20,7% hafa þá væntanlega persónulega hagsmuni að verja - þannig virka hlutirnir yfirleitt

Gagnger endurskoðun kvótakerfisins er komin á dagskrá, ég tel það næsta víst. Ekki endilega afturköllun allra heimilda, en það er ljóst að einhver uppstokkun verður að fara fram. Í kerfi þar sem að leikreglurnar eru ekki skiljanlegar þarf að endurskoða hlutina.

Merkilegust finnst mér hugmyndin um að eigandi kvóta þurfi ekki að veiða hann heldur megi framleigja til þriðja aðila. Mér finndist mun eðlilegra að treysti menn sér ekki til þess að veiða úthlutuðum kvóta eigi þeir einfaldlega að skila honum inn þjóðinni til hagsbótar. Sé það ekki gerandi ætti þá frekar að setja það í lög að leiga á kvóta geti aldrei farið yfir 50% af verði á markaði.

Í dag er kerfið þannig að litlu aðilarnir sem ekki hafa milljarða króna "lánstraust" í bönkum og geta því ekki "keypt" kvóta þurfa til þess að geta sótt á sjó, að leigja kvóta af stærri aðilum, kvóta sem að þeir aðilar ætla sér ekki að nýta eða fá einfaldlega meira fyrir að veiða ekki sjálfir.

Litli aðilinn er í dag að borga kannski 170-185 krónur í leigu fyrir hvert kíló af þorski. Hann rær og ef vel gengur er hann að koma að landi með kannski um það bil 1000 kg. eftir róðurinn.
Hann er með kostnað bundinn í fjárfestingu í tækjum og tólum.
Hann er með kostnað í eldsneyti upp á kannski 15.000 fyrir daginn.
Hann er með kostnað í beitu og beitningu upp á kannski 45.000 fyrir daginn.

Selji hann aflann á markaði er hann að fá upp undir 210 krónur fyrir kílóið af þorski þar (sjá hér).

Dæmið lítur því þannig út fyrir einn dag ef vel gengur:
Leiguverð  177.500  (meðalverð)
Beinn kostnaður    60.000
Fastur kostnaður  10.000 (áætlað)
Tekjur  210.000

Afrakstur dagsins samtals:  45.000 fyrir líklega 2 menn í 10-12 tíma.

Og þetta væri afar góður dagur skilst mér miðað við verð á leigu og mörkuðum undanfarið og afar sjaldgæft að menn veiði hreinan bara þorsk. Yfirleitt er aflinn blandaður ódýrari afla og eftir er í þessu dæmi að gera ráð fyrir sölukostnaði á markaði.  Litli kallinn ber allan kostnað, alla áhættu af sókninni.


mbl.is 61% vilja innkalla kvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

bara afnema leigukvótann nema að hámarki 5% af kvóta leigjanda og þess sem leigir og málið er dautt því þá leggst af öllu leigukvótaútgerð og þeir sem fiska ekki sjálfir verða að gera það því annars fyrrnast aflaheimildir þeirra.

ef menn eru að leigja kvóta á verði sem þeir geta ekki skilað með nokkru móti hagnaði af, eiga þeir þá ekki að fá frið til að fara á hausinn? ef menn yfirbjóða sig þá eru þetta bara slæm viðskipti. á td. að setja hámarks verð á leigu á t.d. íbúðum eða verslunarplássi? þú getur sett þetta upp eins og þú vilt. málið er að ef menn eru nóga vitlausir að leigja til sínn eitthvað sem þeir tapa á, þá eiga þeir það skilið.

og svona þér til upplýsingar. þá fer mest öll leigan fram á milli stóra aðila. þeir leigja hverjir öðrum. 

"Í dag er kerfið þannig að litlu aðilarnir sem ekki hafa milljarða króna "lánstraust" í bönkum og geta því ekki "keypt" kvóta þurfa til þess að geta sótt á sjó, að leigja kvóta af stærri aðilum, kvóta sem að þeir aðilar ætla sér ekki að nýta eða fá einfaldlega meira fyrir að veiða ekki sjálfir."

hvað hefurðu fyrir þér í þessu annað en eigin ímyndun og kjaftasögur? það eru fjölmargir litlir aðilar sem hafa keypt til sín ógrinni af kvóta. þú ættir að skella þér út á land og kynna þér málið. mæli með að þú ræðir við kallanna á höfninni á Rifi. þar er nóg af trylluköllum sem gætu frætt þig hvernig þetta er í raun og veru. 

varðani lán, þá fær engin lán í dag. varðandi gömlu bankana. þá voru þeir tilbúnir að lána öllum sem voru nóga djarfir í að kaupa og veðsetja sig. enda er eitt fyrirtæki í landinu með bróðurpartinn af öllum skuldunum. 

Fannar frá Rifi, 19.2.2009 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband