Komið í veg fyrir fákeppni í skjóli samdráttar - gott veganesti fyrir Nýja Ísland

Úrskurður Samkeppniseftirlitsins er ánægjulegur. Ég óttaðist það um tíma að vegna sérstakra aðstæðna í samfélaginu akkúrat núna yrði þessum samruna "hleyft í gegn" þrátt fyrir augljósa monopoly stöðu á eftir, en Samkeppniseftirlitið stóð sína plikt á vaktinni. Get ekki hjá því komist að hugleiða hvernig staðan í dag væri öðruvísi hefðu starfsmenn Fjármálaeftirlitsins staðið sína vakt á sama máta án meðvirkni gagnvart peningaöflunum.

Hér ályktar Samkeppniseftirlitið réttilega um það að ef af samrunanum hefði orðið hefði reksturinn haft algera einokunarstöðu á markaði og gert nýjum mögulegum dagblöðum nánast algerlega ógerlegt að koma inn á markaðinn í því samkeppnis umhverfi sem þá hefði skapast.

Það er mun betra að leyfa illa reknum fyrirtækjum að fara á hausinn en að skapa þeim slíka skekkju á markaði að enginn geti keppt við þau og þau þurfa því ekki að reka sig sérlega vel fyrir vikið.

Á eðlilegum markaði - sem vonandi verður núna til með auknu gagnsæi og heiðarleika - er eðlileg krafa að rekstraraðilar þurfi að standa vel að verki til þess keppa á sanngjarnan máta. Að sömu leikreglur muni gilda fyrir alla aðila á markaði.


mbl.is Samruni Árvakurs og Fréttablaðsins ógiltur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Gott gott

Ómar Ingi, 14.2.2009 kl. 15:38

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það sem er ekki gott á Íslandi er að Stjórnvöld gefa ekki út skýra reglu um hvað er fákeppni :eða lámarksfjöldi efnahagslegra sjálfstæðra eininga á hverjum markaði. [Þessar reglur voru bundnar hefðum sígildrar frjálshyggju fyrrihlutar 20. aldar].  Hvað margir Pizzastaðir á 10.000 manns.  Kvikmyndahús, Lyfjaverslanir, Heildsalar, Reiðhjólabúðir, Blómaverslanir, Kjötbúðir, Bakarí, Bókabúðir, Tannlæknar, ...

Þetta leikkerfi skapar fjölbreytni, meiri vinnu, meira vald til almennings,....

Svo segjum við við að eigi að vera minnst 20  þá getur samkeppnieftirlit gripið strax inní þegar óeðlilegur samruni á sér stað.  Rekstrarleyfi yrðu þá hluti af tekjustofnum  sveitar og bæjarstofnanna. Sem færu hækkandi eftir því sem fleiri eigendur  bærust meira á. Eins mætti bjóða ný leyfi út .

Að sjálfsögðu reikna ég ekki með ESS, Seðlabanka og verðbréfa höll eða ESB fjárfestum  [lánastofnunum] að til að hirða arð fyrirtækja sem skulda 5 falda ársveltu. Þótt vextir einnar ársveltu væri lágir [raunverulega háir] 2% þá kostar 5 földun 10% á sama ári.   

Sumt er betra að flytja inn, Þar kostnaður framleiðslu er misjafn eftir framleiðslu tegund stundum getur ofurmagn varið skipa máli hvað varðar verð til neytenda.  Ísland er of fámennt fyrir  samkeppni slíkra fyrir tækja.

Þjónustu fyrirtæki svo sem tryggingarfélög, Spítalar, Bankar: Er þess eðlis að verða of dýr í rekstri ef íbúafjöldin er lítill. Fákeppni [þegjandi samkomulag um skiptingu markaðarins] tryggir að fasti kostnaðurinn skiptist á t.d. þrjá.

Hér væri betra að eitt stórt Tryggingarfélag utan samkeppni innanlands.  Heldur undir eftirlætissamanburði [við hliðstæð erlend] stjórnvalda hvað varðar þjónustustig og álögur á neytendur.

Álögur ákveðnar af markaða yfirvöldum. Hlutafélaga formið mynda þá reka stjórnendur sem uppfylltu ekki skilyrði um arð.  

Enga sósíalíska [ný-frjálshyggju] gervi markaðafræði heldur hina sígildu frjálshyggju því fleiri ríkari því betra.

Júlíus Björnsson, 14.2.2009 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband