Blekkingar stjórnmálamannanna

Hvað græðir fólk á því að fyrningartímanum sé breytt? Getur einhver upplýst mig um það?

Eins og málin eru unnin í dag að þá er málum haldið lifandi að eilífu í gegnum fyrirtæki sem sérhæfa sig í því gegn gjaldi. Þau fyrirtæki gæta þess þá að halda kröfum alltaf vakandi með því að taka þær upp innan fyrningartímans og þar með fyrnist krafa aldrei.

Ég er náttúrulega kannski bara svona einfaldur - en hvernig er skuldarinn bættari við þessa breytingu?


mbl.is Kröfur fyrnast á tveimur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er alveg rétt og það verður að koma inn ákvæði sem takmarkar líftíma krafna til að þetta breyti einhverju raunverulega. Endilega sendu póst á þingmenn stjórnarflokkanna, líka Framsókn til að bendaá þessa veilu. Ég ætla að senda þeim línu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.2.2009 kl. 00:27

2 identicon

Það væri fróðlegt að vita hvort skattaskuldir fyrnist á sama tíma.

Jon Arnarr (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 00:58

3 identicon

Ég átta mig ekki alveg á þessu heldur, á að leyfa mönnum að svíkja og pretta, borga ekki skuldir sínar, setja sig á hausinn og vera kominn með hreint nafn eftir 2 ár ? Hver sem skuldin er og óháð því hver lánar.

Ég held að það sé ekki gæfuspor að færa allar skuldir undir þennan hatt.

Það sem mig langar til að vita er hvort hugsunin á bak við þessi 2 ár byggist einmitt á því að hægt sé að halda öllum kröfum vakandi en ríkið geti "valið" að halda ekki ákveðnum kröfum vakandi lengur en 2 ár, t.d. hjá Íls og húsnæðislán í ríkisbönkum.

Réttast og hreinlegast þætti mér samt að fólki væri leyft að skila inn lyklum að húsnæði sínu og bankinn tæki bara það sem hann áður samþykkti sem gilt veð þ.e. húsnæðið sjálft og léti kennitölur í friði.

Atli (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 01:12

4 identicon

Baddi !

Þetta er ofureinfalt. Það er hægt að halda að skuldara kröfu um greiðslu til dauðadags. En það er hinsvegar ekki hægt að beita fyrir sig réttarúrræðum. Semsagt; krafan er ekki aðfararhæf í skilningi laga. En það er sá tími sem er verið að stytta í tvö ár í stað fjögurra ára, einsog núgildandi lög segja til um.

kv, GHs

GHs (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 09:35

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað eru þetta bara blekkingar sem líta sæmilega út á pappír, en eru eingöngu til þess að slá ryki í augu almennings fyrir kosningar.  Þó kröfur séu ekki aðfararhæfar eftir gjaldþrot, er hægt að halda mönnum á vanskilaskrá til eilífðar og þar með útiloka möguleika þeirra á að eignast nokkurn skapaðan hlut það sem eftir er ævinnar, því hvergi myndi heldur vera lán að fá.  Gjaldþrot er það versta sem nokkur maður getur lent í, ekki síst ungt fólk.

Axel Jóhann Axelsson, 18.2.2009 kl. 10:00

6 identicon

Hafi lánadrottinn samþykkt veð í hlut (húsnæði, bíll) og skuldari borgar ekki af láninu þá er eðlilegt að hluturinn (húsnæðið, bíllinn) sé tekinn sem greiðsla fyrir láninu (100% greiðsla), enda samþykkt af lánadrottni þegar hann krefst veðsins. 

Annað getur gilt þegar skrifað er undir lán án veðs en þá er viðkomandi persónu treyst til að standa í skilum og því ekkert óeðlilegt við það að viðkomandi beri ábyrgð að fullu með kennitölu án þess að lánadrottinn eigi kröfu í hús eða bíl viðkomandi.

Lánadrottnar eiga ekki að þurfa axlabönd, belti og bleyjur.

Atli (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband