Þreyjum þorrann - auðmennirnir eru enn að - ráðamenn fastir í viðjum málþófs

Samkvæmt þessari frétt af vef RÚV var verið að úthluta illa fengnu fé úr sjóðum Ólafs Ólafssonar og fjölskyldu. Við höfum hingað til tekið slíkum fregnum fagnandi en erum nú mörg hægt og rólega að vakna upp við það að þetta eru á endanum við sjálf sem þurfum að greiða þetta - og völdum það ekki sjálf.

Ég velti því fyrir mér hvort að Rauða Krossinum, Huga Guðmundssyni og UNICEF líði ekkert undarlega með að þiggja þetta fé sem orðið er opinbert að hafi orðið til með vafasömum hætti. Myndir þú þiggja slíka peninga með góðri samvisku?

Hörður Torfason og fullt fullt af góðu fólki við hlið hans hafa staðið sig alveg hreint ótrúlega við að halda þjóðinni við efnið. Það er fyrst og fremst fyrir baráttu mótmælenda og vel valinna bloggara (sem flestir eru afar duglegir við mótmælin líka) að nú eru tímar þar sem hlutirnir fá ekki auðveldlega að gleymast lengur. Þetta eru nýjir tímar - tímar mikils upplýsingaflæðis. Tímar þar sem að ráðamenn sem og aðrir þurfa að ígrunda svör sín og yfirlýsingar vel - héðan í frá gleymist ekkert - það er allt skráð á öldur internetsins nú orðið.

Kæru landar - ekki gefast upp. Fylgjum þessu eftir áfram þar til að markmiðum heiðarleika, jafnræðis og gagnsæis er náð.

lydveldisbyltingin-400x70.gif

 


mbl.is Raddir fólksins funduðu með forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þar sem ég er Steingeit, er uppgjöf ekki til i minni orðabók.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.2.2009 kl. 22:20

2 Smámynd: Heidi Strand

Segi það sama er steingeit og það er hans hátign líka.


119976788 07258b2f31 m 793082.jpg

Heidi Strand, 13.2.2009 kl. 22:39

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ef þessum sjóði verður varið til góðra verka, skiptir ekki megin máli hvaðan hann kemur. Uppsprettan er klárlega frá einhverjum sem mátti missa nema hún hafi verið illa fengin.

Já tímar upplýsinga eru upprunnir en af hverju? Það er vegna þess að þeir sem upplýsingarnar hafa, lúra ekki á þeim til að hygla, vernda eða skjóta undan eins og við upplifðum á tímum ríkisstjórna sem Sjálfstæðisflokkurinn stýrði.

Nú er upplýsingastreymið nokkuð eðlilegt. Þetta fólk er í vinnu hjá okkur og ber að sinna upplýsingaskyldu. Sú skylda hefur alltaf verið fyrir hendi en valdasjúklingar íhaldsins hafa kosið að sýna almenningi löngutöng árum saman, því miður.

Þórbergur Torfason, 13.2.2009 kl. 23:09

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Eins gott að þessum peningum var ekki varið í Íslendinga því þá hefði ekkert orðið úr þeim. Miklu betra að nota þetta í strákofa.

Skil ekki af hverju Ólafur stakk ekki meira undir til að geta borist meira á í þróunarlöndum þar sem hver einasta króna fer í það sem hún á að fara í og engin spilling.

Var að heyra að rannsóknarlögreglustjóri væri að rannsaka EITT fjársvikamál í tengslum við efnahagshrunið. Skyldu menn vera að dæla í sig sönnunargögnum þar úr Póstjörnunni eða eru þeir svona uppteknir við að þvo rúblur?

Rúnar Þór Þórarinsson, 13.2.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband