menn alltaf að reikna með því að offjölgun hvala á Íslandsmiðum er orðið verulegt vandamál. Hvalir éta um 6 milljónir tonna af sjáfarfangi árlega á Íslandsmiðum. Fiskiskipaflotinn veiðir bara brot af því magni. Ef við leyfum hvölum að fjölga sér óhindrað áfram þá verður fiskveiðum sjálfhætt við landið. Er það ekki svolítið mikil fórn?
Aðalsteinn Bjarnason, 21.2.2009 kl. 14:45
Hvalveiðar við Ísland snúast um þjóðarrembing, ekki neitt annað.
Tóti (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 15:14
Aðalsteinn, afhverju voru miðin þá ekki steindauð þegar landnámsmenn komu til íslands?
Það er ekki svo einfallt að hvalir borði þorsk og því þýði færri hvalir fleiri þorska. Hluti af þessu sjávarfangi sem hvalir éta eru tegundir sem annars lifa aðallega af þorskseiðum, þessvegna gætu færri hvalir alveg eins þýtt færri þorskar.
Tóti (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 15:18
Snúast hvalveiðar Norðmanna þá líka eingöngu um þjóðarrembing Tóti? Eða á það bara við um veiðar Íslendinga?
Aðalsteinn Bjarnason, 21.2.2009 kl. 15:21
Tóti, miðin voru ekki steindauð við landnám af því að þá var lífríkið í jafnvægi. Það var ekki verið að veiða úr öllum stofnum nema þeim sem er efstur í fæðukeðjunni eins og nú er gert. Ef minkurinn væri t.d. friðaður þá væri ekki hægt að búast við mikilli fiskgengd í ám.
Aðalsteinn Bjarnason, 21.2.2009 kl. 15:27
Munurinn á mink og hval er að mannskepnan flutti minkinn til landsins. Það setti lífríkið úr jafnvægi. Hvalirnir voru hér löngu á undan okkur og eru hluti af lífríkinu. Inngrip eins og þú ert að tala um, fækka hvölum til að halda jafnvægi lífríkisins eru alveg óreynd vísindi. Það er ekki einu sinni vitað með neinni vissu hversu margir hvalir eru við landið, Hafró hefur ekki rannsakað það, einungis hvað þeir éta.
Það er eins og að berja haus við stein að halda því fram að hvalveiðar skaði ekki Ísland. Hvað þarf til að sannfæra hvalveiðisinna? Nú þegar, nokkrum dögum eftir að fullvíst er orðið að hvalveiðar verði stundaðar næsta árið er ein verslunarkeðja hætt að kaupa fisk frá Íslandi og stórir aðilar í ferðaiðnaði erlendis að hóta því að taka Ísland út úr bæklingum sínum. Þetta er bara blábyrjunin.
Ég held að það sé ekki rétt að vegna slæmrar ímyndar fyrir þá geti ímynd íslands ekki skaðast meira. Áður en t.d. bretar fóru að trúa því að við værum þjófar voru þeir líklega tregir til að samþykkja að við værum óvinir náttúruverndar. Núna eru þeir líklegri til að vilja trúa öllu illu upp á okkur, þröskuldurinn er lægri.
Hvalveiðar Norðmanna, Færeyjinga og Japan snúast líka um þjóðarrembing. Þ.e. engin af þessum þjóðum vilja að aðrir segi þeim fyrir verkum, sem er skiljanlegt og jafnvel hægt að hafa samúð með þeim því sjónarhorni. Hinsvegar eru þessar þjóðir mun betur í stakk búnar til að verjast viðskiptaþvingunum, þær hafa efni á því enda milljóna þjóðir (færeyjar undir danmörku). Við höfum hinsvegar ekki efni á þessu stolti svo jákvæðara orð sé notað fyrir þjóðarrembing.
Tóti (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 16:34
Og hvað þarf að stúta mörgum hvölum árlega til að fiskistofnar fari að vaxa og hversu mikið mikið vaxa þeir ?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.2.2009 kl. 16:39
Mega ekki hvalir fá sér snarl? þeir eiga jú heima þarna hvort sem okkur Íslendingum líkar það betur eða verr.
Finnur Bárðarson, 21.2.2009 kl. 16:53
Ég er viss um að ekkert af þessum neikvæðu áhrifum muni koma fram. Ég hef búið í Kanada í fleiri ár og hér halda allir að við séum enn að veiða hval og aldrei stoppað.
Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 16:58
Minkurinn var bara samlíking þar sem hann er efstur í fæðukeðjunni eins og hvalurinn, hvort hann er innfluttur eða náttúrulegur skiptir ekki máli. Hvalurinn er í beinni samkeppni við manninn um fæðu.
Ég tel að það hafi verið mikið "lán" fyrir fiskveiðar Íslendinga að áður en stórvirkar veiðar hófust á bolfiski, þá var búið að ganga mjög nærri hvalastofnum með veiðum. Ef hvalurinn hefði alveg verið látinn eiga sig á sínum tíma og við hefðum hafið fiskveiðar með togurum og nótaskipum þá hefði orðið algert hrun á Íslandsmiðum. Nú eru hvalastofnar búnir að ná sér upp aftur og því rýrnar afrakstur annara stofna stöðugt.
Þú talar eins og þetta sé alveg ný ákvörðun núna að hefja hvalveiðar. Ákvörðunin var tekin árið 2006 og þá kom fram sama heimsendaspáin eins og nú. Fullyrðingar um að þetta myndi stórskaða ferðamannaiðnaðinn og útflutning. Ekkert af þessu rættist þá og það sama verður upp á teningnum nú. Skiptir engu máli þó ein verslunarkeðja í Bretlandi fari í fýlu.
Aðalsteinn Bjarnason, 21.2.2009 kl. 16:58
Staðrytndin er nefnilega að allt tal um að "fæækka hvölum" til að "stykja fiskistofna" er einfaldlega hjáfræði.
Það er í rauninni bara fyndið (þe. ef skaðinn væri ekki svona mikill) hve íslendingar sumir belgjast allir út ef minnst er á hval og vilja drega afþvíbara.
Líka eitthvað harmrænt við þetta allt. Nýbúið að setja landið á hausinn nánast þá skilja Sjallar eftir þessa jarðsprengju sem uppbót.
Minnir á Söguna af Bjarti í Sumarhúsum og kúna. Kallinn var svo þrjóskur a hann drap kúna. Áður hafði hann drepið kálfinn minnir mig og gefið kaupmanninum steik.
Þá mælti Fríða gamla eitthvað á þessa leið: "Svona sker hann ykkur öll"
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.2.2009 kl. 17:04
Þetta hefur ekkert með hagkvæmisútreikninga gera. Þetta er spurning um atvinnufrelsi.
Ekki beint traustvekjandi ef menn eru tilbúnir að takmarka atvinnufrelsi þegar ákveðin vinna eða iðnaður kemur ekki heim og saman við "ímynd" Íslands.
Hvað næst, ætlum við að banna klæðaburð sem samræmist ekki ímyndinni.
Kristján Torfi (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 17:22
Hvaða hvaða, ég segi nú eins og góð vinkona mín benti á, betra er að borða frjáls dýr en þau sem eru stríðalin af illri meðferð manna svo sem kjúklingar, kalkúnar o.fl. dýr sem ræktuð eru í USA og meginlandi Evróðu. Og hana nú.
Þórunn Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 18:00
Góð umræða hérna - takk fyrir það.
Fannar, þú ert líklega að misskilja eitthvað ef að þú hefur lesið úr skrifum mínum að ég vilji banna hvalveiðar. Ég er alls ekki á því. Finnst hins vegar góð hugmynd ef hægt er að reikna út þjóðhagslega arðsemi af því.
Tekjur af hvalveiðum eru ekki eini mælikvarðinn á það hvort að eigi að halda þessu til streitu eins og þú segir. Heildararðsemin fyrir þjóðina á að vera mælikvarðinn - ekki tekjur einstaka aðila af þeim. Ég get haldið til hvalveiða og þénað ágætlega af því, eða nóg til þess að það standi undir sér að minnsta kosti. Það þýðir hins vegar ekki endilega að verði mikill afgangur í skattheimtu og ef það kostar síðan ríkið stórfé annarsstaðar (ef svo er) að þá ætti hvalveiðum að sjálfsögðu að vera sjálfhætt.
Ég er hins vegar ekki hér að meta af eða á heldur velta fram þessari spurningu um af hverju þetta sé ekki einfaldlega bara reiknað saman?
Baldvin Jónsson, 21.2.2009 kl. 18:12
Er ekki rétt að á meðan hvalveiðar voru stundaðar (allavega síðari ár) var stöðugt verið að skera niður þorskkvótann? Og eftir að þeim var hætt (að mestu) var byrjað að auka við þorskkvótann? Nú vil ég ekki halda fram að það sé beint orsakasamband þarna á milli (en kannski) en allavega dregur það úr þeirri fullyrðingu að hvalir séu að éta undan íslenskum sjávarútvegi eða skipti neinu verulegu máli
Tóti (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 19:48
Rugl er þetta í Tóta þessum. Maðurinn hlýtur að vera með afbrigðum ungur eða minnislaus.
Jón Valur Jensson, 21.2.2009 kl. 20:57
Rugl, bull, taut, væl, tilfinningasemi og aumingjaskapur í ríkisstyrktri ferðaþjónustu? Skemmtileg rök það , og að kjötið seljist í Japan er liðin tíð og sérstaklega ekki langreyður sem þeir veiða sjálfir. Í færeyjum veiða menn sinn hval sjálfir einsog allir vita og hafa séð, þessu hef ég ekkert á móti frekar en öðrum skynsömum nýtingum auðlindanna en að stökkva á þetta núna einsog einhverja lausn er bara alveg í takt við okkar sögu sem arðræningja og ofveiðifólks, loðnan hefur ítrekað verið veidd í drasl sérstaklega um 70(ég var ekki fæddur en les), loðdýraræktina og svo nú síðast álið, allt svona allsherjarlausnir sem hafa dregið okkur til andskotans.
Hvað atvinnugrein nýtur ekki ríkisstyrkja í dag?
Einhver Ágúst, 21.2.2009 kl. 21:15
Jæja, Jón Valur Jensson, sannað að þú sért ekki fávít, örviti og hálviti með því að gera grein lið fyrir lið hvað ég sagði. Annars ertu allt þetta!
Tóti (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 00:21
Belginbgur er þetta í þér, ungi maður. En þannig skrifaðir þú:
Þorskveiðar voru gríðarlegar, bæði af hálfu okkar og útlendinga, meðan hvalveiðar voru í algleymingi. Eftir að hvalveiðum var hætt og þorksveiðikvóti var kominn til sögunnar, fór sá kvóti nokkuð beina leið niður á við, eftir að á leið, og er nú smánarlega lítill fyrir okkar gömlu þorsveiðiþjóð.
Jón Valur Jensson, 23.2.2009 kl. 00:56
Jón Valur, við erum reyndar jafnaldrar. Ég biðst afsökunar á að hafa misst mig svona, ekki til eftirbreytni. Hugleiði að segja af mér.
Tóti (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 20:35
Takk fyrir þetta, Tóti, ekkert mál. Já, við erum báðir á góðum aldri.
Jón Valur Jensson, 24.2.2009 kl. 02:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.